Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 16
16 25. júní 2011 LAUGARDAGUR Kirkjan í óvissuferð Ég fæ ekki lengur orða bund-ist vegna þess hve aumkun- arlega og ókirkjulega yfirstjórn íslensku kirkjunnar hefur tekið á því máli er varðar afleiðingar kynferðisafbrota sr. Ólafs bisk- ups Skúlasonar og eftirrekstur þess allan. Yfirstjórn kirkjunn- ar hefur með framgöngu sinni skapað sundrungu um hlutverk og eðli kirkjunnar sem ég sætti mig ekki við. Frá barnsaldri hef ég lært af tveimur prestum í fjölskyldu minni, föður mínum prestvígð- um, sr. Jóni Hnefli Aðalsteins- syni og þá ekki síður afa mínum, þeim velþekkta kennimanni sr. Jakobi Jónssyni, að kirkjan væri stofnun er stæði vörð um kær- leiksboðskap Krists og staðfesti hann í athöfnum sínum, orðum og gerðum – messuhaldi, skírn, fermingu, giftingum og jarðar- förum. Og þess í milli í sáluhjálp til safnaðarins og svo einfaldlega í því að vera til sem afl kærleik- ans í samfélaginu. Þessir mætu þjónar kirkjunnar kenndu mér að þetta kirkjunnar starf væri aldrei sjálfgefið held- ur stöðug barátta, sem snerist um það að ávallt lyfta á hæsta stall þeim gildum sem Kristur kenndi – jöfnuði milli manna, fyrirvaralausum kærleika til náungans, samúð með smælingj- anum. Nú ber aftur á móti svo við að biskupinn yfir Íslandi, sr. Karl Sigurbjörnsson, talar um að kirkjan hafi í sinni löngu sögu ekki „haft farveg“ áður til að taka á málum eins og því sem varðar kynferðisafbrot forvera hans í embætti og sem hefur orðið tilefni heillar rannsóknar- skýrslu. Þessu til staðfestingar kveðst sr. Karl hafa án árangurs reynt að koma á sáttum milli sr. Ólafs og þeirra kvenna sem hann kom ósæmilega fram við. Ég skil þetta ekki. Ég fæ hrein- lega ekki skilið hvernig hægt er yfir höfuð að hugsa um sættir milli kynferðisafbrotamanns og fórnarlamba hans. Hefði Kristur kallað á „sáttafund“ í slíku máli? Mér er það til efs – sum mál eru þess eðlis að sættir, ætlaðar að vernda stöðu annars málsaðila, eru beinlínis óviðeigandi. Þarf einhvern „farveg“ til að skilja það? Kristur hefði sett fórnarlömb- in í fókus og verið nokkuð rösk- ur að. Samkvæmt þeim sem mér kenndu hefði Kristur með orðum sínum og æði tekið sér stöðu við hlið kvennanna og aldrei komið sér í þau ámátlegu vandræði að þurfa að biðja þær fyrirgefning- ar. Hvernig biður maður fórn- arlamb kynferðisofbeldis fyrir- gefningar? Hefði Kristur sagst „skilja vonbrigði kvennanna“ og síðan haldið áfram að sýsla við sitt með lærisveinunum í yfirstjórn safnaðarins? Ég held ekki. Ég hef ekki lært það þannig. Ég trúi því ekki. Sr. Karl Sigurbjörnsson bisk- up er auðvitað ekki einhver ein- staklingur eða embættismaður sem hægt er að varpa fyrir róða vegna þessa máls og þar með sé aftur hægt að horfa fram á veg. Þetta mál er miklu stærra en svo og varðar framkomu og ímynd kirkjunnar. Það er öll yfirstjórn kirkjunnar, sem er ábyrg, með- ábyrg, meðvirk í þessu ömurlega máli. Yfirstjórn kirkjunnar hefur með framgöngu sinni ákveðið að sýna það að kirkjan á Íslandi er ekki lengur hæf að þjóna Kristi, telur sig stikkfrí frá kærleiks- boðskap hans og hefur þar með í raun lýst því yfir að kirkjan hafi engu hlutverki að gegna í nútímasamfélagi. Íslenska kirkjan er þar með komin í einhvers konar óvissu- ferð þar sem vond öfl ráða för og Kristi og kærleiksboðskap hans er haldið í óviðeigandi gíslingu. Trúmál Jakob S. Jónsson leikstjóri Ég skil þetta ekki. Ég fæ hreinlega ekki skilið hvernig hægt er yfir höfuð