Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 12
12 25. júní 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Álit hagfræðinganefndar-innar um áhrif sjávarút-vegsstefnu ríkisstjórn-arinnar á þjóðarhag hefur eðlilega vakið athygli. Það dregur skýrt fram þann skaða sem þjóðarbúið verður fyrir. Eng- inn ágreiningur er um þá niður- stöðu. En eins og oft áður lítur þó hver sínum augum silfrið. ASÍ telur að afleiðingarnar bitni á almenningi með gengis- lækkunum og lakari lífskjörum. Ríkisstjórnin lítur hins vegar svo á að almenningur muni njóta verri kjara í réttlátara þjóð- félagi. Lífskjaraskerðingin er verðmiðinn á réttlætinu að mati forsætisráðherra og fjármála- ráðherra. Þessi gerólíka afstaða forystumanna ríkisstjórnarinn- ar og leiðtoga stærstu sam- taka almanna- hagsmu na í landinu dregur fram skörp og andstæð hug- myndafræðileg sjónarhorn. A SÍ segir rétt i lega að sjávarútvegs- stefnan leiði til óstöðugleika í peningamálum. Hann orsakar ekki bara lakari lífskjör. Án stöð- ugleika í peningamálum er Evr- ópusambandsaðild sjálfkrafa úr sögunni. Þegar forseti ASÍ gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir fyrstu svikin við stöðugleikasáttmálann, sem kallaður var, fékk hann ádrepu frá Árna Páli Árnasyni, þáver- andi félagsmálaráðherra, fyrir stéttasamvinnu. Nú tekur Árni Páll í hlutverki efnahagsráð- herra hinn pólinn í hæðina. Með skýrum hugmyndafræðilegum rökum lýsti hann í vikunni and- stöðu við þá hugsun sem liggur að baki stefnu forsætisráðherrans og fjármálaráðherrans í sjávar- útvegsmálum og þar af leiðandi í Evrópumálum. Efnahagsráðherrann veit að sjávarútvegsstefna forystumanna ríkisstjórnarflokkanna útilokar efnahagslega endurreisn lands- ins. Hin hliðin á þeim peningi er að Ísland getur ekki uppfyllt þau efnahagslegu skilyrði sem aðild að Evrópusambandinu krefst. Sjávarútvegsstefnan útilokar ESB-aðild Fljótlega á ferlinum lýsti forsætisráðherra því yfir að Samfylkingin hefði yfirgefið þá frjálslyndu jafnaðarstefnu sem á síðari árum hefur verið kennd við Blair, fyrr- verandi forsætisráðherra Breta. Breski Verkamannaflokkurinn var reyndar síðastur slíkra flokka í Evrópu til að aðlagast nútíma miðjuhugmyndafræði um sam- spil arðsemi í rekstri fyrirtækja og velferðar. Forsætisráðherra Íslands bað þjóðina hins vegar afsökunar á slíkri hægrivillu með loforði um að þau mistök yrðu aldrei endurtekin. Yfirlýsingin átti að sannfæra VG um að enginn hugmyndafræðileg- ur ágreiningur gæti spillt sam- starfi flokkanna. Það hefur gengið eftir. Augljós afleiðing af þessari grundvallarstefnubreytingu er sú að Samfylkingin fórnar í reynd markmiðum sínum í Evrópu- málum og situr ábyrg fyrir hug- myndafræði VG í efnahagsmálum. Þetta er að vísu ekki sagt upphátt. Menn láta enn eins og engin tengsl séu á milli efnahagsstefnunnar og Evrópumálanna. Utanríkisráðherra stýrir við- ræðunum listilega. Allir sjá þó að hendur hans til að hafa alhliða pólitíska forystu í nafni ríkis- stjórnarinnar í Evrópumálunum eru bundnar. Ástæðan er sú að forsætisráðherra vill ekki fylgja fram þeirri efnahagspólitík sem er forsenda aðildar og VG er í virkri andstöðu. Því hangir pólitísk for- ysta málsins í lausu lofti. Ríkis- stjórnin stefnir í raun í aðra átt. Ummæli efnahagsráðherrans um sjávarútvegsstefnuna eru fyrsti vísirinn að umbrotum í þing- flokki Samfylkingarinnar gegn þessu hugmyndafræðilega aft- urhvarfi. Orð hans eru því merk tíðindi. Þau skorðast ekki við afmörkuð tæknileg úrlausnarefni í sjávarútvegi. Framhjá því verður ekki horft að þau hafa mun víðtæk- ara pólitískt gildi. Hugmyndafræðileg umbrot Auðvelt væri að álykta sem svo að efnahagsráð-herrann væri einn um það í Samfylkingunni að hafa raunverulegan áhuga á að stýra efnahagsmálunum á þann veg að Evrópusambandsaðild verði mögu- leg. Viðurkenna verður að líta mætti á það sem kerskni að hrapa að slíkri