Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 56
25. júní 2011 LAUGARDAGUR32 1. Grótta Ysti hluti Seltjarnarness, Grótta, er í raun eyja sem landtengd er með granda sem stendur upp úr á fjöru. Nágrenni Gróttu er vinsælt útivistarsvæði en eyjan sjálf er friðlýst vegna fuglalífs. Á varptímanum er því ekki leyfilegt að fara út í Gróttu en þegar honum lýkur, 30. júní, er gaman að fara fót- gangandi út í eyjuna. Er hægt að dvelja þar í um 6 klukkustundir. Upplýsingar um flóð og fjöru er meðal annars að finna á skilti við Gróttugranda. 2. Miðbær Reykjavíkur Þrátt fyrir að flestir telji sig þekkja miðbæ Reykjavíkur má segja að heimsókn þang- að sé ný upplifun fyrir borgarbúa þetta sumarið. Endur- bygging húsanna á horni Lækjargötu og Austurstræt- is, með tilkomu nýrra veitinga- staða, hefur gætt kjarnann lífi auk þess sem ráðstefnu- og tón- listarhúsið Harp- an hefur myndað skemmtilega teng- ingu milli miðbæjar og hafnar. Um þess- ar mundir setja götu- listahópar svip sinn á bæinn og nær hvert kaffihús er með borð og stóla utandyra. 3. Viðey Viðey er kyrrlát náttúruvin í aðeins fimm mínútna fjarlægð frá ys og þys borgarinnar. Auk þess er eyjan einn af merkari sögu- stöðum landsins en búseta hófst í eyjunni stuttu eftir landnám. Þá stóð klaustur í meira en þrjú hundruð ár í Viðey og Viðeyjarstofa sjálf á sér meira en 250 ára sögu. Útsýnið af eyjunni er eitt og sér þess virði að sigla út í hana, nú eða synda en Sjósunds- og sjóbaðs- félag Reykjavíkur stendur fyrir sjósundi frá Skarfa- kletti að fjörunni við Við- eyjarbryggju 17. ágúst og munu nokkrir bátar fylgja sundfólki alla leið. Bátur er tekinn til baka. 4. Sjósund í Nauthólsvík Fyrir þá sem langar að kynn- ast sjósundi af eigin raun er ekki úr vegi að heimsækja Nauthólsvíkina sem er rétti staðurinn til að reyna fyrir sér í íþróttinni. Áður en farið er í sjósund þarf að kynna sér vel hvernig haga skal sundinu og nýta sér ráð þeirra sem vanir eru en starfsfólk þjónustuhúss Ylstrandarinnar tekur á móti fólki alla daga frá klukkan 11-19 og reynir eftir fremsta megni að leiðbeina því. Rétt er að geta þess að mjög mikil- vægt er að fara aldrei einn í sjósund og vera í fylgd með vönu sjósundsfólki ef maður er byrjandi. Ekki skal vera lengi í sjónum í fyrstu ferð- unum né fara langt út. Sund- hetta í áberandi lit er skil- yrði. 5. Klambratún Lautarferð á Klambratún er óvenju skemmtileg um þessar mundir þar sem Frístundamiðstöð- in Kampur býður þar borgarbúum leikföng að láni úr svoköll- uðum „dótakassa“. Leiktækin fást að láni til notkunar á túninu á þriðjudög- um og fimmtudög- um frá klukkan 16-19 og einnig á sunnudögum í júní og ágúst frá klukkan 12-17. Ekki er úr vegi að listunnendur noti tækifæri og líti við á Kjar- valsstöðum og söguþyrstir geta kynnt sér sögu túnsins á skilti sem stendur inni í garð- inum á horni Rauðarárstígs og Flókagötu. Textinn er þar bæði á íslensku og ensku og rekur meðal annars sögu bæjarins Klambra og ábú- enda hans. 6. Indíánagil í Elliðaárdal Þeir sem ólust upp í Árbæn- um og Breiðholti þekkja margir hverjir svokallað Indíánagil, sem er vel geymt útivistarsvæði í hólmanum í Elliðaárdalnum. Til að kom- ast þangað akandi er Raf- stöðvarvegur keyrður frá Ártúnsbrekkunni alla leið að Rafstöðvarheimilinu. Þar eru bílastæði og geng- ið er göngustíga sem liggja þaðan inn í fallegt gil með klettum, kjarri og fuglasöng. Umhverfið er á einhvern hátt eilítið framandi og því ekki erfitt að ímynda sér að jafn- vel indíánar komi hlaupandi út úr skóginum. Umhverfi sem heillar börn. 7. Mínigolf í Grafarvogi Tveir 18 holu mínígolf- vellir voru opnaðir nú í vor í Skemmtigarðinum en íslenskar fjölskyldur hafa einkum kynnst mínígolfi í gegnum ferðir sínar til útlanda. Mínígolf er sniðug fjölskylduíþrótt að því leyti að til að hafa gaman af leikn- um skiptir aldur ekki máli. Golfvellirnir eru ólíkir, annar kallast Fjársjóðs- leitin, þar sem ævintýri sjó- ræningja eru í aðalhlutverki, og hinn nefn- ist Íslandshringur- inn þar sem púttað er ofan í Geysi, slegið inn í jökla og ofan í eldfjöll. 