Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 34
25. júní 2011 LAUGARDAGUR2 og að launum miklum mun digr- ara veski. Því má segja að Ban- arnir séu í algjörum plús á meðan Assassin er í algjörum mínus, og borgar því brúsann og plötugerð- ina fyrir Assassin,“ segir Daníel kátur. Daníel starfar sem kaffibar- þjónn hjá Te og kaffi í Eymunds- son á Skólavörðustíg og lærir félagsfræði við Háskóla Íslands á veturna. „Ég vil hafa sem mest fyrir stafni en finnst líka dásamlegt að sofa og fylgjast með pólitík þegar tími gefst,“ segir Daníel sem öll laugardagskvöld rennir austur í Þorlákshöfn til að knúsa mömmu sína og köttinn, áður en hann tekur við stjórnartaumum partí- vaktarinnar á útvarpsstöðinni Suðurland FM 96,3 á Selfossi, frá klukkan 21 til 1 eftir miðnætti. „Ég er því sjaldan á djamm- inu sjálfur en sé um að skemmta öðrum í útvarpinu. Það er ómæld gleði og mikið hringt inn úr kaup- stöðum Suðurlands og sveitabæj- um, en ekki síst þéttri sumarhúsa- byggð Grímsnessins,“ segir Daníel sem stundum er líka pantaður sem plötusnúður í einkasamkvæmi að útvarpsþætti loknum. „Það er virkilega ánægjulegt og mikil mannlífsstúdía, eins og starfið á kaffihúsinu, sem á örugg- lega eftir að nýtast vel í félags- fræðináminu,“ segir Daníel hress, og örugglega öllum skemmtileg samfylgd um Suðurland í útvarp- inu á laugardagskvöldum. thordis@frettabladid.is Daníel segir Banana spara gullsmíðar Assassin á sveitaböllum sínum, en halda uppi rosa stuði. Þeir verða næst á 800 Bar á Selfossi 2. júlí. Framhald af forsíðu Náttúra, menning og dýralíf sem eiga varla sinn líkan, ævintýraleg upplifun í einstöku umhverfi. Eyjan sem Sinbað sæfari og Marco Polo heimsóttu á ferðum sínum. Við kynnumst framandi en heillandi heimi sem tekur á móti ferðalöngum með opnum örmum. Hin fagra og forna Albanía 25 sept. - 5 okt. Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðafæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Kortaklúbburinn, 2 í herbergi verð 241.000 kr. á mann. Þú sparar 25.000 kr. á mann, 50.000 fyrir tvo. Almennt verð, 2 í herbergi verð 266.000 kr. á mann. Kortaklúbburinn, 2 í herbergi verð 339.990 kr. á mann. Þú sparar 30.000 kr. 60.000 fyrir tvo. Almennt verð, 2 í herbergi verð 364.990 kr. á mann. Einstök ferð 5.-17. október tkápur á 19.900 Yfirhafnir, bolir og peysur í miklu úrvali. Toppvö rur toppþjó nusta. Nýjar vörur Næg bílastæði Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið Sveitamarkaður verður í Reykholti í dag frá klukkan 11 til 17. Á boð- stólum eru afurðir úr héraði, auk kynninga á ýmiss konar starfsemi sem þrífst í uppsveitum Borgarfjarðar. Freyjukórinn sér um kaffisölu og ýmislegt verður í boði fyrir börnin. „Sýningin Extreme Laugardagur er svakalega sýning þar sem allir bestu BMX- og hjólabrettagaur- ar landsins mæta í eitt flottasta „park“ sem hefur verið sett upp hér,“ segir Alexander Kárason eða Lexi eins og hann er jafnan kall- aður, en hann heldur utan um sýn- inguna í dag. Hápunkturinn verður þegar erlendir ofurhugar, á borð við Martin Snellström og Micke Gull- strand, sýna listir sínar í háloft- unum á mótókrosshjólum en þeir ætla meðal annars að stökkva yfir bíla. „Pallurinn verður lengdur frá lendingu eftir því sem líður á sýninguna og við fáum að sjá hvað hægt er að stökkva yfir marga bíla,“ segir Lexi. Martin „Flap“ Snellström frá Stokkhólmi er einn þeirra „free- style“ ökumanna sem sýna listir sínar í Galtalæk. Martin er 24 ára og var ekki nema 6 ára þegar hann settist fyrst á mótókrosshjól. Síð- ustu átta ár hefur hann tekið þátt í FMX sýningum um allan heim. En hvað er eiginlega FMX? „FMX er „Freestyle“ mótó- krosssport sem þróaðist úr mótókrosskeppnum. Í stað þess að keyra í braut, þá tjáum við okkur í stórum stökkum og gerum „trikk“ til að heilla áhorfend- ur,“ segir Martin og er hvergi banginn. Spurður hvort það fljúgi aldrei í gegnum huga hans í loftinu að þetta verði hans síðasta stökk hristir hann hausinn. „Nei, þú verður að hafa sjálfsöryggið í botni til að stunda FMX, ef þú efast, þá munt þú krassa! Við reynum alltaf að vera jákvæðir og hafa gaman af þessu,“ segir hann og lofar áhorf- endum góðri skemmtun. „Bæði ég og Micke ætlum sannarlega að gera okkar besta til að hrífa áhorfendur með okkur í svaka- legri sýningu. Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og við ætlum að skemmta okkur og gera allt brjálað fyrir áhorfendur,“ segir Martin. Sýningin hefst í dag klukkan 13 og stendur til klukkan 18. Frítt er fyrir 14 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum en 18 ára aldurs- takmark er á hátíðina. heida@frettabladid.is Með sjálfsöryggið í botni Ungir ofurhugar munu fjúga um loftin á mótorhjólum, BMX hjólum og hjólabrettum í Galtalæk í dag en þar stendur nú yfir útihátíðin Galtalækur 2011. Meðal atriða verður stökk á mótókrosshjólum yfir bíla. Martin „Flap“ Snellström verður ekki í vandræðum með að stökkva yfir nokkra bíla í dag. Hér hendist hann frá einum palli á annan yfir vatn. Micke Gullstrand á flugi. MYND/ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.