Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 22
25. júní 2011 LAUGARDAGUR22 MANNLÍF Atburðir eins og gengislánadómar, fjöldamótmæli og þjóðaratkvæðagreiðslur um Icesave virðast hafa áhrif á það hvernig Íslendingar meta líf sitt hverju sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR O kkur þótti áhuga- vert að meta stöð- una á þjóðinni út frá fleiri þátt- um. Þess vegna kom þessi lífs- matsmælikvarði inn,“ segir Gísli Steinar Ingólfsson, sérfræðingur í markaðsrannsóknum hjá Capa- cent. Fyrirtækið hefur undanfarið ár mælt samfélagsþætti í þjóðar- púlsi sínum, og samfélagsmæli- kvörðum er ætlað að gefa þjóðinni upplýsingar um stöðu á ýmsum þáttum lífsins í landinu á hverjum tíma. Þeir eiga líka að vera við- bót við hagfræðilegar mælingar á stöðu þjóðfélagsins, eins og hag- vöxt og landsframleiðslu. „Fræðimenn eru í auknum mæli farnir að meta gæði lífs í þjóðlönd- um út frá fleiri þáttum en hrein- um efnahagslegum mælikvörðum. Nefna má nóbelsverðlaunahafana Joseph Stiglitz og Amartya Sen, sem hafa báðir fært rök fyrir því að það séu fleiri þættir en þeir hagrænu sem hafi áhrif á lífsgæði íbúa og samkeppnishæfni landa og því nauðsynlegt að mæla þessa þætti á kerfisbundinn hátt.“ Capacent notar mælikvarða sem byggir á lífsmatsstigi Canril, en það þykir gefa bestar upplýsingar um heildarhag þjóðar á hverjum tímapunkti, það er hvernig fólk metur líf sitt og hvernig það sér líf sitt þegar litið er til framtíðar. „Þegar fólk metur líf sitt þegar á heildina er litið og til framtíð- ar hugsar það væntanlega um efnahagslega stöðu sína, félags- lega stöðu, tækifæri til framfara og ýmsa aðra þætti. Þessi mæli- kvarði gefur því heildrænar upp- lýsingar um þjóðarheilsuna hverju sinni.“ Lífsmatsmælingar af þessu tagi skipta fólki í þrjá flokka. Í fyrsta lagi er fólk sem dafnar – það er fólk sem metur líf sitt í augna- blikinu gott og sér fyrir sér að það verði jafn gott eða betra eftir fimm ár. Í öðru lagi er fólk sem er í basli, sem sagt fólk sem er ýmist svartsýnt á stöðu sína eftir fimm ár eða telur sig ekki vera á góðum stað í augnablikinu. „Þriðji hópurinn er síðan fólk sem á í þrenging- um. Í þessum flokki eru ein- staklingar sem gefa lífi sínu lága einkunn þegar mæling- in fer fram og sér ekki fram á betri tíma eftir fimm ár.“ Þegar Capacent hóf þessar mæl- ingar í maí á síðasta ári féllu 45 prósent Íslendinga í flokk þeirra sem dafna. Það fór niður í 44 pró- sent í október en síðan þá hefur þróunin verið upp á við. „Í nýj- ustu mælingunni falla 56 prósnet Íslendinga í þennan hóp,“ segir Gísli. Hlutfallið fór hæst í tæp 62 prósent í byrjun apríl. „Íslending- um sem meta líf sitt gott og horfa björtum augum til framtíðar hefur því fjölgað um rúm tíu prósentu- stig síðastliðið ár. Það er skýr þróun upp á við. Fólk er farið að líta bjartari augum fram á veginn.“ Að sama skapi hefur þeim sem eru í basli fækkað um tólf prósent á þessu rúma ári. Þeir voru 52 pró- sent í maí í fyrra en eru 40 prósent nú. Í byrjun maí síðastliðins fór hlutfallið niður í 34 prósent. Hópur Íslendinga telur líf sitt vera slæmt og sér ekki fram á betri tíma eftir fimm ár, og þannig hefur þetta verið frá upphafi mæl- inga. Síðustu vikur hafa þrjú til sex prósent Íslendinga verið í þessum flokki. Gísli segir lítinn mun á þróun þessa mælikvarða eftir lýðfræði- Minna basl og fleiri dafna Lífsmat Íslendinga undanfarið ár ■ LÍFSMAT ÍSLENDINGA SVEIFLAST MEÐ UMRÆÐUNNI 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Fyrri gengislánadómur Hæstaréttar Síðari gengislána- dómur Hæstaréttar Neikvæð umræða og fjöldamótmæli í aðdraganda þingsetningar Jólavikan Icesave-lög samþykkt á Alþingi og forseti vísar máli til þjóðaratkvæðagreiðslu Síðari þjóðar- atkvæðagreiðsla um Icesave- samninga 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Síðari þjóðar- atkvæðagreiðsla um Icesave- samninga Icesave-lög samþykkt á Alþingi og forseti vísar máli til þjóðaratkvæðagreiðslu Jólavikan Neikvæð umræða og fjöldamótmæli í aðdraganda þingsetningar Síðari gengislána- dómur Hæstaréttar Fyrri gengislánadómur Hæstaréttar 25 . j úl . 