Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 66
25. júní 2011 LAUGARDAGUR42 Bankastræti núll nefnist nýútkomin bók Einars Más Guðmundssonar þar sem hann heldur áfram að rýna í samtímann, hrunið og aðdraganda þess. „Það leikur allavega stórt hlut- verk og má segja að allar sögurn- ar tengist því á einn eða annan hátt,“ segir Einar Már Guðmunds- son rit höfundur, spurður hvort nýja bókin Bankastræti núll og Hvíta bókin eigi það ekki sameiginlegt að þar sé hrunið í aðalhlutverki. „En það er hægt að segja sögu ein- hvers fyrir bæris úr svo mörgum áttum. Sögurnar í þessari bók eiga það sameigin legt með sögunum í Hvítu bókinni að spretta úr hring- iðu núsins og vera einhvers konar tilraun til að greina ástandið.” Að miðla veruleika Þú kallar þetta sögur? „Ég geri það, já. Það er ekki hægt að kalla þetta skáldsögu, ekki smásögur, ekki ljóð en mér finnst þetta vera á dálítið óljósum mörk- um greina og sagna. Það er talað um essay-sögur, en það er ekki skemmtilegt orð svo ég kalla þetta bara sögur úr veruleikanum. Saga er náttúrulega mjög teygjan legt hugtak, en það sem ég er í raun- inni að segja er að það þarf ekki að skrifa skáldsögu eða fiktívan texta til að lýsa veruleikanum. Veru leikinn er svo ótrúlegur að þegar skrifað er um hann verður það ósjálfrátt að skáldskap. Það er mjög óljós lína á milli hins svo- kallaða raunveruleika og skáld- skapar. Frásagnarlist hefur alltaf byggt á því að menn eru að reyna að miðla einhverjum veruleika, þannig að það er sannleikurinn sem færist úr stað og afstaða okkar til veruleikans. Ef einhver hefði skrif- að rannsóknarskýrsluna sem bók- menntaverk fyrir hrun hefði hann verið álitinn mjög óraunsær og hálfgerður skýjaglópur. Eins og ég segi í Kannski er pósturinn svang- ur er veruleikinn alltaf að koma raunsæinu á óvart, þannig að í rauninni má líta á þessa bók sem ákveðinn lofsöng til veruleikans.“ Stjórnmálakerfið er niðurnjörvandi Skáldið lítur þannig á það en ræðu- maðurinn Einar Már lítur væntan- lega öðruvísi á það? „Spurningin sem liggur á bak við þetta allt er auðvitað: Hvers vegna fór þetta svona? Og þá verða til svona sögur úr öllum áttum, til dæmis eins og þegar ég lýsi Stúdenta ráði og segi sögu nýfrjáls- hyggjunnar út frá því hvernig þetta kerfi var að verða til fyrir framan nefið á manni, án þess að maður skildi hvað væri á seyði. Maður hélt í upphafi að frjálshyggjumenn- irnir væru að grínast. Síðan er það spurningin hvernig tímarnir hafa þróast. Hvers vegna eru þeir sem gagnrýndu þetta kerfi í gamla daga orðnir verjendur þess í dag? Það er þessi þróun sem ég er að reyna að lýsa, án þess að hafa eitthvert endan legt svar, enda held ég að það sé ekki til. Sem betur fer.“ Nú ert þú gamall kommúnisti, er til eitthvað sem heitir hægri eða vinstri í pólitíkinni lengur? „Kommúnisti, já, það væri nú gaman að geta kallað sig kommún- ista, en orðið hefur öðlast svo nei- kvæða merkingu. Flestir sjá fyrir sér fangabúðir í Síberíu þegar þetta orð er notað en Tómas Guð- mundsson sagði að alltaf þegar honum fyndist hann virkilega vera að segja eitthvað mikilvægt og satt væri hann sakaður um að vera kommúnisti. Fólk sem er gagn rýnið og skynjar þörfina á breytingum