Fréttablaðið - 26.05.2011, Page 42

Fréttablaðið - 26.05.2011, Page 42
Farðu snemma að sofa Þá meinum við virkilega snemma; upp úr átta. Þá nærðu fjögurra tíma svefni áður en leikur hefst, getur horft á hann og lagt þig svo í fjóra tíma eftir leik. Átta tíma svefn, hinn full- komni glæpur. Plataðu yfirmann- inn Hringdu inn og segðu að þú sért veikur. Það þýðir ekki að segja að þú sért með kvef eða annað smá- vægilegt, úrslitakeppnin er rétt að byrja og þú verður ljúga upp veikindum sem duga í nokkrar vikur. Drekktu kaffi Mjög mikið kaffi. Þá þarftu ekkert að sofa og getur horft á leikina og verið sá hressi í vinnunni. Popp getur þó ekki borið ábyrgð á heilsukvillum sem fylgja þessu ráði. Fáðu vinnu hjá NBA-liði Fáðu vinnu hjá Miami Heat, þá geturðu fylgst með leikjunum á launum – hvort sem þú verður húsvörður eða vatnsberi. Notaðu augntangir Spenntu augntangir á augnlokin. Þær halda augunum opnum í vinnunni eftir langa nótt og enginn fattar að þú ert í raun sofandi. 1 2 3 4 5 TIL AÐ HORFA Á ÚRSLITAKEPPNI NBA ÁN ÞESS AÐ MISSA VINNUNA.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.