Fréttablaðið - 26.05.2011, Side 54

Fréttablaðið - 26.05.2011, Side 54
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR34 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Ein af ferskari og skemmtilegri plötum síðustu ára er fyrsta plata bandarísku hljómsveitarinnar Battles, Mirrored, sem kom út árið 2007. Tónlistin á henni var mjög tilraunakennd og stundum kölluð stærðfræðirokk vegna þess hve flókin hún var að samsetningu. Mirro- red var ofarlega á listum helstu tónlist- armiðla yfir plötur ársins 2007, en síðan hefur lítið heyrst frá sveitinni. Á því verður þó breyting þegar önnur platan Gloss Drop kemur út 6. júni nk. Battles var stofnuð í New York árið 2002. Sveitin gaf út nokkrar EP plötur, en gerði samning við bresku plötuútgáf- una Warp í febrúar 2006. Eftir útkomu smáskífunnar Atlas og stóru plötunnar Mirrored var Battles á allra vörum. Það gekk þó hægt að koma saman plötu númer tvö og í ágúst í fyrra tilkynnti Battles að einn af meðlimunum, Tyondai Braxton, söngvari, gítar- og hljómborðs- leikari, væri hættur til þess að ein- beita sér að sólóferli. Hans skarð var ekki fyllt og því eru hljómsveitarmeð- limir bara þrír á nýju plötunni. Brott- hvarf hans varð samt til þess að sveitin fékk fjóra gestasöngvara til liðs við sig á nýju plötunni. Mathias Aguayo syngur fyrsta smáskífulagið Ice Cream, Kazu Makino úr Blonde Redhead syngur eitt lag, Yamantake Eye úr Boredoms syngur meistaraverkið Sundome og gamli syntapopparinn Gary Numan syngur eitt. Tónlistin veldur aðdáendum Battles ekki vonbrigðum. Krafturinn er mikill og progg-áhrifin eru sterkari en nokkru sinni fyrr. Á köflum hljómar sveitin eins og dansvæn og ofursvöl útgáfa af progg-brim- drekanum Emerson Lake & Palmer! Snilldarplata. Hiklaust ein af betri plötum ársins til þessa! Vel heppnað framhald Skemmtanadrottningin Inga á Nasa fer sínar eigin leiðir í lífinu Bandaríska hljómsveitin Death Cab for Cutie er mætt með sína sjöundu hljóðversplötu. Heimilið er þar í aðalhlutverki. Sjöunda hljóðversplata banda- rísku indíhljómsveitarinnar Death Cab for Cutie kemur út í næstu viku. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu síðustu plötu, Narrow Stairs, sem fékk fínar viðtökur víðast hvar. Death Cab for Cutie var stofnuð í borginni Bellingham í Washing- ton-ríki árið 1997. Hljómsveitin var upphaflega sólóverkefni Bens Gibbard á sama tíma og hann var gítarleikari í bandinu Pinwheel auk þess sem hann tók upp lög undir nafninu All-Time Quarter- backs. Fyrsta útgáfa Death Cab for Cutie, kassettan You Can Play These Songs with Chords, gekk betur en búist var við og í fram- haldinu hóaði Gibbard í gítar- leikarann Chris Walla, Nick Har- mer bassaleikara og Nathan Good trommara, sem síðar hætti í band- inu, og ákvað að stofna alvöru hljómsveit. Fyrsta stóra platan, Something About Airplanes, kom út árið 1998 og fékk góða dóma innan óháðu tónlistarsenunnar. Tveimur árum síðar kom út næsta plata, We Have the Facts and We’re Voting Yes, og önnur fylgdi á eftir tveimur árum síðar, The Photo Album. Á þessum tíma var Death Cab for Cutie farin að vekja athygli fyrir melódískt og vel samið gítarpopp sitt með áhugaverðum textum Gibbards og eftir útgáfu Transatlanticism árið 2003 samdi sveitin við útgáfu- risann Atlantic. Það kom ekki á óvart enda höfðu lög af Transatl- anticism heyrst víða, þar á meðal í sjónvarpsþáttunum The O.C., Six Feet Under og CSI Miami, auk þess að hljóma í gamanmyndinni vinsælu Wedding Crashers. Fyrsta platan undir merkjum Atlantic, Plans, kom út 2005 og var hún töluvert poppaðari en sú síðasta. Hún varð fyrsta plata Death Cab for Cutie til að ná plat- ínusölu, eða einni milljón eintaka, og var tilnefnd til Grammy-verð- launanna sem besta „alternative“- platan. Narrow Stairs fylgdi í kjölfar- ið