Fréttablaðið - 26.05.2011, Page 65
FIMMTUDAGUR 26. maí 2011 45
FÓTBOLTI Allt útlit er fyrir að
Spánverjinn David de Gea,
markvörður Atletico Madrid,
verði næsti aðalmarkvörður
Englandsmeistara Manchester
United. Kaupverðið er talið vera
um 21 milljón evra, sem gerir
hann að dýrasta markverði
Bretlandseyja.
Að sögn Sir Alex Ferguson,
þjálfara United, hefur hinn
tvítugi De Gea svipaða eiginleika
og núverandi markvörður
liðsins, Edwin van der Sar, sem
leggur skóna á hilluna að loknum
úrslitaleiknum í Meistaradeild
Evrópu á laugardag. - ktd
Nýr markvörður til United:
De Gea arftaki
van der Sar
FÓTBOLTI Nýliðar ÍBV í Pepsi-deild
kvenna hafa vakið mikla athygli
með því að byrja Íslandsmótið
á því að vinna 5-0 sigra á bæði
Þór/KA og Aftureldingu í fyrstu
tveimur umferðunum.
Eyjakonur eru fyrstu nýlið-
arnir síðan 2001 sem ná að vinna
tvo fyrstu leiki sína í efstu deild
kvenna, en Grindavíkurkonur
unnu þá tvo nauma sigra, á Þór/
KA/KS (3-2) og FH (1-0). Grinda-
víkurliðið fyrir tíu árum vann
líka leik sinn í þriðju umferð en
það var síðasti sigurleikur liðsins
það sumarið.
Óhætt er að segja að nýliðar
kvennadeildarinnar séu ekki
vanir að stimpla sig svona inn
í deildina enda náðu nýlið-
ar áranna 2007 til 2010 aðeins
að vinna samanlagt 2 af 14
leikjum sínum í fyrstu tveimur
umferðunum.
Næsti leikur Eyjastúlkna er
á móti Breiðabliki í Kópavogi í
næstu viku en Blikastúlkur eiga
enn eftir að vinna fyrsta sigur
sinn í sumar og hafa ekki byrjað
svona illa í 34 ár. - óój
Kvennalið ÍBV á toppnum:
Besta byrjun
nýliða í áratug
BIRNA BERG HARALDSDÓTTIR Hefur
haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjunum.
Lið 5. umferðarinnar
Blaðamenn Fréttablaðsins hafa valið
úrvalslið 5. umferðar Pepsi-deildar
karla úr þeim leikjum sem fóru fram á
sunnudaginn var.
Lið umferðarinnar (3-5-2)
Hannes Þór Halldórsson KR
Alexander Magnússon Grindavík
Eiður Aron Sigurbjörnsson ÍBV
Kristinn Jónsson Breiðabliki
Guðmundur Kristjánsson Breiðabliki
Finnur Ólafsson ÍBV
Andri Ólafsson ÍBV
Jesper Holdt Jensen Stjörnunni
Haukur Páll Sigurðsson Val
Kristinn Steindórsson Breiðabliki
Tryggvi Guðmundsson ÍBV
KÖRFUBOLTI „Við ætlum okkur titil-
inn og ekkert kjaftæði,“ sagði
ákveðinn formaður körfuknatt-
leiksdeildar Grindavíkur, Magnús
Andri Hjaltason, en félagið gekk í
gær frá samningum við þá Sig-
urð Þorsteinsson og Jóhann Árna
Ólafsson. Þá hefur Petrúnella
Skúladóttir einnig skrifað undir
samning við félagið.
Sigurður, sem kemur til liðs-
ins frá Keflavík, skrifaði undir
eins árs samning en Jóhann Árni
og Petrúnella, sem koma frá liði
Njarðvíkur, skrifuðu undir þriggja
ára samninga. Hart var bitist um
þjónustu Sigurðar, sem einnig var
í viðræðum við KR. „Það er frá-
bært að fá þessa stráka enda eru
þeir magnaðir leikmenn. Þetta er
ekki eins dýrt og sögusagnirnar
segja. Þetta er allt innan siðsam-
legra marka. Það er ekkert bull hjá
okkur,“ sagði Magnús Andri.
Hann sagði félagið ekki ætla að
bæta við sig fleiri íslenskum leik-
mönnum en það myndi fá sér Kana
er nær drægi vetri.
„Helgi þjálfari mun sjá um það
þegar þar að kemur. Stefnan er að
vera aðeins með einn Kana næsta
vetur,“ sagði Magnús Andri. - hbg
Sigurður og Jóhann Árni ganga til liðs við Grindavík:
Ætlum okkur titilinn
SIGURÐUR ÞORSTEINSSON Mun styrkja lið Grindavíkur mjög mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Nú er kominn út bæklingur með ýmsum skemmtilegum hugmyndum
að því hvernig hægt er að gera MS ostakökurnar ómótstæðilegar.
Hann fylgir öllum ostakökum meðan birgðir endast.
Einnig er hægt að nálgast bæklinginn á tölvutæku formi á ms.is.
...hvert er þitt eftirlæti?
Áttu hindber?
Af hverju að flækja hlutina?
Það sem þú þarft1 Hindberjaostakaka frá MS Hindber
Hindberjasósa
Hindberjasósa
100 g sykur
2 dl vatn
100 g hindber fersk eða frosin1 tsk sítrónusafi
Allt sett í pott, soðið saman og kælt.
Góð ráð
Til að flýta enn meira fyrir er hægt að kaupa tilbúna hindberja- eða jarðarberjasósu.
Hindberjaostakaka með hindberjasósu og hindberjum
1
1
-0
6
2
9
/
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA...nóg til,
og meira
frammi
www.ms.is
Gerðu
meira
úr
kökunu
m
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010