Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 4
14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR4 GENGIÐ 13.04.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,5946 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,39 112,93 182,84 183,72 163,01 163,93 21,854 21,982 20,697 20,819 17,982 18,088 1,3372 1,3450 179,54 180,62 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is ALÞINGI Sex varamenn fengu undan þágu frá almennum reglum til að taka sæti á þingi í gær, svo þingflokkar gætu verið fullmann- aðir við atkvæðagreiðsluna um vantrauststillögu sjálfstæðis- manna. Aðalmennirnir sex eru í embættis erindum erlendis á vegum þingsins og halda því laun- um sínum þrátt fyrir að vara- mennirnir taki sæti. Varamennirnir munu hins vegar ekki sitja í tvær vikur eins og venja er, enda tæmist varamannaskráin í þinghléum og páskahlé þingsins hefst á föstudag. „Þannig að það er enginn umtalsverður kostnaður sem hlýst af þessu,“ seg i r Helg i Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Þetta er bara eitthvert smotterí.“ Helgi segir ekki algengt að þessu undanþáguákvæði í lögum um þingfararkaup og þingfararkostnað sé beitt. „En það er bara svo eðli- legt þegar tekist er á um vantraust. Þá vilja auðvitað allir flokkar hafa fullt hús. Vanalega þurfa menn til dæmis að vera átta þingdaga í burtu til að geta kallað inn vara- menn en við þessar aðstæður er vikið frá þeirri reglu til að úrslit í svona atkvæðagreiðslu velti ekki á einhverjum flugferðum milli borga í Evrópu,“ segir Helgi. Þrír tóku í fyrsta sinn sæti á þingi í gær; Helena Þ. Karlsdóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir, báðar úr Samfylkingunni, og Eva Magnús- dóttir úr Sjálfstæðisflokknum. - sh Þingmenn sem sátu fastir erlendis kölluðu inn varamenn í vantraustsumræðuna: Sex varamenn fengu undanþágu HELGI BERNÓDUSSON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 13° 11° 12° 15° 13° 9° 9° 21° 13° 22° 19° 30° 10° 16° 16° 10°Á MORGUN Strekkingur víða og all- hvasst með S-strönd. LAUGARDAGUR Strekkingur S- og V- lands, annars hægari. 3 6 1 5 3 3 4 21 6 3 3 2 5 6 8 8 5 5 6 -1 12 12 10 10 10 8 9 10 6 13 11 SKÚRIR EÐA ÉL verða nokkuð víða um land næstu daga en þó verður líklega úrkomulaust á norðaustur- og austurlandi og nokkuð bjart þar. Það kólnar heldur í veðri og vindur verður nokkuð stífur sunnan- og vestanlands. Held- ur leiðinlegt veður þetta. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður FRÉTTASKÝRING Um hvað snerist vantrauststillagan? „Er hægt að gera ráðstafanir til þess að það verði að minnsta kosti einn þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins viðstaddur hér í salnum þegar við ræðum tillögu frá þeim um að fella ríkisstjórnina?“ - Róbert Marshall Í umræðum gærdagsins voru menn ekki á einu máli um hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefði lagt fram tillögu um vantraust á ríkis- stjórnina. Sjálfstæðismenn sjálfir voru vitaskuld vissir í sinni sök; ríkis- stjórnin er ómöguleg, sögðu þeir; það þarf að kjósa og koma henni frá. En stjórnarliðar og allnokkr- ir þingmenn Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar töldu tillög- una til heimabrúks. Bjarni Bene- diktsson hefði með henni verið að hlýða Davíð Oddssyni og reyna að styrkja eigin stöðu. Stóru tíðindin eru auðvitað ákvörðun Ásmundar Einars Daða- sonar um að styðja ekki stjórnina. En raunar hefðu það líka verið tíð- indi ef hann hefði lýst stuðningi við hana. Ákvörðun Atla og Lilju, sem eftir því sem næst verður komist eru enn í VG þótt þau séu ekki lengur í þingflokknum, kom reyndar á óvart. Þau eru náttúr- lega vinstri menn. En fyrir Atla allavega, eins og Ásmund, skiptir ESB-umsóknin öllu máli. Andúð þeirra á málinu hefur alltaf verið ljós en nú telja þeir mælinn fullan. Margir ræddu reyndar um umsóknarferlið, eða aðildarferlið eins og margir kalla það; það var sagt algjörlega ótímabært, gegn vilja þjóðarinnar og svo framvegis. Annars var umræðan fyrirsjáan- leg. Flestir sögðu það sama og þeir sögðu í fyrradag og dag- inn þar áður. Sjálfstæðismenn hörmuðu athafnaleysi stjórnar- innar og stjórnin dásamaði eigin verk. Bjarni Benediktsson sagði tillöguna lagða fram fyrir hönd allra þeirra sem gefist hefðu upp á stjórninni og að með kröfu um kosningar væru Sjálfstæðismenn að bjóða upp á nýtt