Fréttablaðið - 25.06.2011, Page 8

Fréttablaðið - 25.06.2011, Page 8
25. júní 2011 LAUGARDAGUR ms.is Virðing Réttlæti Hefurðu fengið orlofsuppbótina greidda? Gleðilegt sumar! F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Þeir félagsmenn VR sem eru í starfi í fyrstu viku maí, eða hafa starfað samfellt hjá sama vinnuveitanda í 12 vikur á orlofsárinu, eiga rétt á orlofsuppbót að upphæð 30.300 kr. miðað við fullt starf. Annars er hlutfallslega miðað við starfs- hlutfall og starfstíma síðastliðið orlofsár. Þeir sem eru í hlutastarfi eiga að fá greidda orlofsuppbót í samræmi við starfshlutfall sitt. Orlofsuppbótina átti að greiða síðasta lagi þann 1. júní. Nánar á www.vr.is BRUSSEL, AP Leiðtogaráðstefnu Evr- ópusambandsins lauk í gær eftir tveggja daga fundarhöld. Enn einu sinni skyggðu fjárhagsvandræði Grikklands á önnur umræðuefni en ræddar voru leiðir til að koma ríkinu til hjálpar og verja evruna. Niðurstaða leiðtoganna var að veita Grikkjum aðgang að millj- örðum evra úr þróunarsjóðum sambandsins. Vonast þeir til þess að aðstoðin auðveldi grísku ríkis- stjórninni glímuna við fjármála- kreppuna og geri henni kleift að koma óvinsælum aðhaldsaðgerðum í gegnum þingið. Þróunarsjóðir ESB eru ætlaðir til að styrkja innviði vanþróaðri ríkja sambandsins. Grikkir eiga heimt- ingu á fimmtán milljörðum evra á næstum tveimur árum en hafa átt í erfiðleikum með að finna verkefni sem uppfylla skilyrði til veitinga úr sjóðnum. Á þeim skilyrðum verð- ur nú slakað en ólíkt þeim neyðar- lánum sem gríska ríkið hefur feng- ið þarf ekki að borga styrkina til baka. Gríska skuldakreppan hefur náð nýju hámarki á undanförnum vikum. Þrátt fyrir stór neyðar- lán frá ríkjum evrusvæðisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er ljóst að enn skortir ríkið tugi milljarða evra til að eiga fyrir skuldum. Á fundinum var einnig gengið frá ráðningu ítalska hagfræðings- ins Mario Draghi í embætti banka- stjóra Evrópska seðlabankans. Þá var staðfest að Króatíu mun standa til boða að ganga í sambandið 1. júlí 2013 og verða 28. ríki sambandsins. Þá var samþykkt að þróa sameig- inlegar reglur um landamæraeftir- lit innan sambandsins. Lýstu marg- ir leiðtoganna yfir áhyggjum af því að verið væri að ganga gegn megin- reglunni um frjálsa för innan sam- bandsins, en einungis skal grípa til virks landamæraeftirlits þegar önnur ráð hefur þrotið. magnusl@frettabladid.is Grikkland enn á ný í brennidepli hjá ESB Tveggja daga fundarhöldum leiðtoga ríkja Evrópusambandsins lauk í gær. Fjár- hagsvandræði gríska ríkisins voru fyrirferðarmest en margt bar þó á góma. BRUSSEL Vel fór á með leiðtogunum þrátt fyrir alvarlegan undirtón umræðnanna. DÓMSMÁL Eignarhaldsfélagið Fast- eign hefur verið dæmt til þess að greiða Íslenskum aðalvertökum (ÍAV) skaða- og tafabætur, alls að upphæð 82 milljónir króna, vegna framkvæmda við Álftaneslaug. Í dómnum er tekið tillit til kostnaðar- hækkana sem urðu á framkvæmda- tímanum. ÍAV áttu lægsta tilboðið í verkið, tæpar 604 milljónir króna. Á samn- ingstímanum urðu miklar verð- hækkanir og taldi verktakinn að forsendubrestur hefði orðið á samn- ingnum. Hæstiréttur fellst á það, en tiltekur að brostnar forsendur geti ekki leitt til þess að krafa um hækk- un verklauna verði tekin til greina. Hins vegar var litið til þess að þrátt fyrir stórfelldar verðhækk- anir á aðföngum og tafir hefði íAV lokið verkinu og efnt verksamn- inginn. Þá hefði Fasteign fengið til eignar og útleigu mannvirki sem hefðu verið mun dýrari en verk- samningurinn hefði gert ráð fyrir. Jóhannes Karl Sveinsson, rak málið fyrir hönd ÍAV. Hann segir að með dómnum hafi kostnaðar- hækkunum verið skipt á milli verk- kaupa og verktaka og það sé farsæl og sanngjörn lausn. Hann bendir á að Fasteign leigi mannvirkið á verði miðuðu við raunkostnað. Hann býst ekki við að dómurinn leiði af sér skriðu málaferla, en hann muni veita leiðsögn í nokkrum málum. - kóp Fasteign dæmd til að greiða 82 milljónir til Íslenskra aðalverktaka: Bætur vegna Álftaneslaugar ÁLFTANESLAUG Miklar kostnaðarhækk- anir urðu á framkvæmdatímanum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.