1. á gú . 8. á gú . 15 . á gú . 22 . á gú . 29 . á gú . 5. s ep t. 12 . s ep t. 19 . s ep t. 26 . s ep t. 3. s ep t. 10 . o kt . 17 . o kt . 24 . o kt . 31 . o kt . 7. n óv . 14 . n óv . 21 . n óv . 28 . n óv . 5. d es . 12 . d es . 19 . d es . 26 . d es . 2. ja n. 16 . j an . 23 . j an . 30 . j an . 6. fe b. 13 . f eb . 20 . f eb . 27 . f eb . 6. m ar . 13 . m ar . 20 . m ar . 27 . m ar . 3. a pr . 10 . a pr . 17 . a pr . 24 . a pr . 1. m aí 8. m aí 15 . m aí 22 . m aí 29 . m aí 5. jú n. 25 . j úl . 1. á gú . 8. á gú . 15 . á gú . 22 . á gú . 29 . á gú . 5. s ep t. 12 . s ep t. 19 . s ep t. 26 . s ep t. 3. s ep t. 10 . o kt . 17 . o kt . 24 . o kt . 31 . o kt . 7. n óv . 14 . n óv . 21 . n óv . 28 . n óv . 5. d es . 12 . d es . 19 . d es . 26 . d es . 2. ja n. 16 . j an . 23 . j an . 30 . j an . 6. fe b. 13 . f eb . 20 . f eb . 27 . f eb . 6. m ar . 13 . m ar . 20 . m ar . 27 . m ar . 3. a pr . 10 . a pr . 17 . a pr . 24 . a pr . 1. m aí 8. m aí 15 . m aí 22 . m aí 29 . m aí 5. jú n. 2010 2010 2011 2011 Hlutfall Íslendinga sem dafna Væntingavísitala Dafna Í basli Í þrengingum Íslendingar sem dafna og væntingavísitalan GÍSLI STEINAR INGÓLFSSON hópum. „Einhver munur er þó eftir hópum á því hvernig fólk metur líf sitt, en lágtekjufólk, fólk með litla menntun og elstu aldurshóparnir flokkast í lægri þrep lífsmatsstig- ans en aðrir samanburðarhópar.“ Einstaka atburðir í þjóðfélag- inu virðast hafa sterka fylgni við það hvernig fólk metur líf sitt og valda skammtímasveiflum. „Til dæmis virðast gengislánadómar Hæstaréttar í júní og september 2010 tengjast lífsmati Íslendinga. Sömuleiðis hafði neikvæð umfjöll- un í fjölmiðlum og þung undiralda rétt fyrir fjöldamótmæli fyrir framan Alþingi í upphafi október tengsl við neikvæðara mat Íslend- inga á lífi sínu. Það er því mikil- vægt að skoða langtímaþróun þar sem áhrif einstakra atburða á lífs- mat jafnast út.“ Það er áhugavert að mati Gísla að samfélagsmælikvarðarnir tengjast þeim hefðbundnu hag- rænu, þó fleiri þættir komi til í samfélagsmælikvörðunum en efnahagsástandið. „Samanburður við Væntingavísitölu Gallup, sem er mælikvarði á væntingar fólks til efnahagslegra þátta, leiðir til dæmis í ljós að báðir mælikvarð- ar virðast verða fyrir áhrifum af atburðum í umhverfinu, en sveifl- urnar í Væntingavísitölunni eru heldur meiri.“ Það tímabil sem mælingarnar ná til enn sem komið er hefur ein- kennst af töluverðum sveiflum, segir Gísli, þó að langtímaþróunin hafi verið upp á við. „Líkt og hag- vöxturinn virðist mat Íslendinga á lífi sínu vera nokkuð brothætt og verða fyrir áhrifum af áföllum eða jákvæðum fréttum í umhverfinu.“ Capacent hefur undanfarið ár kannað lífsmat Ís- lendinga í þjóðarpúlsi sínum. Einstaka atburðir og umfjöllun í fjölmiðlum virðast hafa fylgni við það hvernig fólk metur líf sitt. Meirihluti Íslendinga metur líf sitt sem gott og horfir björtum augum til framtíðar. Fólki sem á í basli hefur fækkað undanfarið ár. Gísli Steinar Ingólfsson útskýrði málin fyrir Þórunni Elísabetu Bogadóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.