Fréttablaðið - 26.05.2011, Side 24

Fréttablaðið - 26.05.2011, Side 24
24 26. maí 2011 FIMMTUDAGUR Hrunið leiddi í ljós hvernig völd þjappast á hendur fárra þegar ekki er gætt að reglum lýðræðisins. Stjórnmálamenn og bankastjórar sögðu allt í himnalagi. Ráðamenn blekktu almenning. Fundir að nætur- lagi voru sagðir ósköp eðlilegir. Svo hrundi allt saman og sann- leikurinn kom fram í dagsljósið. Ekki einu sinni ráðherra banka- mála fékk að vita hvað var að gerast. Aðkoma almennings var og er engin, enda hagkerfið undanskilið leikreglum lýðræðis- ins og vald ríkisvaldsins í hönd- um örfárra stjórnmálamanna. Byrðarnar af hruninu lentu svo að sjálfsögðu á herðum almenn- ings en einkavæddi gróðinn ligg- ur að stórum hluta óhreyfður og safnar vöxtum á bók. Brest- irnir í lýðræðinu blöstu við og í búsáhaldabyltingunni var kallað eftir nýju lýðræði. Nú eru liðin tæp þrjú ár frá hruninu og og rétt að fara yfir stöðu mála. Byrjum á hagkerfinu. Öll fyrir- tækin, hagkerfið sjálft er undan- skilið leikreglum lýðræðisins; að allir hafi jöfn áhrif, séu metnir jafnt, eitt atkvæði á mann. Í hag- kerfinu er það þannig að pen- ingar eru atkvæði og fámennur hópur á mest af peningunum og þar með miklu fleiri atkvæði en langstærstur hluti almennings. Atkvæðavægi er ójafnt. Þar fyrir utan hefur almenningur engin völd í þeim fyrirtækjum og stofn- unum sem hann starfar hjá, þar eru öll atkvæðin hjá eigendum fyrirtækisins, engin hjá starfs- mönnum. Í lýðræðisríkjum nýtur hagkerfið undanþágu frá reglum lýðræðisins. Svo er það ríkisvaldið. Sú leið að almenningur kjósi á fjögurra ára fresti fulltrúa úr stjórnmála- flokkum er ein veikasta mynd lýðræðis sem völ er á. Rann- sóknir sýna að völd þjappast saman í stjórnmálaflokkum þar sem lokaðir hópar há valdabar- áttu. Stjórnmálaflokkarnir eru að miklu leyti háðir fjárstyrkj- um frá fyrirtækjum. Þrískipting ríkisvaldsins á að tryggja lág- marksdreifingu á valdi. Á Íslandi er þessi lágmarksdreifing ekki tryggð því stjórnmálaflokkarnir við völd á Alþingi (löggjafarvald- ið) skipa ráðherra (framkvæmd- arvaldið) og dómara (dómsvald- ið). Löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldið er beint og óbeint í höndum fámenns hóps stjórn- málamanna. Aðkoma almenn- ings að sameiginlegum ákvörð- unum er lítil sem engin. Við fáum ekki einu sinni að fylgjast með þar sem fundir stjórnmálamanna eru lokaðir, engar fundargerðir haldnar og allar upplýsingar um ákvarðanatökuna undanskildar upplýsingalögum. Er þetta lýðræði? Getum við ekki gert betur? Má ekki dreifa valdinu ögn betur og tryggja aðkomu almennings að ákvarð- anatöku? Auðvitað er það mögu- legt! Til eru fjölmargar leiðir til þess að dýpka lýðræðið – leið- ir sem hafa verið reyndar með góðum árangri erlendis. Tökum þrjú dæmi. Í Porto Alegre í Brasilíu ákveð- ur almenningur í gegnum lýðræð- islegt ferli hvernig fjármunum borgarinnar er varið. Reynslan er sú að fjármunir hafa færst frá ríkari svæðum til fátækari, gras- rótarstarf efldist og spilling hvarf enda ferlið gagnsætt og opið. Í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað borgaraþing með slembivali og jöfnum kynjahlut- föllum sem vann tillögur að breyt- ingum á kosningalöggjöfinni. Stjórn skólamála í Chicago er að stórum hluta í höndum kjör- inna hverfisráða, þar sem