Fréttablaðið - 25.06.2011, Side 2

Fréttablaðið - 25.06.2011, Side 2
25. júní 2011 LAUGARDAGUR2 FÓLK Þórður Örn Kristjánsson hefur ekki látið heyrnarleysi aftra sér frá því að lifa lífinu. Hann varð fyrstur heyrnarlausra til að útskrifast með mastersgráðu frá Háskóla Íslands árið 2008 og stundar nú doktorsnám í líffræði við sama skóla. Líffræðiáhugi Þórðar nær hins vegar út fyrir kennslustofuna því hann hefur brennandi áhuga á veiði. Hann fór ásamt fjölskyldu sinni í sitt mesta ævintýri hingað til á dögunum þar sem honum tókst að fella 200 kílóa svartbjörn. „Þessi veiði- og útivistaráhugi er algjörlega meðfæddur. Pabbi drösl- aði mér með í allar sínar veiðiferð- ir þegar ég var yngri og mamma tók mig með í líffræðirannsóknir sínar þegar ég var smápatti. Ég hef því alltaf verið með annan fótinn úti í náttúrunni og líður hreinlega illa ef ég er fastur innan bæjar of lengi,“ segir Þórður, sem stundar bæði skot- og stangveiði af krafti. Þórður varð þrítugur á árinu en auk þess varð Þórarinn bróð- ir hans tvítugur og Kristján faðir þeirra sextugur. Af þessu tilefni skelltu þeir sér til Kanada með Ásgeiri Heiðar leiðsögumanni og fóru á bjarnarveiðar, en með í för var frændi þeirra, Erling Valdi- marsson. „Þetta fór rólega af stað en pabba tókst svo að fella einn svart- björn sem var í kringum 100 kíló. Þegar ekki nema klukkustund var eftir af veiðitímanum sá ég síðan skyndilega eina gríðarlega flotta skepnu,“ segir Þórður um ferðina og bætir við: „Það er ólýsanleg til- finning að rekast á svona björn, setur allt adrenalínflæðið af stað enda stór dýr og færið stutt í skóg- inum. Ég hef aldrei titrað jafn mikið á veiðum og þegar dýrið kom í skotfæri. En mér tókst sem sagt að fella björninn, sem mældist yfir sex fet og var áætlaður 200 kíló.“ Þórður var heyrandi til sextán ára aldurs en missti þá heyrn á öðru eyranu eftir skurðaðgerð og svo á hinu átján ára. Hann þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem mynd- ar taugaæxli í líkama hans. Hann segir heyrnarleysið vitaskuld há sér en er ánægður með þann stuðn- ing sem hann hefur fengið í námi sínu. Hann segist fá aðstoð túlka og nýtur jafnframt góðs af því að kennsluefni og fyrirlestrar eru fáanleg í tölvutæku formi. „Aðalatriðið er samt auðvitað að ef að fólk leggur á sig að lesa, glósa og vinna verkefni þá geng- ur því vel,“ segir Þórður. Hann er hins vegar ekki jafn ánægður með Ríkissjónvarpið, sem hann gagn- rýnir fyrir að texta ekki frétta- tíma. „Þetta ætti að vera lítið mál en það er eins og vilji sé bara ekki til staðar og því eru heyrnarlausir hafðir úti í kuldanum þegar kemur að upplýsingagjöf,“ segir hann að lokum. magnusl@frettabladid.is Það er ólýsanleg tilfinning að rekast á svona björn, setur allt adrena- línflæðið af stað... ÞÓRÐUR ÖRN KRISTJÁNSSON DOKTORSNEMI Í LÍFFRÆÐI Finnbogi, eru þetta flekaskil á þínum ferli? „Ef verkefnunum fer að gjósa upp.