Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 50
heimili&hönnun6
Vitra er húsgagnafyrirtæki sem stofnað var árið 1950
af hjónunum Willi og Eriku Fehlbaum. Þau byrjuðu
með húsgagnaverslun í Basel sem síðan óx með
árunum. Synir þeirra tóku við fyrirtækinu á níunda
áratugnum og stýra því í dag.
Vitra hefur einkarétt á framleiðslu margra helstu
gullmola hönnunarsögunnar. Sem dæmi má nefna
að þeir framleiða alla hönnun hjónanna Charles og
Ray Eames fyrir utan Bandaríkjamarkað. Vitra á einnig
framleiðslurétt á hönnun hins franska Jean Prouvé
sem var helsti hönnuður Frakklands á árum áður.
Einnig má geta farsæls samtarfs Vitra við alla helstu
hönnuði í húsgagnaiðnaðinum í dag og kemur árlega
röð nýjunga frá þessu öfluga fyrirtæki.
HVAÐ ER VITRA?
Á landamærum þriggja landa,
Sviss, Þýskalands og Frakklands,
eru höfuðstöðvar Vitra húsgagna-
framleiðandans. Þar eru verksmiðj-
ur og skrifstofur sem þætti almennt
ekki í frásögu færandi. Það sem
gerir þessa verksmiðjuþyrpingu
einstaka er arkitektúrinn sem hefur
verið unninn
gaumgæfi-
lega og af
einstakri
natni. Í kjöl-
far mikils
bruna sem
átti sér stað
hjá Vitra
árið 1981 var
ákveðið að end-
urbyggja verk-
smiðjusvæðið. Í
stað þess að endurreisa hefðbundn-
ar verksmiðjubyggingar var ákveð-
ið að bjóða þekktum arkitektum til
verksins til að byggja upp menn-
ingar- og arkitektúrsvæði. Sérstök
áhersla var lögð á að velja erlenda
arkitekta enda áttu byggingarn-
ar ekki að vera einkennandi fyrir
staðsetninguna á nokkurn hátt held-
ur frekar að sýna margbreytileika í
hönnun og sköpunargleði.
Niðurstöðurnar komu skemmti-
lega á óvart og sá Nicholas Grims-
haw um aðalskipulag svæðisins.
Önnur kynslóð tók við fyrirtækinu
og árið 1984 var reistur skúlptúr
eftir Claes Oldenburg sem leiddi til
samstarfs Vitra við Frank Gehry.
Hann teiknaði hönnunarsafn Vitra
og þótti það tímamótaverk enda
fyrsta bygging Gehrys í Evrópu.
Hönnunarsafnið er hið fyrsta sinn-
ar tegundar í heiminum og er orðið
rúmlega tvítugt í dag.
Í kjölfar safnins bættust við
slökkvistöð hönn-
uð af Zaha Hadid,
ráðstefnusalur
ef t i r smek k
Tadao Ando,
bensínstöð Jean
Prouvé, kúlu-
hús Buck-
minster Full-
er, strætó-
stoppistöð
Jespers
Morrison og svona
má lengi telja.
Lengi vel bættist svo ekki neitt
hús í safnið en í fyrra kom Vitra
enn og aftur á óvart með frábæru
sýningarsvæði fyrir heimilislínuna
þeirra Vitra Home í húsi sem nefn-
ist VitraHaus. Í þetta skiptið var
leitað til heimamanna, arkitekta-
stofunnar Herzog & DeMeuron í
Basel og tókst frábærlega vel til.
Árlega heimsækja rúmlega 100,000
manns Vitra Campus svæðið og
hægt er að fá leiðsögn á ýmsum
tungumálum.
Heillandi
heimur Vitra
● Vitra hönnunarfyrirtækið er langt frá því að teljast hefð-
bundið hönnunarfyrirtæki.
Barnaleikfang
Eames hjónanna
í nýstárlegri
útfærslu.
Útsýnið úr húsi Herzogs
& De Meurons er ein-
stakt.
Sigga Heimis
iðnhönnuður
skrifar í Heimili&hönnun
sigga@siggaheimis.is
Hús Herzogs & DeMeurons byggir á hefð-
bundinni húsagerð sem einkennir Basel,
en hér er nokkrum húsum staflað upp.
Húsgögn og klukkur
Georgs Nelson njóta
sín vel í VitraHaus.
Allt sem þú þarft
*Meðan birgðir endast
Þú færð Fréttablaðið á 29 stöðum á Vesturlandi.
Það er engin ástæða til að missa af neinu í sumar. Fréttablaðið er aðgengilegt
um land allt. Því er dreift ókeypis í lúgur og kassa á kjarnadreifingarsvæði okkar.
Auk þess er það selt í lausasölu á kostnaðarverði á 120 sölustöðum um land allt.
Þú getur alltaf fengið Fréttablaðið beint í símann, fartölvuna eða spjaldtölvuna hvar sem er og hvenær sem er á Vísi.is
eða fengið það sent með tölvupósti daglega. Nánar um dreifinguna má lesa á visir.is/dreifing.
Það fá allir afmælisblöðru*
á sölustöðum Fréttablaðsins
um land allt.
Fjöldi lausasölustaða á Vesturlandi
Jákvæðar fréttir
fyrir sumarið
Bónus, Ísafirði
Samkaup Úrval, Ísafirði
Olís, Bolungarvík
Samkaup Úrval, Bolungarvík
N1, Hamona, Þingeyri
N1 verslun, Akranesi
Bónus, Akranesi
Olís, Akranesi
Krónan, Akranesi
Samkaup Strax, Akranesi
Bónus, Borgarnesi
Olís, Borgarnesi
Samkaup Úrval, Borgarnesi
Samkaup Hyrnan, Borgarnesi
Verslunin Baulan, Borgarnesi
Háskólinn Bifröst, Borgarfirði
Samkaup Strax, Bifröst, Borgarnesi
Þjónustumiðstöð Vegamót
Hönnubúð, Reykholti, Borgarfirði
Bónus, Stykkishólmi
Olís, Stykkishólmi
Hrannarbúðin, Grundarfirði
Samkaup Úrval, Grundarfirði
N1, Ólafsvík
Olís, Ólafsvík
N1, Hraðbúðin Hellissandi
Samkaup Strax, Búðardal
N1, þjónustustöð, Ísafirði
Hamraborg, Ísafirði