Fréttablaðið - 06.05.2011, Side 51

Fréttablaðið - 06.05.2011, Side 51
FÖSTUDAGUR 6. maí 2011 39 FÓTBOLTI Hvernig væri staðan í ensku deildinni ef öll stangarskot- in hefðu farið í stöngina og inn í staðinn fyrir að fara í stöngina og út? Fyrirtækið Opta sér um alla tölfræðivinnslu í ensku úrvals- deildinni og það hefur nú ein- mitt tekið saman þessa tölfræði úr fyrstu 35 umferðunum á leik- tíðinni. Arsenal-liðið er búið að missa af möguleikanum á því að vinna enska titilinn og stuðningsmenn geta vottað um það að lukkan hefur ekki verið með strákunum hans Arsene Wenger. Nú geta þeir líka rökstutt þessa kenningu sína með umræddri tölfræði frá Opta. Opta skoðaði það hver staðan væri í deildinni ef öll stangarskot hefðu orðið mark. Arsenal-liðið hefur alls átt 21 stangarskot í deildinni og væri þá með 19 fleiri stig ef þessi skot hefðu skilað sér í markið. Í stað þess að vera sex stigum á eftir toppliði Manchester United væri Arsenal-liðið þess í stað með 12 stiga forskot á Chel- sea og þrettán stigum meira en United. Liverpool-menn myndu líka gleðjast ef stangarskotin þeirra hefðu farið inn því Liverpool sæti þá í Meistaradeildarsæti þar sem Manchester City hefur hagnast mikið á stangarskotum. City væri með sex stigum færra og þremur stigum á eftir Liverpool ef öll stangarskotin hefðu farið í mark- ið í vetur. West Ham er annað lið sem kemur vel út úr þessari tölfræði því í stað þess að vera á botninum eins og liðið er í dag væru Hamr- arnir í 13. sæti, átta stigum frá fallsætinu. Newcastle sæti hins vegar í fallsætinu ásamt Birm- ingham og Blackpool. - óój ARSENE WENGER Leikmenn hans hafa skotið 21 sinni í stöngina og út á þessu tímabili. NORDICPHOTOS/GETTY Stöngin inn-deildin 1. Arsenal 86 stig (+19, er í 3. sæti) 2. Chelsea 74 stig (+4, 2. sæti) 3. Man. United 73 stig (0, 1. sæti) 4. Liverpool 59 stig(+4, 5. sæti) 5. Man. City 56 stig (-6, 4. sæti) 6. Tottenham 56 stig (+1, 6. sæti) 7. Everton 47 stig (-1, 7. sæti) 8. Stoke 47 stig (+4, 10. sæti) 9. Aston Villa 45 stig (+4, 14. sæti) 10. Bolton 45 stig (-1, 8. sæti) 11. Fulham 42 stig (-3, 9. sæti) 12. West Brom 41 stig (-2, 11. sæti) 13. West Ham 41 sitg (+9, 20. sæti) 14. Sunderland 40 stig (-1, 13. sæti) 15. Blackburn 39 stig (+1, 16. sæti) 16. Wolves 34 stig (0, 19. sæti) 17. Wigan 34 stig (-1, 18. sæti) 18. Newcastle 33 stig (-8, 12. sæti) 19. Birmingham 33 stig (-6, 15. sæti) 20. Blackpool 30 stig (-5, 17. sæti) Arsenal væri með yfirburðaforystu ef stangarskotin hefði farið inn í ensku úrvalsdeildinni í vetur: Lukkan ekki í Arsenal-búningnum í vetur FÓTBOLTI Geir Þorsteinsson, for- maður KSÍ, verður eftirlitsmað- ur UEFA á úrslitaleik Meistara- deildar UEFA sem verður á milli stórliðanna Manchester United og Barcelona og fer fram á Wembley 28. maí næstkomandi. Þetta er mikill heiður fyrir Geir og Knattspyrnusamband Íslands enda gerast fótbolta- leikirnir varla stærri. Það er þegar orðið uppselt á leikinn og berast nú fréttir af því að mið- arnir seljist fyrir ótrúlegar upp- hæðir. - óój Geir Þorsteinsson: Eftirlitsmaður á Wembley GEIR ÞORSTEINSSON Aðalmaðurinn á stórleik United og Barca. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TILBOÐ 3 TILBOÐ 2 TILBOÐ 1 Komið og prófið nýja matseðilinn okkar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.