“ Finnbogi Þorkell Jónsson er íslenskur leikari. Hann fór nýverið með hlutverk vísindamannsins Alfreds Wegener í þýskri heimildarmynd. Wegener setti fram land- rekskenninguna sem byggir á hreyfingum jarðskorpuflekanna. SAMGÖNGUR Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra útilokar ekki að sett verði lög á kjaradeilu flug- manna fari yfirvinnubann þeirra að valda ferðaþjónustunni skaða. Katrín sagði í viðtali við Stöð 2 að slík aðgerð væri þó neyðar- úrræði. Yfirvinnubann hófst hjá atvinnu- flugmönnum Icelandair klukkan tvö í gærdag. Samninganefndir funduðu í húsakynnum ríkissátta- semjara í gærkvöld. Sex ferðum Icelandair hefur verið aflýst á morgun vegna yfirvinnubannsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að ef ekki náist að semja í dag muni fyrirsjáanlega þurfa að fella niður sex ferðir til viðbótar mánudaginn 27. júní og verði það gert með 24 klukkustunda fyrirvara. „Ákvörðun um að fella niður flugin með þessum fyrirvara er tekin til þess að eyða óvissu og gefa farþegum tækifæri á því að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Í heild eru um 1.500 ferðamenn bókaðir í þau 12 flug sem um er að ræða og er upplýsingum komið til þeirra um stöðuna meðal ann- ars með textaskilaboðum og tölvu- pósti,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að það séu mikil vonbrigði að félagið þurfi að grípa til þessara aðgerða. - sv Iðnaðarráðherra útilokar ekki aðgerðir gegn yfirvinnubanni flugmanna: Sex ferðum aflýst á morgun Felldi risabjarndýr í veiðiferð í Kanada Þórður Örn Kristjánsson missti heyrnina átján ára og varð fyrstur heyrnar- lausra til að útskrifast úr mastersnámi við Háskóla Íslands. Þórður fór nýverið í veiðiferð til Kanada þar sem honum tókst að fella óvenjustórt bjarndýr. VEIÐIMENN OG BRÁÐIN Þórður sést hér lengst til hægri ásamt ferðafélögunum með 200 kílóa svartbjörn sem honum tókst að fella. ICELANDAIR Á KEFLAVÍKURVELLI Ef ekki næst að semja mun félagið aflýsa sex ferðum til viðbótar á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SJÁVARÚTVEGUR Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, gaf í gær út reglugerð um auknar strandveiðar í sam- ræmi við nýsamþykkt lög um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Alþingi samþykkti að heimila aukningu strandveiða um allt að 1.900 tonn af óslægðum þorski og 600 af óslægðum ufsa. Aukn- ingin skiptist þannig að 33,3 pró- sent koma til aukningar á svæði A, 23,7 prósent á svæði B, 25,5 prósent á svæði C og 17,5 pró- sent á svæði D. Aukningin kemur þegar til framkvæmda þannig að heim- ildir nú í júnímánuði aukast um 633 tonn af óslægðum þorski og 200 tonn af óslægðum ufsa. - shá 2.500 tonn til strandveiða: Veiðiheimildir aukast verulega Í HÖFN Strandveiðimenn fá meira til skiptanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir öðrum tveggja Black Pistons- manna, sem sitja inni fyrir meint ofbeldi, hótanir og frelsissvipt- ingu manns. Maðurinn skal sæta gæsluvarð- haldi til 21. júlí. Félaga hans, sem er jafnframt leiðtogi vélhjóla- gengisins, var gert að afplána 240 daga eftirstöðvar refsingar, en honum hafði verið veitt reynslu- lausn í september á síðasta ári. Gæsluvarðhald framlengt: Black Pistons áfram í gæslu BANDARÍKIN, AP Fulltrúadeild Bandaríkjaþings felldi í gær með yfirgnæfandi meirihluta heimild til handa Bandaríkjaforseta til að halda áfram þátttöku í loft- árásum á Líbíu. Jafnt demókratar sem repúblikanar á þingi eru æfir út í forsetann fyrir að hafa tekið ákvörðun um þátttöku Banda- ríkjahers í stríðinu án þess að fá fyrst til þess heimild frá þinginu, eins og bandarísk lög þó krefjast. Utanríkismálanefnd öldunga- deildar þingsins fær til afgreiðslu sams konar ályktun eftir helgi. - gb Obama fær