Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 8
25. júní 2011 LAUGARDAGUR ms.is Virðing Réttlæti Hefurðu fengið orlofsuppbótina greidda? Gleðilegt sumar! F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Þeir félagsmenn VR sem eru í starfi í fyrstu viku maí, eða hafa starfað samfellt hjá sama vinnuveitanda í 12 vikur á orlofsárinu, eiga rétt á orlofsuppbót að upphæð 30.300 kr. miðað við fullt starf. Annars er hlutfallslega miðað við starfs- hlutfall og starfstíma síðastliðið orlofsár. Þeir sem eru í hlutastarfi eiga að fá greidda orlofsuppbót í samræmi við starfshlutfall sitt. Orlofsuppbótina átti að greiða síðasta lagi þann 1. júní. Nánar á www.vr.is BRUSSEL, AP Leiðtogaráðstefnu Evr- ópusambandsins lauk í gær eftir tveggja daga fundarhöld. Enn einu sinni skyggðu fjárhagsvandræði Grikklands á önnur umræðuefni en ræddar voru leiðir til að koma ríkinu til hjálpar og verja evruna. Niðurstaða leiðtoganna var að veita Grikkjum aðgang að millj- örðum evra úr þróunarsjóðum sambandsins. Vonast þeir til þess að aðstoðin auðveldi grísku ríkis- stjórninni glímuna við fjármála- kreppuna og geri henni kleift að koma óvinsælum aðhaldsaðgerðum í gegnum þingið. Þróunarsjóðir ESB eru ætlaðir til að styrkja innviði vanþróaðri ríkja sambandsins. Grikkir eiga heimt- ingu á fimmtán milljörðum evra á næstum tveimur árum en hafa átt í erfiðleikum með að finna verkefni sem uppfylla skilyrði til veitinga úr sjóðnum. Á þeim skilyrðum verð- ur nú slakað en ólíkt þeim neyðar- lánum sem gríska ríkið hefur feng- ið þarf ekki að borga styrkina til baka. Gríska skuldakreppan hefur náð nýju hámarki á undanförnum vikum. Þrátt fyrir stór neyðar- lán frá ríkjum evrusvæðisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er ljóst að enn skortir ríkið tugi milljarða evra til að eiga fyrir skuldum. Á fundinum var einnig gengið frá ráðningu ítalska hagfræðings- ins Mario Draghi í embætti banka- stjóra Evrópska seðlabankans. Þá var staðfest að Króatíu mun standa til boða að ganga í sambandið 1. júlí 2013 og verða 28. ríki sambandsins. Þá var samþykkt að þróa sameig- inlegar reglur um landamæraeftir- lit innan sambandsins. Lýstu marg- ir leiðtoganna yfir áhyggjum af því að verið væri að ganga gegn megin- reglunni um frjálsa för innan sam- bandsins, en einungis skal grípa til virks landamæraeftirlits þegar önnur ráð hefur þrotið. magnusl@frettabladid.is Grikkland enn á ný í brennidepli hjá ESB Tveggja daga fundarhöldum leiðtoga ríkja Evrópusambandsins lauk í gær. Fjár- hagsvandræði gríska ríkisins voru fyrirferðarmest en margt bar þó á góma. BRUSSEL Vel fór á með leiðtogunum þrátt fyrir alvarlegan undirtón umræðnanna. DÓMSMÁL Eignarhaldsfélagið Fast- eign hefur verið dæmt til þess að greiða Íslenskum aðalvertökum (ÍAV) skaða- og tafabætur, alls að upphæð 82 milljónir króna, vegna framkvæmda við Álftaneslaug. Í dómnum er tekið tillit til kostnaðar- hækkana sem urðu á framkvæmda- tímanum. ÍAV áttu lægsta tilboðið í verkið, tæpar 604 milljónir króna. Á samn- ingstímanum urðu miklar verð- hækkanir og taldi verktakinn að forsendubrestur hefði orðið á samn- ingnum. Hæstiréttur fellst á það, en tiltekur að brostnar forsendur geti ekki leitt til þess að krafa um hækk- un verklauna verði tekin til greina. Hins vegar var litið til þess að þrátt fyrir stórfelldar verðhækk- anir á aðföngum og tafir hefði íAV lokið verkinu og efnt verksamn- inginn. Þá hefði Fasteign fengið til eignar og útleigu mannvirki sem hefðu verið mun dýrari en verk- samningurinn hefði gert ráð fyrir. Jóhannes Karl Sveinsson, rak málið fyrir hönd ÍAV. Hann segir að með dómnum hafi kostnaðar- hækkunum verið skipt á milli verk- kaupa og verktaka og það sé farsæl og sanngjörn lausn. Hann bendir á að Fasteign leigi mannvirkið á verði miðuðu við raunkostnað. Hann býst ekki við að dómurinn leiði af sér skriðu málaferla, en hann muni veita leiðsögn í nokkrum málum. - kóp Fasteign dæmd til að greiða 82 milljónir til Íslenskra aðalverktaka: Bætur vegna Álftaneslaugar ÁLFTANESLAUG Miklar kostnaðarhækk- anir urðu á framkvæmdatímanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.