Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 25. júní 2011 21 margir halda. Hann hefur þó líka ákveðna ókosti sem gætu kostað hann tilnefninguna, þannig að ég tel um 40 prósenta líkur á að hann verði tilnefndur. Romney er því sigurstranglegastur í forvalinu en samanlagt eru meiri líkur á því að einhver hinna frambjóðendanna hreppi hnossið.“ Silver er hins vegar svartsýnn fyrir hönd Söruh Palin. „Palin virðist einfaldlega ekki vera nægjanlega áfjáð í að verða forseti. Hún er ekki tilbúin að vinna öll skítverkin sem þarf til að kom- ast alla leið. Að bjóða sig fram til forseta er risastórt verkefni og hún virðist ekki hafa það sem til þarf til að sinna því. Hins vegar gæti skoð- anasystir hennar Michelle Bach- mann stolið senunni í prófkjörinu en það kemur kannski betur í ljós á næstu mánuðum,“ segir Silver. Lýðfræðin breytir stjórnmálum Silver hefur fjallað töluvert um það hvernig lýðfræðilegar breyting- ar eru líklegar til að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál á næstu árum og áratugum. Hann spáði því til að mynda árið 2008 að meirihluti Bandaríkjamanna myndi í fyrsta sinn styðja hjónabönd samkyn- hneigðra innan fjögurra ára. Und- anfarin misseri hafa fyrstu skoð- anakannanirnar birst sem sýna einmitt þá niðurstöðu. „Málefni eins og hjónaband sam- kynhneigðra hefur auðvitað mikið með kynslóðabil að gera. Tveir þriðju hlutar einstaklinga undir 35 ára aldri eru fylgjandi, þannig að þetta hlaut að gerast fyrr eða síðar,“ segir Silver. „Svona hlutir hafa líka mikið með kynslóðaminni að gera. Núna hefur til dæmis stærstur hluti Bandaríkjamanna alist upp í samfélagi þar sem vel- ferðarkerfi er til staðar, sömuleið- is aðgangur að heilsugæslu fyrir aldraða, og lífskjör hafa alltaf verið ansi góð. Fólk verður því ekki eins vart við skelfilega fátækt og fyrri kynslóðir, sem hefur þar með síður áhrif á lífsviðhorf þess. Þetta held ég að sé ein af ástæðunum fyrir því hversu margir í Bandaríkjunum og raunar víðar hafa fengið nóg af öfl- ugu velferðarkerfi, sem foreldrar þeirra fögnuðu kannski á sínum tíma.“ Ginnungagap milli flokkanna Silver telur frjálslynd sjónarmið vera að ná meiri fótfestu en áður í Bandaríkjunum og þykir ólíklegt að málefni á borð við fóstureyðing- ar og hjónaband samkynhneigðra verði áberandi í næstu kosningum. Þá telur hann Teboðshreyfinguna svokölluðu ekki líklega til að vara lengi, andkerfisframboð missi yfirleitt dampinn með tímanum og verði samdauna kerfinu. Hann hefur hins vegar áhyggjur af því að bilið á milli stjórnmálaflokkanna í Bandaríkjunum sé að aukast. „Flokkadrættir eru meiri en áður. Þingið hefur aldrei kosið eins mikið eftir flokkslínum og undan- farin ár. Einu sinni var miklu meiri munur á milli svæða. Þannig voru íhaldssamir demókratar í suðr- inu og frjálslyndir repúblikanar í norðaustrinu en núna er þetta ein- hvern allt orðið eins. Á sama tíma hefur þeim kjósendum sem skipta reglulega um skoðun milli kosninga fækkað, þannig að frambjóðend- ur eru í raun að berjast um færri „virk“ atkvæði en áður. Þetta getur af sér meiri óstöðugleika,“ segir Silver. Loks segir hann Bandaríkja- menn vera orðna langþreytta á stríðsátökunum í Mið-Austur- löndum, en stuðningur við notkun bandarísks herafla utan Banda- ríkjanna hefur hríðfallið undan- farin ár. „Demókratar hafa auðvitað allt- af haft efasemdir um notkun á her- aflanum. Repúblikanar hafa hins vegar hingað til stutt slík sjónar- mið. Núna virðast þeir hins vegar hafa meiri áhyggjur en áður af kostnaðinum sem fylgir slíku stríðsbrölti og ég held líka að þeir sjái pólitískt tækifæri til að færa ábyrgðina á Obama meðan hann er í Hvíta húsinu. En stríðsþreyt- an er án efa að aukast, spurningin er bara hvort þetta verður svona til lengri tíma eða hvort þetta er tíma- bundin þróun,“ segir Nate. ➜ Nate Silver er 33 ára gamall og uppalinn í Michigan í Bandaríkjunum. Hann fluttist til Chicago um tvítugt og bjó þar uns hann fluttist til New York í fyrra. ➜ Nate útskrifaðist með grunngráðu í hagfræði frá University of Chicago árið 2000 en lærði lokaárið sitt í London School of Econo- mics. ➜ Eftir útskrift lét hann sér leiðast í skrifstofustarfi hjá endurskoðunarfyrirtæki í fjögur ár en hætti þar þegar hann var farinn að þéna nægilega mikið til að sjá fyrir sér með pókerspili og sölu á tölfræðispám um hafnabolta. ➜ Árið 2008 hóf hann að blogga um stjórnmál á vef- síðunni www.fivethirtyeight. com/ og sló fljótlega í gegn. Hann hefur síðan hlotið fjölda viðurkenninga fyrir skrif sín og var meðal annars valinn einn af hundrað áhrifamestu einstaklingum heims af tímaritinu Time árið 2009. Hann skrifar nú um stjórnmál fyrir New York Times. ■ NATE SILVER Í HNOTSKURN Nate ásamt maka sínum, Robin, en þeir dvöldu á Íslandi um nokkurra daga skeið í vikunni. Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Málning! Scala Panellakk 15 Glært. 3 lítrar 3.195,- Aqua 25 innimálning á böð 4 lítrar 3.995,- Deka Meistaralakk 40 Akrýllakk. 1 líter 1.595,- Scala Lackfarg 30 (olíu) 1 líter 1.495,- Veggspartl medium 10 lítrar 3.695,- Framlengingarskaft fyrir rúllur 295,- Deka Pro 10 Innimálning. 10 lítrar 5.995,- DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar 5.490,- Deka Pro 4. Loft og veggjamálning. 10 lítrar 5.390,- Hágæða sænsk málning 10% gljástig, verð 10L 4.590,- allir ljósir litirDicht-Fix þéttiefni. 750ml 1.795,- Besta þekjandi viðarvörn í Skandi- navíu samkvæmt prófun Folksham í Svíþjóð. Sjá www.murbudin.is Scala Steypugrunnur Betoprime glær. 1 líter 695,- ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 2.7 lítrar 4.290,- DEKAPRO útimálning, 10 lítrar 6.495,- ODEN þekjandi viðarvörn. 1 líter 1.495,- Reykjavík Klettháls 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16 Suðurnes Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18 Akureyri Furuvellir 15. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14 Húsavík Garðarsbraut 50. Opið virka daga kl. 8-18 Vestmannaeyjar Flatir 29. Opið virka daga kl. 8-18 Áltrappa 5 þrep 5.990,- Ath. margar stærðir Áltrappa 4 þrep 4.990,- Ath. margar stærðir Álstigi 12 þrep 3.67 m 6.990,- Álstigi 3x8 þrep 2.27-5.05 m 16.990,- DEKA PRO þakmálning, 10 lítrar 9.995,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.