Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 14. apríl 2011 19
Víti að varast
Fyrir bráðum aldarfjórðungi tók ég í eina skiptið á
ævinni sæti í stjórnskipaðri
nefnd. Þessari nefnd hafði verið
falið að semja nýtt frumvarp til
laga, um erlenda fjárfestingu.
Sex karlar sátu í nefndinni.
Formaður hennar var Baldur
Guðlaugsson, síðar ráðuneytis-
stjóri í fjármálaráðuneytinu.
Nefndin vann verk sitt vel,
að mér fannst, og hafði að
nokkrum tíma liðnum samið
gagnleg drög að lagafrumvarpi
með ýmsum tímabærum nýj-
ungum. Á lokasprettinum
gerðist það, að flokkshestarn-
ir í nefndinni, fulltrúar gömlu
helmingaskiptaflokkanna, fóru
í gegn um frumvarpsdrögin
lið fyrir lið og sögðu: Þessi
ákvæði verða aldrei samþykkt
í þinginu, svo að við verðum
að taka þau út. Þannig fuku
nýjungarnar út úr frumvarps-
drögunum hver á fætur ann-
arri; ein þeirra snerist um
heimildir til erlendrar fjárfest-
ingar í sjávarútvegi. Eftir stóðu
frumvarpsdrög, sem voru eins
og reyttur kjúklingur, hvorki
fugl né fiskur. Nefndin gafst
upp fyrir fram fyrir ímyndaðri
andstöðu á Alþingi frekar en að
láta reyna á viðbrögð þingsins.
Óttablandin valdhlýðni varð
góðum ásetningi yfirsterkari.
Ísland í hnotskurn.
Þjóðin ræður
Þessa djúpu gryfju má stjórn-
lagaráðið ekki falla í eftir
allt, sem á undan er gengið.
Það er, sýnist mér, einhugur í
ráðinu um, að tillögur þess um
breytingar á stjórnarskránni
þurfi að leggja í dóm þjóðar-
innar án efnislegra afskipta
Alþingis eftir þeirri sjálfsögðu
reglu, að aðili máls, Alþingi í
þessu dæmi, má ekki gerast
dómari í eigin sök. Það er til
dæmis ekki Alþingis að fjalla
um fjölda alþingismanna.
Þetta segir sig sjálft. Af þessu
helgast sú skoðun, að Alþingi
þurfi í samræmi við núgildandi
stjórnarskrá að leggja tillögur
stjórnlagaráðsins beint í dóm
þjóðarinnar. Af þessum sökum
er eðlilegt, að stjórnlagaráðið
velti fyrir sér, hvaða tillögur
séu líklegar til að falla þjóðinni
í geð. Ráðið þarf að ræða við
þjóðina.
Ég met stöðuna svo, að þjóðin
óski í ljósi hrunsins gagngerra
breytinga á stjórnarskránni.
Hrunið er tilefni þess, að
Alþingi ákvað að láta endur-
skoða stjórnarskrána. Skýrsla
Rannsóknarnefndar Alþingis
(RNA) mælir afdráttarlaust með
breytingum á stjórnarskránni
vegna hrunsins. Þannig má líta
á verkefni stjórnlagaráðsins
sem lið í endurreisn efnahags-
lífsins eftir hrun. Tillögur þjóð-
fundarins í október 2010 um
breytingar á stjórnarskránni
eru skýrar umbótatillögur. Til-
lögur stjórnlaganefndarinnar,
sem birtar voru 6. apríl 2011,
eru að sama skapi afdráttar-
lausar. Stjórnlagaráðinu ber að
lögum að taka mið af tillögum
þjóðfundarins og stjórnlaga-
nefndar. Það liggur í hlutarins
eðli, að tillögum þjóðfundarins,
stjórnlaganefndarinnar og síðan
stjórnlagaráðsins er ekki ætlað
að vera til skrauts, þvert á móti.
Við þurfum vegna hrunsins
að breyta leikreglunum til að
breyta leiknum.
Auðlindir í þjóðareign
Tökum dæmi, svo að ekkert
fari á milli mála. Þjóðfundur-
inn og stjórnlaganefnd mæla
með því, að ákvæði um þjóðar-
eign á auðlindum verði sett í
stjórnarskrána. Slíkt ákvæði
er hægt að orða og útfæra
með ýmsum hætti. Af þeim 23
stjórnlagaráðsfulltrúum, sem
lýstu skoðunum sínum á málinu
fyrir stjórnlagaþingskosning-
arnar í nóvember 2010, sögðust
22 vera hlynntir slíku ákvæði.
Af þessu öllu má ráða yfirgnæf-
andi líkur þess, að slíkt ákvæði
verði hluti af tillögum stjórn-
lagaráðsins, þegar upp verð-
ur staðið. Slíku ákvæði getur
varla verið ætlaður staður í
stjórnarskránni upp á punt.
