Fréttablaðið - 06.05.2011, Page 28

Fréttablaðið - 06.05.2011, Page 28
4 föstudagur 6. maí 2011: 1. sæti í CrossFit Open Sectional 1. sæti á Íslandsmeistaramótinu í CrossFit 2010: 1. sæti á Sænska meistaramótinu 1. sæti í CrossFit European Regionals 2. sæti á Heimsmeistaramótinu 1. sæti á Íslandsmeistaramótinu 1. sæti í CrossFit European Regionals 2009: 11. sæti á Heimsmeistaramótinu í Cross- Fit 1. sæti í einstaklingskeppni CrossFit Regionals Annie Mist Þóris- dóttir, Íslandsmeistari í CrossFit, hefur æft íþróttina í tvö ár og náð ótrúlegum árangri á þeim stutta tíma. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Stefán Karlsson A nnie Mist hefur allt- af verið orkumikil og fengið útrás í gegnum íþróttaiðkun. Sjö ára gömul byrjaði hún að æfa fimleika hjá Gerplu en eftir átta ára iðkun íþróttarinnar þurfti hún að hætta vegna beineyðingar í oln- boga. Hún byrjaði þá að æfa list- dans og síðan stangarstökk, sem henni gekk sérstaklega vel í, en þótti það ekki nóg svo hún byrjaði líka í Boot Camp. „Vinur minn dró mig á CrossFit-mót árið 2009 og þannig kynntist ég íþrótt- inni fyrst. Sigurvegarinn vann sér inn pláss á Heimsleikunum í Cross- Fit og ég vann það mót án þess að hafa nokkru sinni prófað CrossFit áður. Mótið var sama dag og stúd- entsprófið mitt í stærðfræði þannig að ég mætti í það snemma um morg- uninn og fór svo beint þaðan til að keppa á mótinu,“ útskýrir Annie, en hún sigraði á mótinu og tryggði sér þar með sæti á Heimsleikunum. Við tók tveggja mánaða undirbúnings- tími þar sem Annie kynntist einnig íþróttinni betur og á Heimsleikun- um sjálfum var hún lengst af í bar- áttunni um tvö efstu sætin þar til óþekkt æfing felldi hana. „Við áttum að gera æfingu sem kallast „muscle up“ og ég hafði aldrei gert hana áður og féll því úr toppbaráttunni og end- aði í 11. sæti. Þetta þótti samt nokk- uð góður árangur miðað við að ég var alveg óreynd þegar ég tók þátt. Þetta varð líka til þess að ég varð nokkuð þekkt innan CrossFit-samfélagsins,“ segir hún brosandi. VEIK FYRIR SÚKKULAÐI Annie Mist æfir ellefu sinnum í viku og fylgir strangri æfingaáætlun sem unnin er af finnskum þjálfara henn- ar. Til að ná árangri í CrossFit þarf einstaklingurinn að vera bæði sterk- ur og snöggur enda byggist íþróttin aðallega á þol- og styrktaræfingum. Annie segir lítið mál að æfa svo oft þegar maður hafi agann og brennandi áhuga á íþróttinni. Hún tekur einnig fram að það skipti miklu máli að vera með gott fólk á bak við sig, góða æf- ingafélaga og þolinmóða fjölskyldu. Þegar svo mikill tími fer í æfingar hlýtur skemmtanahald að sitja á hak- anum og viðurkennir Annie Mist að það sé raunin. „Ég djamma lítið og fer aldrei á barinn á virkum dögum. Ætli ég drekki ekki fjórum sinnum á ári að meðaltali.“ Annie Mist á sér þó einn veikleika og það er 70 prósent hreint súkkul- aði. „Ég á erfitt með að fylgja ströngu mataræði, það er minn helsti veik- leiki. Mér finnst íslenskar mjólkur- vörur rosalega góðar og borða mikið af þeim og ég elska súkkulaði. Ég borða örugglega um 100 grömm á dag af dökku súkkulaði,“ segir hún hlæj- andi. LYFTIR 90 KÍLÓUM Annie Mist er í einstaklega góðu lík- amlegu formi eftir áralanga íþrótta- iðkun. Innt eftir því hvað stúlkum og strákum finnist um vöðvastælt- an líkama hennar segist hún aldrei fá annað en hrós. „Ég held að marg- ar stelpur hafi svolitlar áhyggjur af því að verða of vöðvastæltar ef þær stunda CrossFit. Þær ættu þó ekki að hafa of miklar áhyggjur, stelpur verða sjaldnast of vöðvastæltar nema með aðstoð og markvissum æfingum til að auka vöðvamassa.“ Annie á danskan kærasta sem hún kynntist að sjálfsögðu í gegnum CrossFit og hafa þau verið á föstu í hálft ár. Parið reynir að hittast minnst einu sinni í mánuði en þess á milli halda þau sambandinu gangandi með aðstoð samskiptaforritsins Skype. Þá hjálpar það einnig að Annie tekur að sér að kenna námskeið fyrir CrossFit- þjálfara víða um Evrópu og getur því nýtt flugferðirnar til að heimsækja kærastann. „Það er vissulega erf- itt að vera í svona fjarsambandi en það gengur með svolítilli vinnu. Ég VEIK FY SÚKKU Annie Mist Þórisdóttir hefur náð einstökum árangri í CrossFit þrátt fyrir að hafa aðeins æft íþróttina í tvö ár. Nám sem nýtist þér! SKRIFSTOFU- OG FJÁRMÁLAGREINANÁM NÁM FYRIR FULLORÐIÐ FÓLK Skrifstofubraut I Staðbundið nám, tvær annir – höfuðáhersla er lögð á viðskipta- og samskiptagreinar. Staðbundið nám, kennslutími frá kl. 8:20 – 13:00. Fjarnám, þrjár annir. Kennt í lotum. 50+ Hagnýtt nám fyrir þá sem eru komnir yfir fimmtugt, vilja styrkja sig í lífi og starfi eða taka að sér ný verkefni. Office Skills Programme for foreigners Nám á skrifstofubraut fyrir þá sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Skrifstofubraut II Staðbundið nám, kennslutími frá kl. 8:20 – 13:00. Hagnýtt viðskipta- og fjármálagreinanám Spennandi námsleið sérsniðin að vinnutíma fólks í fjármálafyrirtækjum. Áhersla lögð á hagnýtar viðskiptatengdar námsgreinar. Fjarnám. Upplýsingar veitir fagstjóri viðskipta- og fjármálagreina í síma 594 4000/824 4114. Netfang inga.karlsdottir@mk.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.