Fréttablaðið - 25.06.2011, Side 22

Fréttablaðið - 25.06.2011, Side 22
25. júní 2011 LAUGARDAGUR22 MANNLÍF Atburðir eins og gengislánadómar, fjöldamótmæli og þjóðaratkvæðagreiðslur um Icesave virðast hafa áhrif á það hvernig Íslendingar meta líf sitt hverju sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR O kkur þótti áhuga- vert að meta stöð- una á þjóðinni út frá fleiri þátt- um. Þess vegna kom þessi lífs- matsmælikvarði inn,“ segir Gísli Steinar Ingólfsson, sérfræðingur í markaðsrannsóknum hjá Capa- cent. Fyrirtækið hefur undanfarið ár mælt samfélagsþætti í þjóðar- púlsi sínum, og samfélagsmæli- kvörðum er ætlað að gefa þjóðinni upplýsingar um stöðu á ýmsum þáttum lífsins í landinu á hverjum tíma. Þeir eiga líka að vera við- bót við hagfræðilegar mælingar á stöðu þjóðfélagsins, eins og hag- vöxt og landsframleiðslu. „Fræðimenn eru í auknum mæli farnir að meta gæði lífs í þjóðlönd- um út frá fleiri þáttum en hrein- um efnahagslegum mælikvörðum. Nefna má nóbelsverðlaunahafana Joseph Stiglitz og Amartya Sen, sem hafa báðir fært rök fyrir því að það séu fleiri þættir en þeir hagrænu sem hafi áhrif á lífsgæði íbúa og samkeppnishæfni landa og því nauðsynlegt að mæla þessa þætti á kerfisbundinn hátt.“ Capacent notar mælikvarða sem byggir á lífsmatsstigi Canril, en það þykir gefa bestar upplýsingar um heildarhag þjóðar á hverjum tímapunkti, það er hvernig fólk metur líf sitt og hvernig það sér líf sitt þegar litið er til framtíðar. „Þegar fólk metur líf sitt þegar á heildina er litið og til framtíð- ar hugsar það væntanlega um efnahagslega stöðu sína, félags- lega stöðu, tækifæri til framfara og ýmsa aðra þætti. Þessi mæli- kvarði gefur því heildrænar upp- lýsingar um þjóðarheilsuna hverju sinni.“ Lífsmatsmælingar af þessu tagi skipta fólki í þrjá flokka. Í fyrsta lagi er fólk sem dafnar – það er fólk sem metur líf sitt í augna- blikinu gott og sér fyrir sér að það verði jafn gott eða betra eftir fimm ár. Í öðru lagi er fólk sem er í basli, sem sagt fólk sem er ýmist svartsýnt á stöðu sína eftir fimm ár eða telur sig ekki vera á góðum stað í augnablikinu. „Þriðji hópurinn er síðan fólk sem á í þrenging- um. Í þessum flokki eru ein- staklingar sem gefa lífi sínu lága einkunn þegar mæling- in fer fram og sér ekki fram á betri tíma eftir fimm ár.“ Þegar Capacent hóf þessar mæl- ingar í maí á síðasta ári féllu 45 prósent Íslendinga í flokk þeirra sem dafna. Það fór niður í 44 pró- sent í október en síðan þá hefur þróunin verið upp á við. „Í nýj- ustu mælingunni falla 56 prósnet Íslendinga í þennan hóp,“ segir Gísli. Hlutfallið fór hæst í tæp 62 prósent í byrjun apríl. „Íslending- um sem meta líf sitt gott og horfa björtum augum til framtíðar hefur því fjölgað um rúm tíu prósentu- stig síðastliðið ár. Það er skýr þróun upp á við. Fólk er farið að líta bjartari augum fram á veginn.“ Að sama skapi hefur þeim sem eru í basli fækkað um tólf prósent á þessu rúma ári. Þeir voru 52 pró- sent í maí í fyrra en eru 40 prósent nú. Í byrjun maí síðastliðins fór hlutfallið niður í 34 prósent. Hópur Íslendinga telur líf sitt vera slæmt og sér ekki fram á betri tíma eftir fimm ár, og þannig hefur þetta verið frá upphafi mæl- inga. Síðustu vikur hafa þrjú til sex prósent Íslendinga verið í þessum flokki. Gísli segir lítinn mun á þróun þessa mælikvarða eftir lýðfræði- Minna basl og fleiri dafna Lífsmat Íslendinga undanfarið ár ■ LÍFSMAT ÍSLENDINGA SVEIFLAST MEÐ UMRÆÐUNNI 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Fyrri gengislánadómur Hæstaréttar Síðari gengislána- dómur Hæstaréttar Neikvæð umræða og fjöldamótmæli í aðdraganda þingsetningar Jólavikan Icesave-lög samþykkt á Alþingi og forseti vísar máli til þjóðaratkvæðagreiðslu Síðari þjóðar- atkvæðagreiðsla um Icesave- samninga 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Síðari þjóðar- atkvæðagreiðsla um Icesave- samninga Icesave-lög samþykkt á Alþingi og forseti vísar máli til þjóðaratkvæðagreiðslu Jólavikan Neikvæð umræða og fjöldamótmæli í aðdraganda þingsetningar Síðari gengislána- dómur Hæstaréttar Fyrri gengislánadómur Hæstaréttar 25 . j úl . 