Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 62
25. júní 2011 LAUGARDAGUR38 krakkar@frettabladid.is 38 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is ■ Strumparnir eru litlar bláar og hvítklæddar skáldsagna- verur sem búa í sveppum í Strumpaþorpi í skógi einhvers staðar í Evrópu. ■ Belgíski teiknarinn Pierre Culliford, betur þekktur sem Peyo, skapaði Strumpana. ■ Sagan segir að eitt sinn hafi Peyo beðið vin sinn um að rétta sér saltstauk, en orðið sat í honum þannig að honum datt ekki betra í hug en að biðja um „strump“. Vinurinn sagði honum þá vinsamlegast að strumpa því aftur þegar hann væri búinn að strumpa. Þannig kviknaði hug- myndin að Strumpunum. ■ Strumparnir birtust fyrst í aukahlutverki í myndasögu árið 1958. Þeir vöktu samstundis mikla lukku sem varð til þess að farið var að gefa út sérstak- ar bækur um þá tveimur árum síðar. ■ Seinna gerði Hanna-Barbera Productions vin- sæla sjónvarpsþætti um Strumpana sem leik- arinn Laddi talsetti mörgum árum síðar á íslensku. ■ Fyrsta teiknimyndasagan um Strumpana sem kom út á Íslandi heitir Strympa. ■ Von er á nýrri mynd um Strumpana í ágúst á þessu ári. Hún er frá fram- leiðendum Shrek-mynd- a n n a o g verður í þrí- vídd. ■ Strump- arnir heita flestir nöfn- um sem eru lýsandi fyrir skapgerð þeirra eða eigin- leika. Kraftastrumpur er sterk- asti Strumpurinn, Letistrump- ur liggur sífellt í leti og sefur, Gáfnastrumpur lítur á sig sem gáfaðasta Strumpinn og er aðstoðarmaður Æðstastrumps, leiðtoga Strumpanna. ■ Strumparnir eru ekki nema fáeinir sentimetrar á hæð og klæðast hvítum, skringilegum höttum og buxum. Á því eru þó nokkrar undantekningar. Æðstistrumpur klæðist rauðu, Afastrumpur gulu, Amma- strympa bleiku og Smíða- strumpur bláum vinnugalla, svo dæmi séu tekin. ■ Helsti óvinur Strumpanna eru ill- mennið Kjartan galdrakarl, sem er sífellt að upphugsa leiðir til að klófesta þá. Kjartan á köttinn Brand. ■ Fjöldi Strumpanna er á reiki en sumum telst þeir vera 105. Aðeins eru þrír kvenstrumpar, þær Strympa, Frekjustrympa og Ömmustrympa, en restin er karlkyns. ■ Kjartan bjó til Strympu til að valda deilum meðal Strump- anna. Bragðið hreif ekki og Æðstastrumpi tókst að gera hana góða. Hún var fyrst dökk- hærð en varð ljóshærð eftir að Æðstistrumpur breytti henni. ■ Afistrumpur er afi Strump- anna og jafnframt elsti Strumpurinn. Barnastrumpur er yngsti Strumpurinn og býr yfir galdrahæfileikum. ■ Bretinn Stephen Parkes á stærsta safn af Strumpum svo vitað sé. Parkes, sem er 44 ára tæknifræðingur, á hvorki meira né minna en 1.061 leik- fangakarl og geri aðrir betur! ■ Strumparnir eru kallaðir ólík- um nöfnum eftir löndum. Þeir kallast til dæmis Schlümpfe í Þýskalandi, Smerfy í Póllandi, Törpök í Ungverjalandi, Pitufos á Spáni og Sumaafu í Japan. ■ Strumparnir áttu fimm- tugsafmæli 14. janúar 2008. Margvíslegir viðburðir voru skipulagðir um heim allan í tilefni af því. Í Brussel, höfuð- borg Belgíu, var boðið upp á Strumpaköku og gos. ■ Í dag er fæðingardagur Peyo, skapara Strumpanna, sem hefði orðið 83 ára hefði hann lifað. ■ Í tilefni af afmæli Peyo verður Strumpadag- ur haldinn hátíðlegur um allan heim og þar á meðal í Fjölskyldu- og húsdýra- g a r ð i nu m í Reykjavík. Þar gefst krökkum færi á að leita að Strumpum og fá bíó- miða í laun, fá andlitsmálun og láta taka af sér mynd með risavöxnum Strumpi. Góða Strumpaskemmtun! LITLAR SKRÝTNAR VERUR Litlir, bláir, klárir og elskaðir um allan heim. Alþjóðlegi Strumpadagurinn er í dag og af því tilefni verður fjölskyldustrump í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Helstu óvinur Strump- anna er illmennið Kjartan galdrakarl, sem er sífellt að upphugsa leiðir til að klófesta þá. MYNDIR/PEYO WWW.KIDSKNOWIT.COM er skemmtileg vefsíða þar sem hægt er að spila leiki og leysa þrautir og læra eitthvað um leið. Þar eru til dæmis söguspil, minnisspil og stærðfræðiþrautir. Þjónn: Í dag er ég með reykta tungu, steikta lifur, nýru i kássu og grísalappir. Gestur: Jahérna, ættirðu ekki að fara til læknis? Fíll og mús voru á leið yfir brú Fíllinn: Úff, rosalega brakar í brúnni. Ég held að hún sé að hrynja. Músin: Það er nú engin furða, við erum bæði á henni í einu. Smáauglýsing: Bolabítur til sölu. Borðar hvað sem er, er mjög hrifinn af börnum. Kennarinn. Saga er mjög áhugavert fag. Hún segir okkur hvað gerðist í fortíðinni. Nemandinn: Ég held að ég vilji ekki læra sögu Kennarinn: Af hverju ekki? Nemandinn: Það er engin fram- tíð í því. Nafn og aldur: Sólveig Marý Einarsdóttir 8 ára. Í hvaða skóla ertu: Hofsstaða- skóla. Í hvaða stjörnumerki ertu: Vog. Áttu happatölu? Nei. Helstu áhugamál/hvað ger- irðu í frístundum þínum? Ég æfi fimleika og ég leik mér við vinkonur mínar. Eftirlætissjónvarpsþáttur: Enginn sérstakur. Besti matur? Ýsa. Eftirlætisdrykkur? Vatn. Hvaða námsgrein er í eftir- læti? Margföldun. Skemmtilegasti dagurinn og af hverju? Mér finnst allir dagar skemmtilegir! Eftirlætistónlistarmaður/ hljómsveit? Bruno Mars. Uppáhaldslitur? Blár, rauður og hvítur (fánalitirnir okkar). Hvað gerir þú í sumar? Nú er ég á námskeiði hjá skátunum og það er rosa gaman. Svo fer ég í sumarfrí með pabba og mömmu. Skemmtilegasta bók sem þú hefur lesið? Galdrakarlinn í Oz. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin/n stór? Lögfræð- ingur (eins og mamma). Sólveig Marý Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.