Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 78
14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR50
MORGUNMATURINN
„Lýsi og latté er bara til að
komast út. Stundum fæ ég mér
ristað brauð. Á tyllidögum er
góður bröns með mimosa, en
það er allt of sjaldan.“
Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona
„Ég vil ekki gefa mikið upp, en
það eru stórir hlutir að gerast á
FM,“ segir Heiðar Austmann,
dagskrárstjóri FM 957.
Uppstokkun er væntanleg á FM
957 fyrir sumarið. Tveir útvarps-
menn, þeir Yngvi Eysteinsson
og Atli Már Gylfason, yfirgáfu
útvarpstöðina á dögunum og réðu
sig á Flass FM. Heiðar vill ekki
gefa upp hvernig starfslokum
þeirra var háttað, en óskar þeim
góðs gengis á nýjum vettvangi.
„Við erum að fara að ráðast í
stór verkefni og einhverjar dag-
skrárbreytingar,“ segir Heiðar en
vill þó lítið tjá sig nánar um hvað
sé fólgið í breytingunum. Hann
segir að von sé á nýju fólki, en
gefur ekki upp um hverja ræðir.
„Það er mögulega nýtt fólk á
leiðinni. Gætu verið reyndir menn
og reyndar konur. Gæti verið fólk
sem var á FM áður,“ segir Heiðar
dularfullur.
Heimildir Fréttablaðsins herma
að ýmis þekkt andlit hafi verið
kölluð til. Fréttablaðið kannaði
málið og upp úr krafsinu kom að
Agli Gillz Einarssyni hefði verið
boðið að vera með regluleg heils-
ávörp á FM. Egill segist ekki hafa
áhuga á að starfa í útvarpi og
bætti við að hann væri með andlit
fyrir sjónvarp. Þá áréttaði hann
að útvarpsmennirnir Kalli Lú og
Rikki G hentuðu í starfið.
Spurður hvenær hlustendur
heyri breytingarnar á FM 957
segir Heiðar að það verði fyrr en
fólk grunar og játar að um mikla
andlitslyftingu sé að ræða. - afb
Uppstokkun á FM 957
LEYNDARDÓMSFULLUR AUSTMANN
Heiðar Austmann vill lítið gefa upp um
væntanlegar breytingar á FM 957 en
segir að þær verði talsverðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Ég var að koma heim frá Ástralíu þar
sem við vorum að hljóðblanda nýjustu
myndina mína, The Killer Elite, og rakst
þá á Jake í flughöfninni,“ segir Sigurjón
Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi
með meiru. Hann hitti Jake Gyllenhaal á
mánudaginn í flugstöð Leifs Eiríkssonar
þegar leikarinn var að yfirgefa landið
eftir ævintýralega helgi.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í
vikunni var bandaríski stórleikarinn
Jake Gyllenhaal staddur hér á landi yfir
helgina við tökur á ævintýraþættinum
Man vs. Wild sem Bear Grylls stjórnar.
Tökur fóru fram í aftakaveðri á Eyja-
fjallajökli og Fimmvörðuhálsi en það
var True North sem aðstoðaði töku-
liðið. Alls unnu tuttugu starfsmenn að
tökunum en mikil leynd hvíldi yfir þeim.
Leiðir Sigurjóns og Jake Gyllenhaal
hafa legið saman áður; Gyllenhaal lék
aðalhlutverkið í hinni dramatísku kvik-
mynd Brothers sem Sigurjón framleiddi
og skartaði einnig Natalie Portman og
Tobey Maguire í stórum rullum. „Þetta
var algjör tilviljun og það var virkilega
skemmtileg að hitta hann. Hann talaði
ákaflega fallega um landið og náttúrlega
tökurnar uppi á jökli þar sem hann lenti
nánast í lífsháska með þessum Bear
Grylls,“ segir Sigurjón „Jake átti ekki
orð yfir hvað Ísland væri frábært og
hann vildi koma hingað aftur sem fyrst
í frí. Það hafði víst líka eitthvað að gera
með stelpurnar,“ segir Sigurjón kank-
vís. -fgg
Gyllenhaal hreifst af íslensku stelpunum
ÆTLAR AÐ KOMA AFTUR Miklir fagnaðarfundir voru í Leifsstöð á
mánudag þegar Sigurjón Sighvatsson og Jake Gyllenhaal hittust fyrir
algjöra tilviljun.
Eiður Arnarsson, útgáfustjóri
afþreyingarfyrirtækisins Senu,
hefur misst þrettán kíló síðan
hann byrjaði að stunda langhlaup
í septem ber ásamt eiginkonu sinni.
Hann stefnir á að hlaupa hálf-
maraþon (21 km) í Reykjavíkur-
maraþoninu í haust.
