Fréttablaðið - 26.05.2011, Síða 59

Fréttablaðið - 26.05.2011, Síða 59
FIMMTUDAGUR 26. maí 2011 39 Leikarinn Jack Nicholson brosir breitt þessa dagana en dóttir hans, hin danska Honey Hollman, eign- aðist son á dögunum og gerði því hinn 74 ára gamla leikara að afa. Nicholson er þekktur fyrir kven- semi sína en hann á fjögur börn með þremur konum og er Holly afrakstur sambands Nicholson við dönsku fyrirsætuna Winnie Hollman árið 1981. Feðginin eru náin og hefur Honey verið með annan fótinn hjá pabba sínum í Hollywood síðan hún var lítil. Fékk danskt barnabarn BROSMILDUR AFI Jack Nicholson eignað- ist sitt fyrsta danska barnabarn rétt eftir 74 ára afmælið. NORDICPHOTOS/GETTY Tennisstjarnan og fyrirsætan Anna Kournikova ætlar að koma sér aftur í sviðsljósið en hún hefur tekið að sér að vera þjálf- ari í raunveruleikaþáttunum The Biggest Loser. Kournikova á eflaust eftir að lokka til sín áhorfendur enda hefur hún verið efst á ýmsum listum yfir kynþokkafyllstu konur heims undanfarin ár. Tennisstjarnan tekur þar við af þjálfaranum Jillian Michaels, en þættirnir ganga út á að fylgst er með hópi fólks takast á við offitu í samstarfi við þrautreynda þjálfara og næringarfræðinga. Í The Biggest Loser Þýska hljómsveitin Die Ukrainiens heldur tvenna tónleika um helgina. Þeir fyrri verða á Faktorý á föstu- dagskvöld og þeir seinni verða á Vertinum á Hvammstanga á laug- ardagskvöld. Die Ukrainiens er frá Dresden í Þýskalandi og hefur tón- list hennar verið lýst sem blöndu af Rússadiskói og Balkantónlist. Lög sveitarinnar eru ýmist þekkt þjóð- og popplög frá Rúss- landi, Úkraínu og öðrum Aust- ur-Evrópulöndum eða frumsam- in lög. Tónleikar Die Ukrainiens þykja kraftmiklir og dansvænir og minna um margt á austur-evr- ópsk brúðkaup og/eða jarðarfarir. Þýsk hljómsveit með tónleika TVENNIR TÓNLEIKAR Þýska hljómsveitin Die Ukrainiens spilar á Íslandi um helgina. TENNISSTJARNA Í SJÓNVARPIÐ Hin rúss- neska Anna Kournikova ætlar að hjápa þátttakendum í The Biggest Loser að losna við aukakílóin. NORDICPHOTOS/GETTY Órafmögnuð tónleikaröð hefst í Hvítu perlunni í kvöld þar sem vefsíðan Gogoyoko fær uppá- haldshljómsveitirnar sínar til að setja bestu lög sín í nýjan búning. Tónleikarnir verða festir á filmu og gefnir út á mynddiski fyrir næstu jól. Hljómsveitin Hjálmar, sem gefur út nýja plötu í haust, ríður á vaðið og spilar lögin sín órafmögnuð. Aðeins eitt hundrað miðar verða í boði á tónleikana og fer miðasala fram í versluninni 12 Tónum. Hjálmar án rafmagns SIGURÐUR GUÐMUNDSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.