upphaf. Kjarn- inn í máli Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar var einfaldlega að ekki væri um annað að ræða en að stjórnin færi frá. Þór Saari kvaðst hafa bundið miklar vonir við ríkis- stjórnina en hún hefði brugðist þeim öllum. Steingrímur og Jóhanna könnuð- ust ekki við neitt af því sem stjórn- arandstæðingarnir sögðu. Jóhanna hamaðist á Sjálfstæðisflokknum og Steingrímur setti á langan lestur um góðan árangur í efnahagsmál- um og á öðrum sviðum. Við lok umræðunnar sagði Bjarni Benediktsson hana ekki aðeins hafa verið tímabæra heldur nauðsynlega. Komið hefði í ljós hver eiginlegur styrkur ríkis- stjórnarinnar væri. bjorn@frettabladid.is Nenntu ekki að sitja undir umræðunum Tillaga sjálfstæðismanna um vantraust á ríkisstjórnina var felld með 32 atkvæð- um gegn 30. Einn sat hjá. Ásmundur Einar Daðason styður ekki stjórnina lengur. Bjarna Benediktssyni var brigslað um að leggja tillöguna fram fyrir sjálfan sig. Hin efnahagslega sól er farin að rísa. - Katrín Júlíusdóttir. Ríkisstjórnin er eins og grinda- hlaupari. - Bjarni Benediktsson. Tillagan er sett fram sem Höfuð- lausnir Bjarna Benediktssonar. - Margrét Tryggvadóttir. Munurinn á ríkisstjórninni og Rauðhettu er sá að Rauðhettu þótti vænt um ömmu sína. - Kristján Þór Júlíusson. Veruleikinn er eins og hann er og við fáum honum ekki breytt með lýðskrumi og blekkingum. - Steingrímur J. Sigfússon. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er hreinlega léleg ríkisstjórn. - Eygló Harðardóttir. Þessi ríkisstjórn hugsar ekki um neitt nema sjálfa sig. - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Viðbrögð Alþingis við skýrslu rann- sóknarnefndinnar voru að ræða hana í einn dag og loka rann- sóknargögnin síðan ofan í tunnu á Þjóðskjalasafninu. - Þór Saari. Ríkisstjórnin ætlar í austur þegar þjóðin vill í vestur. - Ólöf Nordal. Hér stend ég og get ekki annað en sagt já vegna ESB-málsins. - Atli Gíslason. Skák og mát herra forseti. Skák og mát. - Vigdís Hauksdóttir. VIlja nú hundurinn og svínið gæða sér á brauðinu sem litla gula hænan bakið ein? - Jóhanna Sigurðardóttir. Ríkisstjórnin snýst í hringi eins og villuráfandi sauðir. - Ásbjörn Óttarsson. Úr umræðunni Úr umræðunni Það eina sem hæstvirtur forsætis- ráðherra hefur fram að færa eru endalausar öfugmælavísur og það órímaðar. - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Þetta er líklega versta ríkisstjórn allra tíma. - Gunnar Bragi Sveinsson. Þetta er verklaus, handónýt kommúnistastjórn. - Ásbjörn Óttarsson. Hér tek ég þátt í gjörningnum; þéttum raðir stjórnarliða. - Birgitta Jónsdóttir. Nú er kominn tími til að láta hælbítana finna hverjir stjórna þessu landi. - Skúli Helgason. Sjálfstæðisflokkurinn gefur meira tilefni til að samþykkja vantraust á stjórnarandstöðuna en ríkisstjórn- ina. - Helgi Hjörvar. Ég mun ekki styðja þessa ríkis- stjórn í þessari atkvæðagreiðslu ef einhverjum hefur dottið það í hug. - Birkir Jón Jónsson. Ég segi nei við vantrausti og ég segi já við trausti. - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Tímasetningin er svo fráleit. Hún er aðeins skiljanleg í því ljósi að hún er eina leið Sjálfstæðisflokks- ins til þess að draga athyglina frá því ógeðfellda heimilisofbeldi sem þar stendur yfir á vegum fyrr- verandi formanns flokksins. - Skúli Helgason. Ég segi við Bjarna Benediktsson eins og maðurinn sagði á ísnum forðum; skammt hef ég runnið fyrir þér. - Steingrímur J. Sigfússon. Sjálfstæðisflokkurinn gerði ekki gott mót þegar hann stjórnaði Íslandi í átján ár ásamt öðrum. - Guðmundur Steingrímsson. Það var frumhlaup hjá Sjálfstæðis- flokknum að bera fram þessa tillögu. - Jóhanna Sigurðardóttir. Ég óttast ef vantrauststillagan verði felld muni forysta ríkisstjórnar- innar forherðast í foringjaræðinu. - Lilja Mósesdóttir. Það er tekið að vora og sumarið verður gott góðir landsmenn. - Steingrímur J. Sigfússon. Verri ríkisstjórn er varla hægt að hugsa sér. - Víðir Smári Petersen. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ekki góða áru. Hún minnir um margt á ær í sjálfheldu eða marhnút í grunnum skeljapolli. - Árni Johnsen. FARINN Ásmundur Einar Daðason styður ekki ríkisstjórnina og ætlar að segja sig úr þingflokki VG í dag. ESB-ferli stjórnarinnar er honum ekki að skapi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.