Fréttablaðið - 26.05.2011, Qupperneq 14
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR14
FRÉTTASKÝRING: Jón Steinsson, lektor í hagfræði, gagnrýnir kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra
MBA-NÁM
ALÞJÓÐLEGT STJÓRNENDANÁM VIÐ HR
www.hr.is
95% útskrifaðra bættu stöðu sína
á vinnumarkaði.
99% sögðust betri starfsmenn.
99% juku sjálfstraust sitt í starfi.
(Viðhorfskönnun MBA nemanda 2002– 2010)
Kynntu þér námið og bókaðu
viðtal hjá verkefnastjóra.
Fjárfestu í sjálfum þér
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir,
verkefnastjóri
hrafnhildur@hr.is
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ
Jón Steinsson, lektor í hag-
fræði við Columbia-háskóla,
hefur sent Alþingi ýtarlega
umsögn um nýtt frumvarp
sjávarútvegsráðherra um
breytingar á kvótakerfinu.
Fréttablaðið heldur áfram
að skoða frumvarpið og
fjallar hér um umsögn Jóns.
Hagfræðingurinn Jón Steinsson,
lektor við Columbia-háskóla í
Bandaríkjunum, hefur töluvert
skrifað um mögulegur breyting-
ar á fiskveiðistjórnunarkerfinu
á síðustu misserum. Jón hefur
talað fyrir svokallaðri leigutil-
boðsleið, sem er útfærsla á fyrn-
ingarleiðinni sem ríkisstjórn-
i n h u g ð i s t
upphaflega fara
í breytingum á
kvótakerfinu,
en tilboðsleiðin
var sett fram
af Jóni og Þor-
keli Helgasyni
stærðfræðingi.
Þá hefur Jón
stungið upp á
því að deilurnar um kvótakerf-
ið verði til lykta leiddar með
þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem
kosið yrði á milli frumvarps frá
ríkisstjórninni og frumvarps
frá Landssambandi íslenskra
útvegsmanna.
Jón gerir margvíslegar athuga-
semdir við fyrirliggjandi frum-
varp í umsögninni. Hann er
afar gagnrýninn á bann við veð-
setningu aflaheimilda og þær
takmarkanir sem gerðar eru á
framsali samkvæmt frumvarp-
inu. Hann óttast jafnframt að
með frumvarpinu séu sjávar-
útvegsráðherra færð of víðtæk
völd til þess að haga stjórn fisk-
veiða eftir eigin höfði. Loks telur
hann frumvarpið skapa töluverða
óvissu um framtíð greinarinnar
þar sem það mun einungis gilda
í mest 23 ár verði það að lögum.
Þá setur Jón fram mat á því hve
hátt veiðigjald sjávarútvegurinn
þolir og því hvernig auðlinda-
arðurinn í sjávarútvegi skiptist
milli hins opinbera og útgerðar-
innar verði frumvarpið að veru-
leika og jafnframt hve mikið
af hlut hins opinbera rynni til
byggðamála. Auðlindaarð eða
auðlindarentu má skilgreina sem
þann hagnað sem til verður við
nýtingu takmarkaðrar auðlindar
umfram það sem tíðkast í öðrum
greinum en samkvæmt viðtekn-
um kenningum hefur skattlagning
rentu mun minni skaðleg áhrif en
annars konar skattlagning.
Hvernig skiptist auðlindarentan?
Verði fyrirliggjandi frumvarp að
lögum er það mat Jóns að um 30
prósent af auðlindaarðinum verði
innheimt í gegnum veiðigjald og
í gegnum uppboð á veiðiheim-
ildum á svokölluðu kvótaþingi.
Skilar veiðigjald 20 prósentum
og uppboð 10 prósentum. Þar að
auki verður 5 prósentum af auð-
lindaarðinum varið til byggða-
mála í gegnum strandveiðipott og
byggðapott. Eftir standa því 65
prósent af auðlindaarðinum sem
verða áfram í höndum núverandi
handhafa.
Jón varar hins vegar við því
að töluverð hætta sé á samráði í
uppboðum á aflaheimildum, ekki
síst þar sem fáir aðilar ráða yfir
stærstum hluta heimilda eins og
gildir um loðnu, síld og makríl
hér á landi. Uppboðin þurfi því
að hanna með það að markmiði að
lágmarka hættuna á samráði.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra og aðrir forystu-
menn ríkisstjórnarinnar hafa
ítrekað lýst því yfir að sann-
gjarn hluti auðlindaarðsins af
sjávarútveginum eigi að renna
til þjóðarinnar. Jón bætir því við
í mati sínu að samkvæmt frum-
varpinu séu þessi 30 til 35 prósent
því sá hluti.
