Fréttablaðið - 26.05.2011, Qupperneq 50
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR30 30
menning@frettabladid.is
Tæplega þrjátíu verk
frönsk-amerísku myndlist-
arkonunnar Louise Bour-
geois verða til sýnis á sýn-
ingunni Kona, sem opnuð
verður í Listasafni Íslands
á laugardag. Bourgeois
hefði orðið hundrað ára í ár.
Nýjasta verkið er frá 2006
og hefur aldrei komið fyrir
sjónir almennings áður.
Louise Bourgeois er eitt fremsta
nafn í sögu myndlistar á 20. öld
og ferill hennar einn sá óvenju-
legasti. Hún vann ötullega að
list sinni frá þrítugsaldri en
mátti bíða fram á áttræðisald-
ur til að komast til alþjóðlegrar
frægðar, en þá fór jafnframt í
hönd frjóasta tímabil hennar að
margra mati.
„Bourgeois var mjög merkileg
að því leyti að hún varð betri eftir
því sem hún varð eldri,“ segir
Halldór Björn
Runólfsson,
safnstjóri Lista-
safns Íslands.
„Hún sló í gegn
þegar hún fékk
einkasýningu
á Museum of
Modern A rt
í Bandaríkj-
unum, 1981 þá
orðin 71 árs. Í
kjölfarið byrjaði hún á innsetn-
ingunum sem hún varð einkum
þekkt fyrir; „klefunum“ svo-
nefndu. Árið 1992 sýndi hún verk-
ið Precious Liquids; rummungs-
klefa sem var settur upp eins og
gríðarstór vatnstankur; inni í
honum var járnrúm og við hlið-
ina tilraunaflöskur með ýmsum
vökvum í. Verkið var eins og
hnefahögg í andlit þeirra sem
skoðuðu. Hún var orðin 81 árs
en eftir það komu klefarnir á
færibandi.“
Á sýningu Listasafnsins verða
tveir klefar til sýnis, Klefi númer
7 frá 1998, og Klefi (Svartir
dagar) frá 2006 en sá síðar-
nefndi hefur aldrei verið sýndur
á opinberri sýningu áður.
„Sem er í sjálfu sér heims-
viðburður, hún er listamaður af
þeirri stærðargráðu,“ segir Hall-
dór. Auk innsetninganna verða á
sýningunni höggmyndir, en jafn-
framt málverk, teikningar og
vefmyndir.
Bourgeois dró aldrei fjöður
yfir það að listsköpun hennar var
sjálfsævisöguleg og var sífellt
að vinna með erfiða æsku; þegar
hún var tíu ára flutti kennslukona
á heimilið sem hún hafði dálæti á,
þar til hún komst að því að hún átti
í ástarsambandi við föður hennar.
„Þetta var Louise mikið áfall,“
segir Halldór, „og ekki síður að
við tók mikil svikamylla milli for-
eldra hennar, sem notuðu barnið
til að njósna um hvort annað og
fleira í þeim dúr. Þetta var hálf-
gerð misnotkun og andrúmsloftið
á heimilinu var þrúgandi. Bour-
geois komst aldrei yfir þetta; á
seinni hluta ferilsins fékk hún
þetta nánast á heilann og gerði í
framhaldinu sín merkustu verk.“
Bourgeois lést í fyrra en hefði
orðið hundrað ára á jóladag í ár
hefði hún lifað. Halldór hefur
unnið að undirbúningi sýningar-
innar undanfarin tvö ár og litlu
mátti muna að hann hitti Bour-
geois áður en hún kvaddi.
„Það var búið að koma á sam-
bandi á milli okkar og til stóð að
við hittumst en því miður féll
hún frá áður en af því gat orðið.
Hún vann fram í andlátið og varð
djarfari með árunum, stórtækari
og dramatískari og var á hápunkt-
inum þegar hún lést.“
Spurður hvað skýri áhrif og vin-
sældir Bourgeois, segir Halldór
engum listamanni hafa tekist jafn
vel að sameina nútímalist, eins og
hún var fram á 7. áratuginn og
samtímalist eins og hún þróaðist
eftir það.
