Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 25. júní 2011 19 Heilsugæsla höfuðborgarsvæð-isins, HH, hefur það hlutverk að sinna heilbrigðisþjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Fjár- veitingar til stofnunarinnar hafa verið skertar eftir hrun og hluta starfsmanna verið gert að taka á sig launalækkanir. Þá hefur krafa um sparnað í rekstri dunið á starfs- fólki og mikill tími og fjármagn farið í að skoða slíkar aðgerðir. Það vakti því nokkra athygli starfsfólks að rekstrarafgangur HH árið 2010 nam um 116 milljónum. Í nýlegu bréfi til starfsmanna kemur fram að hagnaður stofnunarinnar 2010 rennur ekki til starfseminnar 2011 og nýtist því ekki starfsemi HH. Það er áhyggjuefni og undarlegt mjög að yfirstjórn HH skuli ekki nýta allt það fjármagn sem hún fær til starfseminnar í þágu íbúa höfuðborgarsvæðisins. Er það trú- verðugt að ofgefið sé í fjárveiting- um til HH á sama tíma og starfs- fólki hefur verið gert að taka á sig kjaraskerðingar og ekki hafa fengist fjárheimildir til að sinna nauðsynlegum verkefnum í þágu almennings? Hefur stjórn stofn- unarinnar misst sjónar á því hlut- verki sínu að sinna þjónustu við fólk? Umrædd staða vekur líka þær spurningar hvernig við sem erum starfsfólk HH gætum nýtt 116 milljónir í þágu heilbrigðisþjón- ustu við íbúa höfuðborgarsvæðis- ins og fullnýtt þær fjárveitingar sem sannarlega renna til stofnun- arinnar. Við gætum: Ráðið sálfræðinga í vinnu hjá HH til að sinna geðheilbrigðisþjón- ustu við börn og ungmenni. Þörfin er brýn eins og dæmin sanna og brýnt að HH efli nærþjónustu sína á þessu sviði. Ráðið félagsráðgjafa til vinnu til að sinna fjölskyldum í vanda. Starfsfólk HH sinnir í vaxandi mæli verkefnum sem félagsráð- gjafi gerir enn betur. Með þessu mætti bæta þjónustu allra stétta og nýta sérhæft starfsfólk betur. Unnið fræðsluefni fyrir notend- ur þjónustunnar, mikill skortur er á góðu fræðsluefni fyrir almenn- ing um heilbrigði, sjúkdóma og lífs- stíl. Haldið námskeið fyrir foreldra barna og ungmenna um uppeldis- mál og heilbrigði barna og ung- menna og stutt þannig foreldra í uppeldishlutverki sínu. Eflt forvarnar- og meðferðar- hlutverk heilsugæslunnar varðandi lífsstílssjúkdóma sem verða helsta verkefni heilbrigðisþjónustunnar næstu áratugi. Unnið að starfsendurhæfingu í gegnum HVERT-verkefnið. HVERT hefur skilað undraverðum árangri í þágu samfélagsins en nú stendur til að leggja starfsemina af í núverandi formi. Eflt heilsugæslu í framhalds- skólum, ungu fólki til hagsbóta. Keypt tæki og verkfæri á heilsu- gæslustöðvarnar. Sums staðar er grunnbúnaður eins og augn- og eyrnaskoðunartæki og blóðþrýst- ingsmælar orðinn gamall og léleg- ur og brýnt að endurnýja. Þá þarf að endurnýja minni verkfæri og bæta almennan búnað stöðvanna. Fjármagn í slíkt hefur verið vand- fundið og helst að líknarfélög hafi stuðlað að því að staðan væri við- unandi. Eflt þjónustu við fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu með fræðslu til starfsfólks og breyttu vinnulagi heilsugæslunnar. Sett á laggirnar rannsóknar- stöðu(r) við Þróunarstofu HH og eflt þannig rannsóknir og þróun innan HH. Það er umhugsunarefni hversu lítið fer fyrir rannsóknum á þessari næststærstu heilbrigðis- stofnun landsins og nauðsynlegt að gera þar bragarbót. Bætt launakjör starfsfólks og leiðrétt kjaraskerðingar síðustu tveggja ára. Atgervisflótti herjar á HH og bætt kjör eru ein leið til að sporna við enn frekari flótta. Þá hefur álag í starfi aukist mjög frá hruni án þess að starfsfólki hafi verið launað það á nokkurn hátt. Ráðið fleiri lækna til starfa til að sinna skjólstæðingum HH. Starf- semin líður fyrir skort á lækn- um og ekki fyrirsjáanlegt að það breytist að óbreyttu. Margt fleira mætti sjálfsagt tína til enda verkefni heilsugæslu óþrjótandi í samfélagi sem er í kreppu og vilji fagfólks HH mikill til að sinna sem best því fólki sem á þjónustunni þarf að halda. Það er því alvarlegt að stjórn HH skuli ekki standa með íbúum höfuðborg- arsvæðisins og starfsfólki sínu og nýta allt sitt fjármagn í þágu starf- seminnar en kjósa fremur að skila umtalsverðum hagnaði inn í ríkis- hítina. Er nema von að maður velti því fyrir sér hvort ekki sé eitthvað að í stjórnun stofnunarinnar? Hagnaður Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins, í þágu hverra? Heilbrigðismál Gerður A. Árnadóttir heimilislæknir í Garðabæ ÚR ERLENDUM LEIÐURUM Gríska dramað Gríska dramað sýnir meir en nokkuð annað í stuttri sögu evrunnar að ekki er hægt að hafa sameiginlega mynt án þess að hafa skýrar reglur um efnahags- pólítíkina. Þær eru það að hluta til en það er ekki nóg. Þess vegna hefur verið lögð fram tillaga um að koma á sameiginlegu evrópsku fjármálaráðuneyti. Evrópusamvinnan krefst ábyrgðarfullra stjórnmálamanna sem skuldsetja ekki landið sitt svo mikið að það raski stöðugleikanum í sambandinu. www.kristeligt-dagblad.dk Úr leiðara Kristeligt Dagblad Hermenn kvaddir heim Næsta sumar munu viðbótarhermennirnir 33 þúsund, sem Barack Obama forseti ákvað að senda til Afganistan í lok árs 2009, vera farnir frá landinu. Bandarísku hermennirnir í Afganistan verða samt tvöfalt fleiri en þegar Obama flutti inn í Hvíta húsið. Áætlun Obama er málamiðlun milli óska heryfirvalda og krafna þeirra sem eru orðnir óþolinmóðir. www.aftenposten.no Úr leiðara Aftenposten Verslanir opnar: mán-mið 11-19, fim 11-21, fös 11-19, lau 11-18 og sun 13-18 | www.smaralind.is | 528 8000 E N N E M M / S ÍA / N M 4 7 2 6 4 · Afnot af fellihýsi í júlí og ágúst frá Víkurverki · 30.000 kr. bensíninneign hjá Atlantsolíu · 50.000 kr. matarúttekt hjá Hagkaup Taktu þátt í sumarleik Smáralindar með því að skila inn þátttökuseðli í Smáralind. Mánudaginn 27. júní munum við draga út aðalvinninginn sem er: OPIÐ TIL 18 Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.