1. á gú . 8. á gú . 15 . á gú . 22 . á gú . 29 . á gú . 5. s ep t. 12 . s ep t. 19 . s ep t. 26 . s ep t. 3. s ep t. 10 . o kt . 17 . o kt . 24 . o kt . 31 . o kt . 7. n óv . 14 . n óv . 21 . n óv . 28 . n óv . 5. d es . 12 . d es . 19 . d es . 26 . d es . 2. ja n. 16 . j an . 23 . j an . 30 . j an . 6. fe b. 13 . f eb . 20 . f eb . 27 . f eb . 6. m ar . 13 . m ar . 20 . m ar . 27 . m ar . 3. a pr . 10 . a pr . 17 . a pr . 24 . a pr . 1. m aí 8. m aí 15 . m aí 22 . m aí 29 . m aí 5. jú n. 25 . j úl . 1. á gú . 8. á gú . 15 . á gú . 22 . á gú . 29 . á gú . 5. s ep t. 12 . s ep t. 19 . s ep t. 26 . s ep t. 3. s ep t. 10 . o kt . 17 . o kt . 24 . o kt . 31 . o kt . 7. n óv . 14 . n óv . 21 . n óv . 28 . n óv . 5. d es . 12 . d es . 19 . d es . 26 . d es . 2. ja n. 16 . j an . 23 . j an . 30 . j an . 6. fe b. 13 . f eb . 20 . f eb . 27 . f eb . 6. m ar . 13 . m ar . 20 . m ar . 27 . m ar . 3. a pr . 10 . a pr . 17 . a pr . 24 . a pr . 1. m aí 8. m aí 15 . m aí 22 . m aí 29 . m aí 5. jú n. 2010 2010 2011 2011 Hlutfall Íslendinga sem dafna Væntingavísitala Dafna Í basli Í þrengingum Íslendingar sem dafna og væntingavísitalan GÍSLI STEINAR INGÓLFSSON hópum. „Einhver munur er þó eftir hópum á því hvernig fólk metur líf sitt, en lágtekjufólk, fólk með litla menntun og elstu aldurshóparnir flokkast í lægri þrep lífsmatsstig- ans en aðrir samanburðarhópar.“ Einstaka atburðir í þjóðfélag- inu virðast hafa sterka fylgni við það hvernig fólk metur líf sitt og valda skammtímasveiflum. „Til dæmis virðast gengislánadómar Hæstaréttar í júní og september 2010 tengjast lífsmati Íslendinga. Sömuleiðis hafði neikvæð umfjöll- un í fjölmiðlum og þung undiralda rétt fyrir fjöldamótmæli fyrir framan Alþingi í upphafi október tengsl við neikvæðara mat Íslend- inga á lífi sínu. Það er því mikil- vægt að skoða langtímaþróun þar sem áhrif einstakra atburða á lífs- mat jafnast út.“ Það er áhugavert að mati Gísla að samfélagsmælikvarðarnir tengjast þeim hefðbundnu hag- rænu, þó fleiri þættir komi til í samfélagsmælikvörðunum en efnahagsástandið. „Samanburður við Væntingavísitölu Gallup, sem er mælikvarði á væntingar fólks til efnahagslegra þátta, leiðir til dæmis í ljós að báðir mælikvarð- ar virðast verða fyrir áhrifum af atburðum í umhverfinu, en sveifl- urnar í Væntingavísitölunni eru heldur meiri.“ Það tímabil sem mælingarnar ná til enn sem komið er hefur ein- kennst af töluverðum sveiflum, segir Gísli, þó að langtímaþróunin hafi verið upp á við. „Líkt og hag- vöxturinn virðist mat Íslendinga á lífi sínu vera nokkuð brothætt og verða fyrir áhrifum af áföllum eða jákvæðum fréttum í umhverfinu.“ Capacent hefur undanfarið ár kannað lífsmat Ís- lendinga í þjóðarpúlsi sínum. Einstaka atburðir og umfjöllun í fjölmiðlum virðast hafa fylgni við það hvernig fólk metur líf sitt. Meirihluti Íslendinga metur líf sitt sem gott og horfir björtum augum til framtíðar. Fólki sem á í basli hefur fækkað undanfarið ár. Gísli Steinar Ingólfsson útskýrði málin fyrir Þórunni Elísabetu Bogadóttur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.