ekki stuðning: Bandaríkjaþing hafnar stríðinu DÓMSMÁL Gæsluvarðhald yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa orðið barnsmóður sinni að bana í Heiðmörk fyrir fáeinum vikum hefur verið framlengt til 21. júlí. Maðurinnn er vistaður á Sogni og er niður- stöðu geðrannsóknar beðið. Maðurinn kom með lík kon- unnar í skotti bifreiðar sinnar á Landspítalann í Fossvogi 12. maí síðasliðinn. - jss Gæsluvarðhald framlengt: Bíða niðurstöðu geðrannsóknar FJÁRMÁL Íbúar Reykjavíkur borga mörg hundruð milljónir í auknar álögur á næsta ári ef Reykjavík- urborg lækkar ekki fasteignaskattinn áður en fast- eignamatið hækkar. Stöð 2 sagði frá í gær. Fasteignamat skráðra íbúða á höfuðborgarsvæð- inu hækkar að meðaltali um 8,9 prósent á næsta ári en í Reykjavík er hækkunin mismunandi á milli hverfa. Stöð 2 tók dæmi af íbúð í miðborg Reykjavíkur, en þar hækkaði fasteignamatið að meðaltali um 14 prósent. Þannig verður fasteignamat íbúðar sem nú er 21.8 milljónir króna orðið 24.9 á næsta ári. Það þýðir að fasteignaskatturinn sem áður var 49 þúsund krónur á ári verður 56 þúsund krónur á ári. Í Grafarvogi hækkaði fasteignamatið að meðal- tali um tæplega átta prósent. Fasteignamat tveggja hæða raðhúss í Foldahverfi sem nú er 38 milljón- ir hækkar í rúma 41 milljón. Fasteignaskatturinn eykst þar um rúmar sjö þúsund krónur. Reykjavíkurborg hefur þó í gegnum tíðina reynt að lækka fasteignaskattinn þegar fasteignamat hækkar í þeim tilgangi að hækka ekki álögur, í krónum talið, á íbúa borgarinnar. Í samtali við fréttastofu sagði Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, enga ákvörðun hafa verið tekna um lækkanir. - jmi, shá Að óbreyttu aukast álögur á borgarbúa mikið vegna hækkaðs fasteignamats: Tugir þúsunda á eina fasteign VESTURBÆR REYKJAVÍKUR Fasteignamatið hækkar mest í grónum hverfum borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNTAMÁL Framkvæmdir geta hafist í haust við uppbyggingu stúdentagarða í Vatnsmýrinni. Ríkisstjórnin samþykkti í gær fjárheimildir fyrir Íbúðalánasjóð sem tryggja fjármögnun fram- kvæmdanna. Heildarkostnaður er áætlaður um fjórir milljarðar króna. Félagsstofnun stúdenta hefur síðustu ár undirbúið þessar fram- kvæmdir. Áformað er að reisa byggingu með 280 íbúðum fyrir um 320 námsmenn en að jafnaði eru um 350–550 manns á biðlista eftir leiguíbúðum. Framkvæmdir ættu að geta hafist í haust og er áætlað að þær skapi um 300 ársverk. Gert er ráð fyrir að fyrri áfanga verksins ljúki í 2013 en að framkvæmdun- um í heild ljúki árið 2014. - shá 4 milljarða framkvæmd: Grænt ljós á stúdentagarða Peter Falk látinn Leikarinn Peter Falk er látinn, 83 ára að aldri. Falk var þekktastur fyrir að leika lögreglumanninn Columbo í fjölda sjónvarpsþátta. Talsmaður fjölskyldu Falk sagði leikarann, sem þjáðist af Alzheimer, hafa hlotið friðsælan dauðdaga á heimili sínu. Falk skilur eftir sig eiginkonu og tvær dætur af fyrra hjónabandi. BANDARÍKIN SPURNING DAGSINS 16´´ BRAKANDI PIZZATILBOÐ FRÁ PIZZAHÖLLINNI Tilboðinu fylgir 2 l kók, stór pakki af brauðstöngum og einstök brauðstangasósa sem er leyniuppskrift frá USA. www.pizzahollin.is 100 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 1.790 kr. GILDIR Í 48 TÍMA 3.690 kr. Verð 51% Afsláttur 1.900 kr. Afsláttur í kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.