árið 2008 og var fyrsta plata sveitarinnar til að ná efsta sæti Billboard-listans. Hún var vel heppnuð en eilítið myrkari en Plans, enda var Gibbard að ganga í gegnum erfiðleika í einka- lífi sínu. Á nýju plötunni, Codes and Keys, er léttleikinn orðinn meiri, en bæði Gibbard og Walla hafa lýst því yfir að gítarinn hafi aldrei verið eins lítið áberandi og núna. Fyrsta smáskífulagið, hið grípandi You Are a Tourist, ber þó ekki vott um það. „Mér finnst vera heimilislegt yfirbragð á plöt- unni, líklega vegna breytinganna í lífi mínu,“ sagði Gibbard. „Ég flutti frá Seattle til Los Ange- les og gekk í hjónaband. Ég hef enduruppgötvað hvaða þýðingu orðið heimili hefur fyrir mér.“ freyr@frettabladid.is DEATH CAB FOR CUTIE Sjöunda hljóðversplata Death Cab for Cutie kemur út eftir helgi. NORDICPHOTOS/GETTY Arabian Horse ★★★★ Gusgus Góðir söngvarar og flottur hljómur einkenna poppuðustu Gusgus-plöt- una í langan tíma. - TJ Væntanleg sólóplata Thurstons Moore, forsprakka Sonic Youth, hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum. Platan nefnist Demolished Thoughts og er hans fjórða á ferlinum. Upptöku- stjóri var tónlistarmaðurinn Beck og útkoman er ekkert lík tilraunarokki Sonic Youth. Þess í stað eru þjóðlagaáhrifin áber- andi þar sem kassagítarspil, kryddað með strengjahljóðfær- um, spilar stærstu rulluna. Tónlistarsíðan Pitchfork gefur plötunni 8,1 í einkunn af 10 mögulegum. Þar segir að þrátt fyrir að Moore sé orðinn 53 ára hljómi platan eins og fersk- ur frumburður. „Margir ákveða að hætta eftir þrjá- tíu ára feril en Moore hefur bætt enn einni rósinni í hnappagat sitt.“ Breska blaðið The Guardian gefur plöt- unni fjórar stjörnur og þar segir gagnrýnandinn að líkindi megi finna með henni og plötu Beck, Sea Change. Gagnrýnandi BBC er einnig jákvæður og segir að Moore sé bæði óútreiknanlegur og pönkaður tónlistar- maður. Heimilislegt yfirbragð > PLATA VIKUNNAR Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 19. - 25. maí 2011 LAGALISTINN Vikuna 19. - 25. maí 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Adele ...................................................Someone Like You 2 Bruno Mars .......................................................Lazy Song 3 A Friend In London ............................... New Tomorrow 4 Vinir Sjonna.............................................. Coming Home 5 Megas & Senuþjófarnir ...Lengi skal manninn reyna 6 Ell & Nikki ...............................................Running Scared 7 Valdimar ..............................................................Yfirgefinn 8 Bubbi Morthens................................................... Ísabella 9 Bubbi Morthens.................................Blik augna þinna 10 Steindi JR & Ásgeir ................................Djamm í kvöld Sæti Flytjandi Plata 1 Ýmsir .....Eurovision Song Contest 2011: Düsseldorf 2 Magnús og Jóhann ...............Ástin og lífið 1971-2011 3 Andrea & Blúsmenn .........................Rain On Me Rain 4 Víkingur Heiðar Ólafsson ..................... Bach / Chopin 5 Valdimar ............................................................Undraland 6 Jonas Kaufmann ....................................Romantic Arias 7 Jonas Kaufmann .......................................Verismo Arias 8 Ýmsir .........................Gleðibankinn: 25 ár í Eurovision 9 Adele .................................................................................. 21 10 Megas og Senuþjófarnir ..... (Hugboð) um vandræði ÖFLUGIR Önnur plata New York sveitarinnar Battles kemur út 6. júní > Í SPILARANUM Arctic Monkeys - Suck It And See Lady Gaga - Born This Way Lögreglukórinn - GAS Puzzle Muteson - En Garde Mógil - Í stillunni hljómar Ferskt þjóðlagapopp

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.