„Það var engin sérstök ástæða
fyrir því að ég ákvað að prófa
þetta. Það var kominn tími til að
reyna að gera eitthvað. Ég var orð-
inn aðeins of þungur,“ segir Eiður,
sem hafði ekki hreyft sig að ráði
síðan hann var kjörinn besti leik-
maður 5. flokks B-liða hjá Þór í
Vestmannaeyjum árið 1978. Hann
fær mikla ánægju út úr hlaupun-
um, auk þess sem þau nýtast honum
vel í starfinu. „Ég held að þetta sé
þetta margfræga endorfínkikk sem
margir tala um og ég get ekki hugs-
að mér að fara út að hlaupa án þess
að hlusta á músík. Fyrir vikið er ég
að hlusta ennþá meira en áður.“
Hann hleypur í Elliðaárdalnum
fjórum til fimm sinnum í viku, tíu
til tuttugu kílómetra í senn. „Ein-
hver benti mér á að maður ætti að
nota önnur áhugamál inn í þetta til
að hjálpa sér. Ég er eins og flest-
ir karlmenn með óttalega tækni-
dellu og ég er búinn frá fyrsta
degi að hlaupa með GPS-staðsetn-
ingarkerfi. Þannig að maður er að
nota nýja, flotta snjallsímann til
að halda utan um vegalengdir og
hraða.“
Eiður er mikill matgæðingur og
hefur verið duglegur að deila því
áhugamáli með vinum sínum á
Facebook. Hann segir að hlaupin
geri sér kleift að halda áfram að
borða gómsætan mat án þess að fá
of mikið samviskubit. „En eflaust
kemur að því að maður þarf að vitk-
ast á þeim vettvangi líka.“
freyr@frettabladid.is
EIÐUR ARNARSSON: ÉG VAR ORÐINN AÐEINS OF ÞUNGUR
AUKAKÍLÓIN HRYNJA AF
SKOKKANDI ÚTGÁFUSTJÓRA
Í HLAUPAGALLANUM Útgáfustjórinn Eiður Arnarsson hleypur í Elliðaárdalnum fjórum til fimm sinnum í viku. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ást Lilju Pálmadóttur á hestum
er öllum kunn og hún nýtur lífsins
norður í Skagafirði við að ríða út
og þjálfa á meðan eiginmaður
hennar, Baltasar Kormákur, klippir
til Hollywood-myndina Contra-
band. Lilja er nú sest á skólabekk
Háskólans á Hólum þar sem hún er
við diplómanám í þjálfun
og reiðkennslu. Lilja
keppti á dögunum
í fjórgangsmóti
með ágætis
árangri; hún og
gæðingurinn
Mói fengu 5,4 í
einkunn og náðu
tíunda sæti.
Ítarlega er fjallað um tónlistar-og
ráðstefnuhúsið Hörpuna í Condé
Nast Traveler á vefsíðunni con-
cierge.com. Þar er húsinu hrósað
í hástert og þætti Ólafs
Elíassonar í hönnuninni
gerð góð skil. Greinar-
höfundur gerir jafn-
framt mikið úr því
að Íslendingar
eigi fjölbreytta
tónlistarmenn-
ingu; Airwaves
og Björk. Hann
spáir því að
Harpan eigi eftir
að verða nefnd
í sömu andrá og
þessi tvö fyrirbæri.
- fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Sun 17.4. Kl. 15:00 Sun 1.5. Kl. 15:00
Sindri silfurfiskur (Kúlan)
Brák (Kúlan)
Fös 15.4. Kl. 20:00 síð.sýn U
Lau 16.4. Kl. 20:00
Sun 17.4. Kl. 20:00
Lau 30.4. Kl. 20:00
Sun 1.5. Kl. 20:00
Hedda Gabler (Kassinn)
Ö Ö
Allir synir mínir (Stóra sviðið)
Fim 14.4. Kl. 20:00
Mið 27.4. Kl. 20:00
Lau 30.4. Kl. 20:00
Mið 4.5. Kl. 20:00
Fim 5.5. Kl. 20:00
Mið 11.5. Kl. 20:00
Fim 12.5. Kl. 20:00
Mið 18.5. Kl. 20:00Ö
U
Sun 17.4. Kl. 14:00
Sun 17.4. Kl. 17:00
Sun 1.5. Kl. 14:00
Sun 1.5. Kl. 17:00
Sun 8.5. Kl. 14:00
Sun 8.5. Kl. 17:00
Sun 15.5. Kl. 14:00
Sun 22.5. Kl. 14:00
Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið)
Bjart með köflum (Stóra sviðið)
Fös 15.4. Kl. 20:00 3. sýn
Lau 16.4. Kl. 20:00 4. sýn
Fim 28.4. Kl. 20:00 5. sýn
Fös 29.4. Kl. 20:00 6. sýn
Fös 6.5. Kl. 20:00 7. sýn
Lau 7.5. Kl. 20:00 8. sýn
Fös 13.5. Kl. 20:00
Lau 14.5. Kl. 16:00 br.sýn
Fim 19.5. Kl. 20:00
Fös 3.6. Kl. 20:00
Lau 4.6. Kl. 20:00
Fim 9.6. Kl. 20:00
U
Ö
U
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
U Ö
U
Ö U
U
Ö
Ö
U
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI FRÓÐLEIKUR
Meiri Vísir.
*Sam
kvæ
m
t prentm
iðlakönnun C
apacent G
allup janúar – m
ars 2011