for- eldrar, almenningur, kennarar og nemendur ráða skólastjóra og móta stefnu skólanna. Lýðræðisfélagið Alda hefur sent Stjórnlagaráði tillögur um hvern- ig megi dýpka og efla lýðræðið. Tillögurnar má lesa á vefsvæði félagsins (lydraedi.wordpress. com) eða á vef Stjórnlagaráðs. Er þetta lýðræði? Getum við ekki gert betur? Má ekki dreifa valdinu ögn betur og tryggja aðkomu al- mennings að ákvarðana- töku? Auðvitað er það mögulegt! Til eru fjöl- margar leiðir til þess að dýpka lýðræðið – leiðir sem hafa verið reyndar með góðum árangri erlendis. Þörf er á breyttum áherslum við meðhöndlun geðraskana á Íslandi. Lítt hefur dregið úr tíðni þeirra þrátt fyrir að Íslendingar séu ötulli en margar þjóðir að meðhöndla þær – með lyfjum. Aðeins lítill hluti þeirra sem þjáist af kvíða og þunglyndi fær fullnægjandi meðferð og veldur þunglyndi helmings- aukningu á fjarvistum frá vinnu og er fjórða algengasta orsök örorku. Þá eru kvíðaraskanir þrálátar í eðli sínu og geta varað svo áratugum skiptir sé ekk- ert að gert. Þessar afleiðingar eru samfélaginu dýrkeyptar, auk þeirra þjáninga og skerð- inga á lífsgæðum sem geðrask- anir valda einstaklingnum og aðstandendum hans. Þessi staða mála er sláandi í ljósi þess að til eru gagnreynd meðferðarform sem skila góðum árangri. Mælt er með gagn- reyndri sálfræðimeðferð eins og hugrænni atferlismeðferð (HAM) sem fyrsta inngripi við kvíða og þunglyndi af breskum heilbrigðisyfirvöldum (NICE) og reiknuðu Bretar það út að það myndi borga sig upp á 2-5 árum að þjálfa upp 8000 með- ferðaraðila til að veita þessa meðferð þar sem færri færu á örorkubætur og auknar tekjur kæmu til með sköttum fólks sem annars væri óvinnufært. Hefur þetta gengið eftir og eru Norð- menn nú að feta í fótspor Breta. Á Íslandi er aðgengi fólks að sál- fræðimeðferð hins vegar enn takmarkað þar sem heilbrigðis- yfirvöld hafa ekki séð sér fært að niðurgreiða meðferð hjá sál- fræðingum þó lyfjameðferð sé niðurgreidd. Hugræn atferlismeðferð á Íslandi Íslendingar eru framarlega í að mennta og þjálfa meðferðar- aðila í HAM sem er forsenda þess að unnt sé að bæta aðgengi hérlendis að þessari meðferð. Félag um hugræna atferlismeð- ferð (www.ham.is), sem nú telur yfir 200 félagsmenn, hefur á undanförnum árum staðið að sérnámi í hugrænni atferlismeð- ferð við Endurmenntun Háskóla Íslands í samvinnu við Oxford Cognitive Therapy Centre og fer námið aftur af stað í haust. Árlega ljúka hlutfallslega helm- ingi fleiri meðferðaraðilar þess- ari sérmenntun hér á landi en á Bretlandi sem þýðir að unnt er að bæta aðgengið að þessari meðferð með minni tilkostnaði hérlendis. Það er mikil gróska í HAM á Íslandi og verður Evrópuráðstefna um hugræna atferlismeðferð haldin í Reykja- vík í haust þar sem fjölmargir af færustu meðferðaraðilum heims halda vinnustofur og kynna nýjustu rannsóknir á sviðinu. Með því að gera fleiri Íslend- ingum kleift að nýta sér þetta meðferðarform má ná meiri árangri við meðhöndlun geð- raskana og spara útgjöld þegar til lengri tíma er litið. Aukið aðgengi að sálfræðimeðferð Heilbrigðismál Inga Hrefna Jónsdóttir sérfræðingur í klínískri sálfræði Sóley Dröfn Davíðsdóttir sérfræðingur í klínískri sálfræði Lýðræðið Stjórnmál Kristinn Már Ársælsson stjórnarmaður í Lýðræðisfélaginu Öldu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.