niðurstöðu þó að enginn annar ráð- herra hafi talað í þessa veru. Enginn getur efast um að utan- ríkisráðherrann og fleiri þing- menn flokksins vilji í hjarta sínu fylgja efnahagsstefnu sem eykur líkurnar á Evrópusambandsaðild fremur en að vera sporgöngumenn forsætisráðherra á þeirri leið sem sjávarútvegsstefnan endurspegl- ar. Jóhanna Sigurðardóttir er eini forsætisráðherra umsóknarríkis sem lagt hefur í heilagt stríð gegn atvinnulífinu samhliða aðildarvið- ræðum. Herfræði af því tagi er uppskrift fyrir tap á báðum víg- stöðvum. Sjávarútvegsfrumvörpin voru ekki tæknileg mistök. Þau lýsa skýrri hugmyndafræði. En það eru miklir almannahagsmunir í húfi eins og forysta ASÍ hefur bent á. Spurningin er þessi: Verður hlust- að á efnahagsráðherrann? Verður hlustað á efnahagsráðherrann? Bergstaðastræti 13, 101 Rvk. s: 571-3050, www.allirkrakkar.is Útsalan er hafin M eðlimum íslensku þjóðkirkjunnar hefur fækkað jafnt og nokkuð þétt undanfarinn hálfan annan áratug. Úrsagnir úr þjóðkirkjunni haldast í hendur við aukinn þunga umræðunnar um aðskilnað ríkis og kirkju en einnig má tengja fækkun í þjóðkirkjunni bæði umræðu um kynferðisbrot fyrrum biskups, Ólafs Skúlasonar, og til að mynda afstöðu kirkjunnar til hjónabands samkynhneigðra, afstöðu sem góðu heilli breyttist. Síðasta hrina úrsagna hefur staðið síðan um hvítasunnu en daginn eftir hana var haldið aukakirkjuþing til að fjalla um rannsóknarskýrslu um viðbrögð við ásökunum um kynferðisbrot. Sú ákvörðun að láta vinna þessa skýrslu benti til þess að taka ætti á málum af ábyrgð. Því bundu margir vonir við kirkjuþingið. Viðbrögð þingsins hljóta því að vera mikil vonbrigði öllum þeim sem vilja vera þátttakendur í samfélagi kirkjunnar og geta treyst fulltrúum hennar. Kirkjan hafði vel unna skýrslu í höndum, skýrslu sem var til þess fallin að nýta til umbóta og til að sýna í verki afdráttarlausan vilja til að gera betur. Þjóðkirkjan er ekki eina kirkjan sem er í vanda. Fullkomin afneitun kaþólsku kirkjunnar á viðurstyggilegum kynferðisbrotum sem framin voru í Landakotsskóla gefur sannarlega ekki tilefni til að treysta þeirri kirkju, ekki síst í ljósi þess að enn þann dag í dag virðist afneitunin á þeim bæ vera alger. Kirkjurnar og þjónar hennar verða að horfast í augu við að þótt hægt hafi verið að líta undan og þykjast ekki sjá og skilja þegar prestar og aðrir þjónar kirkjunnar níddust á börnum og konum, svo lengi sem fram undir aldamótin 2000, þá er slíkt ekki umborið lengur. Undanbrögð við því að taka ábyrgð og sýna iðrun vegna slíkra atburða gera ekkert nema að grafa undan trausti. Umræðan um aðskilnað ríkis og kirkju verður stöðugt áleitnari og þeim virðist raunar fjölga einnig innan þjóðkirkjunnar sem álíta að rétt kunni að vera að rjúfa þessi tengsl. Um síðustu áramót voru 75 prósent þjóðarinnar aðilar að þjóðkirkjunni. Við þá tölu bætast svo úrsagnir síðustu vikna sem lækka hlutfallið enn. Liðlega fjórðungur þjóðarinnar eru þannig aðilar að öðrum söfnuðum eða utan trúfélaga. Innan við helmingur þjóðarinnar sagðist treysta sóknarkirkju sinni og prestum hennar í könnun sem Capacent gerði fyrir þjóð- kirkjuna síðastliðið haust. Á sama tíma sögðust um 20 prósent ekki treysta sóknarkirkju sinni. Ljóst er að fækkunin sem orðið hefur í þjóðkirkjunni hlýtur að auka þunga umræðunnar um aðskilnað ríkis og kirkju. Að auki er umhugsunarefni hvort forráðamönnum kirkjunnar þyki traust tæplega helmings þjóðarinnar á sóknarkirkju sinni fullnægjandi. Ljóst er að vilji afar margra þjóna kirkjunnar stendur til þess að senda afdráttarlaus skilaboð um að meðvirkni með kynferðis- brotum, sem um leið er vanvirða við þolendur brotanna, sé ekki liðin í íslensku þjóðkirkjunni. Þeim öflum verður vonandi ágengt sem allra fyrst. Rannsóknarskýrslan og kirkjuþingið: Góðu tækifæri kastað á glæ SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.