„Það er enginn listamaður sem
fær mann til að skilja betur sam-
hengið í 20. öld og hún. Ég get
varla útskýrt hversu merkilegur
viðburður þessi sýning er; ekki
síst í ljósi þess að þetta er aldar-
afmælið og ásóknin í verk henn-
ar er gríðarleg. Þetta er einstakt
tækifæri.“
Verkin á sýningunni koma úr
einkasafni Ursulu Hauser í Sviss,
Hauser & Wirth, Louise Bourgeois
Trust í New York og úr einkasöfn-
um. Aðalsýningarstjóri er Laura
Bechter, sýningarstjóri Einka-
safns Hauser & Wirth. Sýningin er
á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík
2011. bergsteinn@frettabladid.is
Í klefa harmrænnar æsku
HALLDÓR B.
RUNÓLFSSON
Í HNOTSKURN
Louise Bourgeois fæddist í Frakklandi
árið 1911 en settist að í New York árið
1938 og gerðist bandarískur ríkisborgari.
Hún var gift bandaríska listfræðingnum
Robert Goldwater.
Bourgeois hóf feril sinn sem málari
en sneri sér að höggmyndalist í stríðs-
lok. Í framhaldinu uppgötvaði hún
mátt innsetninga um 1950, þar sem
aðskilin listaverk eru tengd innbyrðis.
Frægust var hún fyrir innsetningar sínar,
sem hún kallaði klefa (Cells) sem og
kóngulóaskúlptúra, sem hún vann mikið
með á tíunda áratugnum og fram til
dauðadags.
Hún og maður hennar voru virk í jafn-
réttisbaráttu kynjanna og fyrir andlátið
lagði Bourgeois réttindabaráttu samkyn-
hneigðra lið. Hún lést í New York í fyrra.
LOUISE BOURGEOIS, KLEFI (SVARTIR DAGAR) Innsetninguna Klefi (Svartir dagar) gerði Bourgeois árið 2006, fjórum árum fyrir
andlátið, en hún hefur aldrei komið fyrir augu almennings fyrr en á sýningunni í Listasafni Íslands á laugardag.
2006 © LOUISE BOURGEOIS TRUST. MEÐ LEYFI HAUSER & WIRTH AND CHEIM & READ. LJÓSMYND, CHRISTOPHER BURKE
TENÓRAR Í HÖRPU Tenórarnir þrír og einn í útrás, Garðar Thór Cortes, Gissur Páll, Jóhann Friðgeir og Snorri Wium, halda auka-
tónleika föstudagskvöldið 3. júní í Norðurljósum í Hörpu. Þeir héldu tónleika í Gamla bíói fyrir fullu húsi í lok apríl. Nú endurtaka þeir leikinn
í Hörpu ásamt gestunum Diddú, Óskari Péturssyni og Óperukórnum í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes, auk píanóleikaranna Jónasar
Þóris og Antoníu Hevesi.
Guðrún Kvaran, prófessor og
sviðsstjóri á Stofnun Árna Magnús-
sonar í íslenskum fræðum, gengur
um Þingholtin og rifjar upp sögur
úr norrænni goðafræði á laugar-
daginn. Í göngunni ætlar Guðrún
að fjalla um nöfn goðanna og vin-
sældir þeirra í nafngjöfum síðari
tíma.
Þá verður haldið lengra austur
og rætt um kappa úr Íslendinga-
sögum og Landnámu og nöfn
þeirra og notkun í samtímanum.
Gangan er samvinnuverkefni við
Ferðafélag Íslands og liður í aldar-
afmælisdagskrá Háskóla Íslands.
Hún hefst klukkan 14 á laugardag,
28. maí, á malarbílastæði Háskóla
Íslands fyrir neðan Aðalbyggingu
og lýkur á sama stað og lagt er upp.
Goðafræði í götum
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Handbók um íslensku
Jóhannes B. Sigtryggsson ritst.
25 gönguleiðir á Hvalfjarðarsv.
Reynir Ingibjartsson
Ég man þig - kilja
Yrsa Sigurðardóttir
Engan þarf að öfunda
Barbara Demick
Léttara og betra líf
Lene Hansson
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
18.05.11 - 24.05.11
Matur sem yngir og eflir
Þorbjörg Hafsteinsdóttir
25 gönguleiðir á höfuðborsv.
Reynir Ingibjartsson
Íslenzkir þjóðhættir
Jónas Jónasson
Eyjafjallajökull
Ari Trausti og Ragnar TH.
Kjarni málsins
Hannes H. Gissurason