er oftast stimplað sem kommúnistar, þannig að í þeim skilningi hefur orðið jákvæða merkingu. En varðandi hægri og vinstri kom það glögglega í ljós í búsáhalda byltingunni að það skipti engu máli hvaða stjórnmála- skoðanir fólk hafði, það var bara annað hvort sammála eða ósam- mála og sameinaðist um ákveðin markmið, til dæmis þjóðareign á náttúru auðlindum, og það var aldrei spurningin hvort þú værir framsóknarmaður eða sósíal isti eða eitthvað annað. Stjórnmálaflokkakerfið er svo- lítið notað til að njörva okkur niður. Flokkarnir eru líka orðnir líkari vel reknum fyrirtækjum en ein- hverjum hugsjónahópum, þannig að í þessum gamla kaldastríðs- skilningi er ekki lengur hægt að tala um hægri og vinstri. En það má segja að nýfrjálshyggjan hafi orðið ríkjandi afl í samfélaginu öllu og bæði vinstrimenn og hægri- menn ánetjast henni og fundið sér sína bandamenn og óvini eftir hent- ugleika.“ Nýfrjálshyggjan í bókmenntunum Snúum okkur aftur að Bankastræti núll, hefurðu snúið baki við skáld- sögunni og snúið þér alfarið að þjóð- félagsumræðunni? „Það er löng hefð fyrir því að skáldin beiti sér í þjóðfélagsum- ræðu. Þegar við lesum gömul tímarit eins og Máls og menning- ar kemur í ljós heilmikil pólitísk og þjóðfélagsleg umræða þar sem skáldin voru að greina málefnin. Ritgerðasmíði er auðvitað ákveðin bókmenntagrein sem við þekkjum til dæmis frá Þórbergi og Laxness í Alþýðubókinni og Bréfi til Láru. Sverrir Kristjánsson skrifaði beitt- ar greinar og Sigfús Daðason var mjög skemmtilegur þjóðfélags- rýnir sem hefur haft mikil áhrif á mig, eins og fram kemur í þessari bók. Það er reyndar kveðja til Sig- fúsar í öllum mínum bókum en það er önnur saga. Thor, Guð bergur, Indriði G. og Þorgeir Þorgeirson tóku virkan þátt í þjóðfélagsum- ræðunni, þannig að þetta er ekkert nýtt hjá mér. Samt er maður allt- af spurður út í þetta eins og þetta sé eitthvað óvenjulegt. Það helgast náttúrulega af þessari tuttugu ára félagslegu eyðimörk sem hefur ríkt í bókmenntaheiminum. Ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Það er reyndar mjög áhugaverð pæling sem ég kem aðeins inn á í bókinni, en hefði gaman af að skoða betur, hvernig bók menntirnar spegla þennan tíma sem við erum að tala um. Krimmavæðingin og lífsstíls bókmenntirnar eiga sér ákveðna hliðstæðu í viðgangi nýfrjálshyggjunnar og sum bóka- forlög fara meira að segja sjálf að semja bækurnar. Það er gengið út frá spurningunni: „Hvers konar bækur vantar markaðinn?“ en ekki: „Hvers konar bók menntir eru skapaðar?“ Í þessu ferli er hinni stóru og miklu skáldsögu ýtt til hliðar, en allt eru þetta auðvitað bara bylgju hreyfingar í bókmennta sögunni sem þýða kannski eitthvað allt annað en við sjáum núna.“ Áfram í ritgerðasmíðinni Ætlarðu að halda áfram að skrifa í þessu formi eða eigum við von á skáldsögu? „Ég er auðvitað alltaf með ákveðin verkefni í gangi. Flestar mínar skáldsögur hafa verið að þróast lengi og tekið breytingum eftir því sem maður skoðaði við- fangsefnið oftar, þannig að ég leyfi hlutunum bara að hafa sinn gang. Ég hugsa að ég eigi nú einhvern tíma eftir að skrifa skáldsögu aftur, en þetta er ákveðið form sem þróast með manni og þroskast og ég hugsa