Fréttablaðið - 06.05.2011, Page 23

Fréttablaðið - 06.05.2011, Page 23
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 K affihúsið Litli bóndabær- inn var opnað á Laug- vegi 41 fyrir skemmstu en þar eru allir drykk- ir úr lífrænt ræktuðu hráefni. Á það við um kaffið, teið, safana, heita súkkul- aðið og mjólkina. Þá eru allar umbúð- ir endurvinnanlegar og reynt eftir fremsta megni að velja lífrænt í bakkelsi og annað á boð- stólnum þó að það sé ekki algild regla. „Á bakvið tjöldin notum við svo ein- göngu umhverfis- væn hreinsiefni og flokkum allt rusl,“ segir eigandinn David Noble. Hann leggur áherslu á að skipta við bændur Litli bóndabærinn á Laugavegi býður upp á lífræna drykki og ljúfmeti. 150 g fínmalað spelt 50 g hrísmjöl 50 g hrásykur 110 g kælt smjör (til dæmis frá Bíobú) 1 tsk. þurrkað lavender (fæst í Heilsuhúsinu) Hitið ofninn í 160 gráður. Blandið saman spelti, hrísmjöli og hrásykri í skál. Rífið smjörið með rifjárni út í blönduna. Blandið smjörinu saman við og hnoðið í um það bil fimm mínútur. Kremjið teskeið af lavender með mortéli eða tætið það niður í matvinnslu- vél og bætið út í deigið. Blandið vel. Þrýstið deiginu niður í um það bil 20x20 sentimetra form. Það ætti að vera 1.5 sentimetra þykkt. Bakið í 40 mínútur. Gætið þess að kakan verði ekki brún heldur einungis gullin. Takið út og gatið með gaffli. Skerið í aflöng eða ferköntuð kex og látið kólna í þrjátíu mínútur áður en kökunum er lyft upp úr forminu. Berið fram með morgun- eða síðdegiskaffinu. SKOSKAR LAVENDER-SMÁKÖKUR stökkar með kaffinu FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lavender-kex með lífrænu kaffi Eyfirski safnadagurinn verður haldinn í fimmta sinn á morgun og munu 18 söfn og sýningar við Eyjafjörð opna dyr fyrir gestum og gangandi milli 11 og 17. Dagurinn er að þessu sinni tileinkaður börnum og verður boðið upp á söngva, sýningar, leiki, listasmiðjur, leikföng, ratleiki og ýmislegt fleira. Nánar á www.sofn.is. og smærri aðila sem bjóða mestu gæðin. „Þá erum við með lítið gjafavöruhorn með íslenskum afurðum sem fer stækkandi,” bætir hann við. David, sem er Breti, gefur upp- skrift að ljúffengu lavender-kexi sem er tilvalið með morgun- eða síðdegiskaffinu og ekki síðra með tei.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.