að hugsa um sættir milli kynferðisafbrota- manns og fórnarlamba hans. SAMSUNG MINI 27.900 kr. SAMSUNG GIO 39.900 kr. SAMSUNG ACE 54.900 kr. siminn.is 2.620 kr. á mánuði dreift á 12 mánuði * 3.620 kr. á mánuði dreift á 12 mánuði * 4.870 kr. á mánuði dreift á 12 mánuði * 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Símalán-afborgun: Símalán-afborgun: Símalán-afborgun:INNEIGN INNEIGN INNEIGN *Ef greitt er með kreditkorti er hægt að dreifa eftirstöðvunum vaxtalaust á allt að 12 mánuði. Greiðslugjald er 295 kr./mán. **Gildir meðan birgðir endast. E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 6 7 2 Það hefur ýmislegt komið í huga minn undanfarnar vikur um málefni eldri borgara á landinu. Erum við annars eða þriðja flokks fólk? Skýrsla sem birtist fyrir nokkr- um um aðbúnað eldra fólks á hjúkrunarheimilum á Íslandi skelfir mann, er það virkilega svo að eldra fólk hér á landi eigi ekki betra skilið en þar kemur fram? Eigum við sem skópum þetta þjóð- félag, þessa velferð með vinnu- framlagi okkar, sköttum til ríkis og sveitarfélaga ekki betra skilið? Mér finnst að ráðamenn þjóðarinn- ar verði að taka á þessum málum og það strax. Er ég tala um velferðarríki, þá sé ég ekki þetta velferðarþjóðfélag hér á landi, eins og ég þekki til í Þýskalandi t.d., þar sem fjölskyldur fá tannlækningar fríar, sjúkraþjálf- un fría, hjón fá barnabætur með börnum sínum til 24 ára aldurs ef þau búa í heimahúsi og stunda t.d. háskólanám. Er sambærileg velferð hér á landi, ekki sé ég það. Held við ættum að athuga okkar gang, hætta að ræða um hvað vel- ferðarstjórn eða velferðarríkis- stjórn er hér á landi, það tel ég algjört öfugmæli. Einu hefur skotið upp í kolli mínum undanfarnar vikur. Stétt- arfélög hafa staðið í samningavið- ræðum um kaup og kjör. Hvergi hef ég séð að eldri borgarar hafi innan samninganefnda, hvorki atvinnu- veitenda eða launþega, fulltrúa í þessum samninganefndum en slíkt þekkist á Norðurlöndum t.d. Ég skora því á ASÍ, BSRB, BHM og stóru stéttarfélögin, t.d Rafiðn- aðarsamband Íslands og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og kennarasamtökin, að athuga þessi mál og huga betur að málefnum sinna eldri félaga, því langflestir verða sem betur fer aldraðir. Það er sárgrætilegt að hugsa til þess hvernig ríkisvaldið hefur leikið eldri borgara á liðnum mán- uðum og árum. Er ef til vill komið að þeim tímapunkti að eldri borg- arar bjóði fram sérstaklega til Alþingis og sveitarstjórna? Í Ísrael var sett á fót framboð eldri borg- ara fyrir um það bil tveimur árum og þeir náðu nokkrum þingmönn- um þannig að réttar raddir heyrð- ust frá eldri borgurum þar í landi. Þar fékk þetta framboð allgóðan stuðning frá börnum og barna- börnum. Við skulum minnast þess að Adenauer, Churchill og De Gaulle voru upp á sitt besta um áttrætt í pólitík. Það er verið að ræða um virð- isaukaskatt þessa dagana. Hvergi hef ég séð að lækka eigi virðis- aukaskatt á lyfjum sem eru mikil útlát fyrir eldri borgara, við gleymumst þar sem annars staðar. Í sambandi við ályktanir frá eldri borgurum virðist vera mjög erfitt að koma þeim á framfæri við fjölmiðla, hvað veldur? Á sama tíma geta alls konar ungliðahreyf- ingar komið sínum ályktunum mjög fljótt á framfæri, hvað veld- ur? Við erum þó yfir 20% af kosn- ingabærum þjóðfélagsþegnum og allir vilja atkvæði okkar í kosn- ingum. Nóg að sinni. Hugsað upphátt Samfélagsmál Jón Kr. Óskarsson formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.