að svona ritgerða smíð með sögulegu ívafi eigi sér tals- verða framtíð í mínu höfði. Kreppa skáld sögunnar er ekki bara mark- aðsleg. Hinn skáldlegi heimur sem skáldsagan byggir á er ekkert verndað svæði og á ekki að vera það. Veruleikinn ryðst inn í fiktíva heiminn og þá erum við aftur stödd í gömlum frásagnarheimi. Mér finnst það áhugaverða við gömlu frásagnarlistina vera hvað það er hægt að nálgast hana á margvís- legan hátt og hversu vel það liggur við að beita henni á nútímaleg efni. Virðingin fyrir hefðinni er fólgin í því að nota hana.“ fridrikab@frettabladid.is 42 menning@frettabladid.is VERULEIKINN KEMUR RAUNSÆINU Á ÓVART EINAR MÁR „Fólk sem er gagnrýnið og skynjar þörfina á breytingum er oftast stimplað sem kommúnistar, þannig að í þeim skilningi hefur orðið jákvæða merkingu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HAG 15.00 Kristín Gunnlaugsdóttir mun leiðsegja um yfirlits- sýningu á verkum sínum, Inní rós, í Listasafninu á Akureyri. Aðgangseyrir er kr. 500. Sýningunni lýkur á sunnudaginn. Krimmavæðingin og lífsstílsbókmenntirnar eiga sér ákveðna hliðstæðu í viðgangi nýfrjálshyggjunnar og sum bókaforlög fara meira að segja sjálf að semja bækurnar. Það er gengið út frá spurningunni: „Hvers konar bækur vantar markaðinn?“ en ekki: „Hvers konar bókmenntir eru skapaðar?“ Þann 14. júní sl. tóku ný lög gildi um breyt- ingu á lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Breytingin tók meðal annars til arðgreiðslna af hreindýraveiðum. Í 15. mgr. 14. gr. segir nú: “Aðeins er heimilt að úthluta arði af hreindýra- veiðum til þeirra sem heimila hreindýraveiðar á landi sínu allt veiðitímabilið. Eigandi eða ábúandi jarðar skal fyrir 1. júlí ár hvert tilkynna til Um- hverfisstofnunar hvort hann heimili veiðar á landi sínu eður eigi. Eigandi eða ábúandi þarf þó ekki að tilkynna afstöðu sína árlega hafi hann gert það einu sinni og ekki orðið breyting á afstöðu hans. Umhverfisstofnun er heimilt að miða við afstöðu eiganda eða ábúanda frá fyrri veiðitímabilum hafi hann ekki tilkynnt um afstöðu sína fyrir 1. júlí.” Umhverfisstofnun hefur ákveðið að miða við af- stöðu eigenda og ábúenda frá fyrri veiðitímabilum þegar kemur að úthlutun arðs vegna veiðtímabils- ins 2011. Því mun stofnunin byggja á því að þeir landeigendur og ábúendur sem til skamms tíma hafa heimilað veiðar á landi sínu allt veiðitímabilið og þegið arðgreiðslur muni gera það áfram á kom- andi veiðitímabili. Einnig mun á því byggt að þeir landeigendur sem bannað hafa veiðar á landi sínu allt veiðitímabilið og ekki þegið arðgreiðslur muni gera slíkt hið sama áfram. Þeir landeigendur sem hyggjast breyta frá fyrri afstöðu eins og að ofan greinir þurfa að tilkynna Umhverfisstofnun um það fyrir 1. júlí nk. svo að breytingin hafi gildi á komandi veiðitímabili. Í þeim tilfellum sem greiddur hefur verið út arður en landeigendur hafa aðeins heimilað veiðar hluta úr tímabili eða ekki heimilað veiðar, mun verða haft samband við viðkomandi til að fá fram skýra afstöðu um heimild til veiða. Nánari upplýsingar hjá Umhverfisstofnun í síma 591-2000 eða á ust@ust.is. Arðgreiðslur af hreindýraveiðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.