Nei, því hlýtur þvert á móti
að vera ætlað að breyta gangi
leiksins með því að færa þjóð-
inni aftur virkt eignarhald á
auðlindunum og arðinn af þeim.
Þetta er í ljósi reynslunnar ekki
jafnauðsótt og það kynni að
virðast. Nýlega ítrekaði flokks-
þing Framsóknarflokksins þá
skoðun flokksins, að ákvæði um
þjóðareign á auðlindum verði
sett í stjórnarskrána, en lýsti
jafnframt andstöðu við fyrn-
ingarstefnu ríkisstjórnarinnar
í sjávarútvegsmálum. Í þessu
felst, að Framsóknarflokkurinn
er í reyndinni hlynntur ákvæði
um þjóðareign á auðlindum
í stjórnarskrá, en aðeins til
málamynda: hann er fús til
að breyta leikreglunum, en
hann er andvígur breytingum
á gangi leiksins. Aðrir flokkar
hafa orðið berir að sama tví-
skinnungi. Fyrst afhentu flokk-
arnir útvegsmönnum kvótann
á silfurfati án þess að upplýsa,
hvað þeir fengu í staðinn (ætla
má, að það hafi verið vænar
fúlgur fjár miðað við upplýs-
ingar RNA og Ríkisendurskoð-
unar um greiðslur og lán bank-
anna og skyldra fyrirtækja til
stjórnmálaflokka og stjórn-
málamanna fyrir hrun). Þegar
allt var um garð gengið, þótti
sömu stjórnmálamönnum tíma-
bært að bæta lífvana ákvæði
um þjóðareign inn í stjórnar-
skrána. Stjórnlagaráðið þarf
að veita þjóðinni kost á virku
auðlindaákvæði. Þjóðfundur-
inn, stjórnlaganefndin og þjóð-
in kalla einum rómi eftir því.
Því kalli þurfum við að hlýða.
Dauður bókstafur dugir ekki.
Í DAG
Þorvaldur Gylfason
Prófessor
Þegar allt var um garð gengið, þótti
sömu stjórnmálamönnum tímabært að
bæta lífvana ákvæði um þjóðareign inn
í stjórnarskrána.
Við Íslendingar erum dugleg þjóð, erum tilbúin að vinna
myrkranna á milli til að koma ár
okkar og fjölskyldunnar vel fyrir
borð. Við höfum unnið og unnið og
greitt skatta, skatta sem notaðir
eru í samfélagsþjónustu. Í dag eru
þúsundir fjölskyldna sem standa
frammi fyrir því að ævisparn-
aðurinn er horfinn, gufaði upp á
einni nóttu. Við sitjum eftir undr-
andi yfir ástandinu. Við erum
ekki með tryggða margfalda eftir-
launasjóði, nei, við horfum fram á
að eiga ömurlega daga á efri árum
borðandi hafragraut í öll mál ef
við bregðumst ekki við. Sparifénu
sem duga átti okkur á efri árum
var stolið frá okkur um hábjartan
dag. Nú er okkur boðið að halda
íbúðarhúsnæði okkar með 110%
veðsetningu. Slík boð eru engum
bjóðandi. Við munum aldrei eign-
ast í raun húsnæðið sem við erum
að þræla fyrir. Við munum greiða
fasteignagjöld og standa straum
af viðhaldskostnaði en í þágu
hverra? Ætlum við að láta þetta
yfir okkur ganga? Nei, það gerum
við ekki og megum ekki gera. Við
krefjumst þess að stökkbreytt
lán verði færð aftur til janúar-
mánaðar 2008.
Annað er ómannúðlegt.
Þrælaskuldabönd næstu áratugina
Efnahagsmál
Ásgerður Jóna
Flosadóttir
Formaður
Fjölskylduhjálpar
Íslands
Hellisheiðarvirkjun nýtir jarðvarma til rafmagns- og heitavatnsframleiðslu
Nýting jarðhita við Gráuhnúka
fyrir Hellisheiðarvirkjun
Mat á umhverfisáhrifum
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.I
S/
O
R
K
5
45
04
0
4/
11
Fimmtudaginn 14. apríl kl. 17:00 verður mat á umhverfisáhrifum
nýtingar jarðhita við Gráuhnúka fyrir Hellisheiðarvirkjun kynnt
almenningi í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1.
Húsið er opið frá kl. 16:30 til 18:30. Þar verða til sýnis kynningarspjöld
um framkvæmdina. Kynningarspjöldin verða til sýnis til 10. maí og eru
aðgengileg á skrifstofutíma.
Allir velkomnir – Orkuveita Reykjavíkur