Óhagkvæmni aukin
Jón telur nokkra þætti frumvarps-
ins líklega til að auka óhagkvæmni
í sjávarútvegi til muna. Fyrir það
fyrsta er það mat Jóns að sá hluti
kvóta sem ráðstafað er til strand-
veiða og sem byggðakvóta muni
aukast um 50 prósent frá því sem
nú er og verða um 5 prósent af
heildarkvóta. Þessi ráðstöfun, og
þar með aukningin, valdi veru-
legu fráviki frá hagkvæmri stjórn
fiskveiða. Strandveiðar séu í raun
veiðar þar sem keppst er um að ná
sem mestu á land áður en pottur-
inn klárast en slíkri hegðun fylgi
offjárfesting og sóun. Byggðakvót-
ar séu aftur á móti veittir á póli-
tískum forsendum og víki þar með
frá hagkvæmnissjónarmiðum. Þá
sé hægt að ná fram sömu mark-
miðum á hagkvæmari máta.
Í frumvarpinu eru settar veru-
legar takmarkanir við framsal
á aflaheimildum og veðsetning
þeirra bönnuð. Jón segir þessi
ákvæði afskaplega óskynsamleg.
Verði beint framsal bannað muni
menn selja sig út úr greininni
óbeint með því að selja fyrirtæk-
in sem hafa aflaheimildir í stað
heimildanna sjálfra. Bann við
veðsetningu geri nýliðum erfið-
ara fyrir að hasla sér völl í grein-
inni þar sem það geri fjármögnun
kaupa á útgerðarfyrirtækjum og
aflaheimildum erfiðari en ella.
Bannið dragi því úr hagræðingu
í sjávarútvegi og til lengri tíma
þeim ábata sem þjóðin hefur af
fiskveiðum.
Breytingar á veiðigjaldi
Í frumvarpi sjávarútvegsráð-
herra felst sú breyting að útreikn-
ingar á upphæð veiðigjaldsins í
sjávarútvegi skuli grundvallast á
aflaverðmæti margfölduðu með
sama hlutfalli og hlutfall vergr-
ar hlutdeildar fjármagns er í
rekstraryfirliti fiskveiða sem Hag-
stofan birtir. Jón telur þá breytingu
til bóta en um sé að ræða ágæt-
an mælikvarða á auðlindaarðinn
í sjávarútvegi. Þó þurfi að hafa í
huga að útgerðir hafa sterka hvata
vegna hlutaskiptakerfis sjómanna
til að selja afla til tengdra aðilda á
undirverði. Þannig geti þeir fært
hluta auðlindaarðsins til vinnsl-
unnar til dæmis en þar með nær
veiðigjaldið ekki til nema hluta
auðlindaarðsins. Á móti kemur að
ársgreiðsla sem miðast við eðlileg-
an arð af skipum, frystihúsum og
öðrum fjárfestingum er ekki dreg-
in frá þegar veiðigjaldið er reikn-
að út. Með ofangreint í huga er
það mat Jóns að veiðigjaldið muni
jafngilda 25 prósent af auðlinda-
arðinum sem verður til við veiðar
aflaheimilda sem úthlutað er með
nýtingarsamningum. Þá megi telja
ólíklegt að slíkt gjald hafi merkj-
anleg áhrif á rekstrarskilyrði í
greininni.
Frumvarpið eykur óhagkvæmni
Magnús Þorlákur
Lúðvíksson
magnusl@frettabladid.is
SJÁVARÚTVEGUR Jón telur ljóst að hækkun veiðigjalds hafi engin áhrif á framtíðarrekstrargrundvöll sjávarútvegsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
JÓN STEINSSON
Í greinargerð sinni tekur Jón upp spurninguna hve hátt veiðigjald sjávarút-
vegurinn þolir. Hann segir að hægt sé að svara þeirri spurningu á tvennan
hátt. Sé markmiðið að tryggja að veiðigjaldið hamli ekki hagkvæmri fjár-
festingu í greininni almennt þurfi veiðigjaldið að taka mið af auðlindaarð-
inum. Engin hætta sé hins vegar á því að það veiðigjald sem frumvarpið
gerir ráð fyrir íþyngi greininni það mikið að það hafi áhrif á fjárfestingar og
rekstur til lengri tíma.
Sé hins vegar litið á málið út frá sjónarhóli núverandi eigenda sjávarút-
vegsfyrirtækja í stað rekstrargrundvallar í greininni sé svarið annað. Jón telur
þó hinn raunverulega vanda vera að mörg fyrirtæki í greininni hafa skuldsett
sig upp í topp og muni því líklega þurfa að ganga í gegnum fjárhagslega
endur skipulagningu verði veiðigjaldið hækkað. Erfitt sé hins vegar að meta
hve mikið sé hægt að hækka veiðigjaldið áður en þau fyrirtæki þyrftu að
fara í endurskipulagningu. Slík endurskipulagning komi hins vegar ekki niður
á starfsfólki fyrirtækjanna eða starfsemi þeirra að nokkru leyti. Því eigi að
vera nokkurt rúm til að hækka veiðigjaldið.
Hve mikið veiðigjald þolir útgerðin?