Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 30
Hættulegar fantasíur ? Sæl Sigga, hvaða fantasíur teljast afbrigðilegar/hættulegar í kynlífi? Svar: Fantasíur verða í raun aðeins hættu legar þegar þær hætta að verða fantasíur í hugar heimi viðkomandi og verða gjörðir. Þannig gætu hættu- legar fantasíur talist þær sem eru ólöglegar sam- kvæmt gildandi lögum þess lands sem viðkomandi er í hverju sinni. Þá mætti einnig líta á fantasíur sem snúa að sjálfsmeiðingum sem mögu- lega „hættulegar“ ef þær valda einstaklingnum alvarlegum líkamsskaða og gætu leitt til dauða, eins og til dæmis erótísk köfnun. Það sem er skilgreint sem afbrigðilegt er síðan ögn flóknara þar sem það er einstaklingsbundið hvað hverjum finnst bregða út frá norminu. Þá er skilgreining á afbrigði- leika einnig breytileg eftir tíðarandanum í samfélaginu. Það er fátt algilt í kynlífi og því er ekki hægt að svara þessari spurningu með upptalningu á forboðnum kynlífsathöfnum en ágætis viðmið er lagaramminn og eigin gildis mat um hvað þú ert til í og hvað ekki. ?Sæl Sigga Dögg. Ég hef velt svolitlu fyrir mér í nokkurn tíma. Það er alltaf verið að tala um yngri kynslóðina í dag sem „klámkynslóðina“ og maður hefur heyrt sögur af tottkeppnum sem fara fram í löngu frímínútunum í grunn skólum. Eiga þessar sögur sér stoð í raunveruleikanum og ef svo er, hvað er til ráða? Svar: Þegar talað er um klámkynslóðina þá er það minn skilningur að átt er við ungt fólk sem sækir sér fróðleik í klámmyndir og lítur á þær sem eins konar kynfræðslu og leiðarvísi í kynlífi. Ég persónulega hef aldrei orðið vör við tottkeppnir í grunnskólum en það getur vel verið að þær séu til þó að mig gruni að þetta sé flökkusaga. Þá veit ég heldur ekki hvort tott keppnir séu bein afleiðing klámmynda þótt það geti vel verið. Það mikilvægasta fyrir hvern grunnskólanemanda er opin og hreinskilin umræða um kynlíf; bæði meðal vina, fjölskyldu og innan skólans. Ungt fólk er fróðleiks þyrst og það fellur í skaut okkar sem eldri erum að miðla réttum og fordóma- lausum upplýsingum sem byggja á staðreyndum en ekki eigin gildismati. Líkt og kynfræðsla sem kynfræðingur getur veitt er öllum spurningum svarað, óháð persónulegum skoðunum þess sem fræðir. Þá á svarið við spurningunni að ofan ágætlega við þessa spurningu líka. Lögin setja okkur ákveðinn ramma, líkt og skilyrði um samþykki beggja aðila, en utan þeirra er erfitt að flokka einhverjar tilteknar kynlífsathafnir sem beinlínis rangar. Fræðsla, fróð leikur og nóg af upplýstri umræðu er því svarið. Þannig gætu hættulegar fantasíur talist þær sem eru ólöglegar. Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Útsölustaðir. • Bjarg Akranesi • Rikka Akureyri • Jón og Gunna Ísafirði • Boomsurf 2 Piece Bikiní – barna Stærðir: 116-176 Verð: 5.990 kr www.utilif.is Waveboom 2 piece String Bikini Stærðir: 34-43 Litir: fjólublár/gulur og bleikur/blár www.utilif.is Watershorts Hybrid Print 22“ Sundbuxur – karla Stærðir: S-XL Verð: 7.990 kr. www.utilif.is Botanical 2 piece Underwired Boyleg bikiní Stærðir: 36-42 Verð: 8.990,- www.utilif.is K yn ni ng Olíulaus sólarvörn fyrir andlit með SPF15 sem hentar öllum húðgerðum. Veitir geislandi og endingargóða brúnku. Olíulaus sólarvörn fyrir líkama í spreyformi með SPF 15. Tryggir jafna og langvarandi brúnku. Afar hentug fyrir íþróttafólk. ÚTILÍF www.utilif.is Sigurborg ehf facebook.com/ sigurborgehf Lait Solaire er ný alhliða sólarvörn frá Biotherm sem hentar fyrir konur og karla fyrir andlit og líkama. Hámarksvörn með 100% þægilegri áferð sem myndar ekki hvítar rákir. Kemur í vörn SPF 15 og 30. ÚTILÍF www.utilif.is Nýtt fyrir sundið og sólbaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.