Fréttablaðið - 26.05.2011, Síða 10

Fréttablaðið - 26.05.2011, Síða 10
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR10 AF VIVAG Í MAÍ20% AFSLÁTTUR Byrjaðu af krafti – á mikilvægustu alþjóðlegu vörusýningu í heimilis- og gjafavörugeiranum á seinni hluta ársins. Nýttu þér framúrskarandi sölutækifæri í haust, vetur og um jólin og fáðu innsýn í nýjustu strauma og stefnur fyrir vorið. Nánari upplýsingar og aðgöngumiðar eru á: www.tendence.messefrankfurt.com info@iceland.messefrankfurt.com Sími: +45 39 40 11 22 26 – 30. 8. 2011 Time for business – time for trends ELDGOS Í GRÍMSVÖTNUM „Þetta er harla ótrúlegt – sandauðn eins langt og augað eygir,“ segir Karl Ólafsson leiðsögumaður, sem hélt að Grímsfjalli á Vatnajökli í fyrradag til að skoða eldvirknina í Grímsvötnum og aðstæður fyrir væntanlega ferðamenn þangað nú í sumar. „Þetta lítur út eins og maður sé kominn í miðja Sahara-eyðimörk- ina uppi á stærsta jökli Evrópu,“ bætir hann við. Brúnleit gjóskan hafi lagst yfir jökulinn og, eðli máls samkvæmt, gjörbreytt ásýnd hans. Hópurinn, tæplega 20 manns á fjórum bílum, fór býsna nálægt gígnum, sem Karl segir að hafi þó verið við það að hverfa þegar fólkið bar að. Þó stóðu reglulega úr honum hundrað metra háir strókar sem fleygðu stærðarinnar grjót- hnullungum tugi metra í loft upp. Karl ræður fólki eindregið frá því að ferðast mikið um svæðið á næstunni. „Það er mjög mikið hættuspil,“ segir hann og ekki nema fyrir vana fjallamenn, og jafnvel þeir skyldu ráðfæra sig við lögreglu og björgunarsveitir áður en lagt er upp. Ástæðuna segir hann vera þá að sjóðheitir grjóthnullungar hafi kastast í loft upp og stungist ofan í ísinn, grafið þar göng og myndað mjög varasöm dý – holrúm undir ísnum, full af drullu og vatni. - sh Karl Ólafsson fór í skoðunarferð upp að gosinu: Eins og að vera í Sahara-eyðimörkinni SANDAUÐN Fólkið ók yfir jökul, sem þó leit ekki lengur út eins og jökull, heldur eyðimörk. MYND/KARL ÓLAFSSON Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti íbúa Kirkjubæj- arklausturs og nágrennis í gærdag, og eyddi nóttinni í bænum. Hann ætlar að halda áfram að heimsækja bóndabæi á svæðinu í dag. Forsetinn segir afar ánægjulegt hve vel hafi tekist að samhæfa hjálparstarf og framlag heima- manna á svæðinu. „Allir hafa lagst á eitt að glíma við þessa erfiðleika og ná áttum. Mér heyrist að það sé nokkur bjart- sýni og léttir að veðráttan hafi hjálpað til á síðasta sólarhring,“ segir Ólafur. „Féð er komið á tún þó þau séu grá og þeir bændur sem við höfum talað við virðast vera léttari í skapi.“ Ólafur Ragnar eyddi fyrstu stundunum á svæðinu á Kirkjubæj- arklaustri og fékk góða lýsingu á því starfi sem þar er unnið. „Það hefur verið hrikaleg reynsla að upplifa þessa daga og auðvitað eiga einhverjir eftir að ná sér að fullu,“ segir hann. Ólafur fór einnig á gosslóðir á síðasta ári og segir að gleðilegt sé að finna hversu gott við- bragðskerfi þjóðin eigi í hörmung- um sem þessum sem tengi saman ólík samtök og einstaklinga. „Það er í raun og veru mikill þjóðarauður í því. Við búum í landi sem á eftir að verða fyrir fleiri atburðum af þessu tagi á næstu áratugum,“ segir Ólafur Ragnar. „Íslenska náttúran heldur áfram að minna á sig og þegar maður sér þessa samhæfðu sveit sem kemur saman úr ólíkum áttum á örskömmum tíma kemur í ljós hve mikill þjóðarauður er í þessu hjálpar- og aðstoðarkerfi.“ - sv Forseti Íslands gisti á Kirkjubæjarklaustri í nótt: Viðbragðskerfið er mikill þjóðarauður FORSETINN Á KLAUSTURHÓLUM Ólafur Ragnar heimsótti dvalarheimilið Klausturhóla og ræddi við elsta íbúann, Bjarna Einarsson, hundrað ára. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Áhöfnin á Ljósafelli fann vel fyrir öskunni úr Grímsvötn- um, þrátt fyrir að vera tæpar 40 mílur frá landi. Skipið varð allt þakið ösku en hún er nú að mestu horfin eftir mikla hjálp frá sjónum. „Það var orðið verulega svart. Þetta var líkt og eins manns ver- öld,“ segir Hávarður Helgason skipstjóri. „Sem betur fer stóð þetta ekki lengi hjá okkur. En við urðum óskaplega fegnir þegar þetta var búið.“ Ljósafell, ásamt tveimur öðrum skipum, var úti á suðvesturhorn- inu á Mýrargrunni á sunnudag- inn síðastliðinn. Tveir aðrir tog- arar voru nær landi og segir Hávarður að áhafnir þeirra hafi lýst ástandinu eins og væri svart- asti vetrarbylur um hábjartan dag. Erfitt hafi verið að greina umhverfið í kring og nærliggj- andi skip hafi vart verið sjáanleg. „Við sáum rétt móta fyrir öðrum skipum, en greindum ekki lengra en um 2 til 3 mílur út,“ segir hann. Áhöfnin gerði ráðstafanir þegar askan lagðist yfir og útbjó ryksíur á öll inntök skipsins. Grímum og gleraugum var deilt á skipsverja, sem eru fimmtán. „Við sluppum þó betur en fólkið á landinu. Þessi stutta heimsókn sem við fengum frá öskunni lagð- ist yfir okkur hægt og rólega, en hún var andskoti þrúgandi meðan á henni stóð,“ segir Hávarður. „Það er skelfileg tilhugsun að lenda í þeirra aðstæðum. Það þarf virkilega mikinn drifkraft til að standa það af sér.“ - sv Áhöfnin á Ljósafelli sá vart næstu skip vegna ösku: „Þetta var líkt og eins manns veröld“ MEÐ GRÍMUR ÚTI Á SJÓ Ljósafellið varð allt þakið ösku skömmu eftir að gosið. MYND/ODDUR SVEINSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.