8. Álafosskvosin í Mosfellsbæ Í góðu veðri eru fáir stað- ir notalegri í Mosfellsbæ en pallurinn í Álafosskvosinni. Pallurinn er fyrir utan gömlu ullarverksmiðjuna en Kaffi- húsið Álafossi býður þar upp á heimabakað og heima- smurt, gúllassúpu og fleira til. Í Álafosskvosinni eru listamenn með vinnustofur og bjóða stundum upp á opið hús. Þá er hægt að gera góð kaup á ullarfatnaði, lopa og garni, sem selt í Álafossbúð- inni. 9. Fjölskyldurjóður í Heið- mörk Nokkur skjólgóð rjóður er að finna í Heiðmörk sem öllum er leyfilegt að nýta til útivistar og sér til gleði. Má þar nefna tvö nýrri, Furu- lund sem búinn er leiktækj- um, blakvelli og aðstöðu til að grilla, og Grenilund, fjöl- skyldurjóður með leik- og klifurtækjum. Þjóðhátíðar- lundur er þá fyrir aðeins stærri hópa, með borðum, bekkjum, fótboltavelli og leiktækjum. Hamborgarar og pylsur í kæliboxi, teppi og fótbolti er upplagður farang- ur. Til að finna nákvæma staðsetningu lundanna má benda á heimasíðu Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur, heidmork.is, þar sem gott kort er af svæðinu. 10. Náttúra í Kópavogi Eina náttúrugripasafnið á höfuðborgarsvæðinu sem almenning- ur hefur aðgang að er á Náttúrufræðistofu Kópa- vogs. Íslensk spendýr, fuglar, fiskar, liðdýr, lindýr og fjöl- breytt steinasafn má skoða á safninu og þeir sem hafa ekki enn litið augum eitt sér- stæðasta fyrirbæri íslenskr- ar náttúru, hinn umtalaða kúluskít, geta skoðað hann á safninu. 11. Hönnun í Garðabæ Merkilegt og skemmtilegt safn, Hönn- unarsafn Íslands, er að finna á Garða- torgi í Garðabæ en áhugi þjóðarinnar á eigin hönnunarsögu hefur verið að kvikna síðustu árin. Sýn- ing sumarsins kallast Hlut- irnir okkar en þar getur að líta úrval muna sem safnið hefur eignast síðan það var stofnað, árið árið 1998, þá fyrst sem sér deild innan Þjóðminjasafns Íslands. Eru þetta margir þekktir gripir úr íslenskri sem og erlendri hönnunarsögu. 12. Hellisgerði, Hafnarfirði Hinn 88 ára gamli skrúð- garður Hellisgerði er þekktur fyrir einstakar hraunmyndanir og ótal sýn- ishorn úr flóru Íslands. Auk þess er garðurinn af mörg- um talinn vera heimkynni álfa og huldufólks. Í gamla húsinu Oddrúnarbæ í Hellis- gerði verður í sumar starf- ræktur svokallaður Álfa- garður, opinn frá 12-16. Í Álfagarðinum verður hægt að kaupa álfate, dvergadjús, fá lánuð teppi til að nota í garðinum, láta lesa fyrir sig í álfaspil og steina og jafnvel fara í álfagöngu með sjáanda um garðinn. 13. Hvaleyrarvatn í Hafnar- firði Eitt fallegasta og fjölbreyti- legasta útivistarsvæði höfuð- borgarsvæðisins er að finna í kringum Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Veiði í vatninu er leyfileg án endurgjalds en er því þó beint til lengra kom- inna veiði- manna að þessi kostur er hugsaður fyrir byrjendur, börn, aldraða og öryrkja. Margar fallegar gönguleiðir eru í kringum vatnið. Álfaganga, veiði og Indíánagil Höfuðborgarsvæðið er forvitnilegur áfangastaður fyrir fjölskyldur, bæði þær sem eiga heima á svæðinu og hinar sem þangað koma sem gestir. Meðal skemmtilegra áfangastaða má nefna skjólgóð útivistarsvæði, æsispennandi leiksvæði, söfn og kaffihús. Bylgjulestin Garðurinn er einn af áfangastöðum Bylgjunnar, sem fagnar 25 ára afmæli með ferð um Ævintýraeyjuna Ísland í allt sumar. Kort af Suðurnesjum birtist í Fréttablaðinu 4. júní. 1 2 7 3 8 4 9 5 10 11 12 13 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.