Fréttablaðið - 25.06.2011, Síða 62

Fréttablaðið - 25.06.2011, Síða 62
25. júní 2011 LAUGARDAGUR38 krakkar@frettabladid.is 38 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is ■ Strumparnir eru litlar bláar og hvítklæddar skáldsagna- verur sem búa í sveppum í Strumpaþorpi í skógi einhvers staðar í Evrópu. ■ Belgíski teiknarinn Pierre Culliford, betur þekktur sem Peyo, skapaði Strumpana. ■ Sagan segir að eitt sinn hafi Peyo beðið vin sinn um að rétta sér saltstauk, en orðið sat í honum þannig að honum datt ekki betra í hug en að biðja um „strump“. Vinurinn sagði honum þá vinsamlegast að strumpa því aftur þegar hann væri búinn að strumpa. Þannig kviknaði hug- myndin að Strumpunum. ■ Strumparnir birtust fyrst í aukahlutverki í myndasögu árið 1958. Þeir vöktu samstundis mikla lukku sem varð til þess að farið var að gefa út sérstak- ar bækur um þá tveimur árum síðar. ■ Seinna gerði Hanna-Barbera Productions vin- sæla sjónvarpsþætti um Strumpana sem leik- arinn Laddi talsetti mörgum árum síðar á íslensku. ■ Fyrsta teiknimyndasagan um Strumpana sem kom út á Íslandi heitir Strympa. ■ Von er á nýrri mynd um Strumpana í ágúst á þessu ári. Hún er frá fram- leiðendum Shrek-mynd- a n n a o g verður í þrí- vídd. ■ Strump- arnir heita flestir nöfn- um sem eru lýsandi fyrir skapgerð þeirra eða eigin- leika. Kraftastrumpur er sterk- asti Strumpurinn, Letistrump- ur liggur sífellt í leti og sefur, Gáfnastrumpur lítur á sig sem gáfaðasta Strumpinn og er aðstoðarmaður Æðstastrumps, leiðtoga Strumpanna. ■ Strumparnir eru ekki nema fáeinir sentimetrar á hæð og klæðast hvítum, skringilegum höttum og buxum. Á því eru þó nokkrar undantekningar. Æðstistrumpur klæðist rauðu, Afastrumpur gulu, Amma- strympa bleiku og Smíða- strumpur bláum vinnugalla, svo dæmi séu tekin. ■ Helsti óvinur Strumpanna eru ill- mennið Kjartan galdrakarl, sem er sífellt að upphugsa leiðir til að klófesta þá. Kjartan á köttinn Brand. ■ Fjöldi Strumpanna er á reiki en sumum telst þeir vera 105. Aðeins eru þrír kvenstrumpar, þær Strympa, Frekjustrympa og Ömmustrympa, en restin er karlkyns. ■ Kjartan bjó til Strympu til að valda deilum meðal Strump- anna. Bragðið hreif ekki og Æðstastrumpi tókst að gera hana góða. Hún var fyrst dökk- hærð en varð ljóshærð eftir að Æðstistrumpur breytti henni. ■ Afistrumpur er afi Strump- anna og jafnframt elsti Strumpurinn. Barnastrumpur er yngsti Strumpurinn og býr yfir galdrahæfileikum. ■ Bretinn Stephen Parkes á stærsta safn af Strumpum svo vitað sé. Parkes, sem er 44 ára tæknifræðingur, á hvorki meira né minna en 1.061 leik- fangakarl og geri aðrir betur! ■ Strumparnir eru kallaðir ólík- um nöfnum eftir löndum. Þeir kallast til dæmis Schlümpfe í Þýskalandi, Smerfy í Póllandi, Törpök í Ungverjalandi, Pitufos á Spáni og Sumaafu í Japan. ■ Strumparnir áttu fimm- tugsafmæli 14. janúar 2008. Margvíslegir viðburðir voru skipulagðir um heim allan í tilefni af því. Í Brussel, höfuð- borg Belgíu, var boðið upp á Strumpaköku og gos. ■ Í dag er fæðingardagur Peyo, skapara Strumpanna, sem hefði orðið 83 ára hefði hann lifað. ■ Í tilefni af afmæli Peyo verður Strumpadag- ur haldinn hátíðlegur um allan heim og þar á meðal í Fjölskyldu- og húsdýra- g a r ð i nu m í Reykjavík. Þar gefst krökkum færi á að leita að Strumpum og fá bíó- miða í laun, fá andlitsmálun og láta taka af sér mynd með risavöxnum Strumpi. Góða Strumpaskemmtun! LITLAR SKRÝTNAR VERUR Litlir, bláir, klárir og elskaðir um allan heim. Alþjóðlegi Strumpadagurinn er í dag og af því tilefni verður fjölskyldustrump í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Helstu óvinur Strump- anna er illmennið Kjartan galdrakarl, sem er sífellt að upphugsa leiðir til að klófesta þá. MYNDIR/PEYO WWW.KIDSKNOWIT.COM er skemmtileg vefsíða þar sem hægt er að spila leiki og leysa þrautir og læra eitthvað um leið. Þar eru til dæmis söguspil, minnisspil og stærðfræðiþrautir. Þjónn: Í dag er ég með reykta tungu, steikta lifur, nýru i kássu og grísalappir. Gestur: Jahérna, ættirðu ekki að fara til læknis? Fíll og mús voru á leið yfir brú Fíllinn: Úff, rosalega brakar í brúnni. Ég held að hún sé að hrynja. Músin: Það er nú engin furða, við erum bæði á henni í einu. Smáauglýsing: Bolabítur til sölu. Borðar hvað sem er, er mjög hrifinn af börnum. Kennarinn. Saga er mjög áhugavert fag. Hún segir okkur hvað gerðist í fortíðinni. Nemandinn: Ég held að ég vilji ekki læra sögu Kennarinn: Af hverju ekki? Nemandinn: Það er engin fram- tíð í því. Nafn og aldur: Sólveig Marý Einarsdóttir 8 ára. Í hvaða skóla ertu: Hofsstaða- skóla. Í hvaða stjörnumerki ertu: Vog. Áttu happatölu? Nei. Helstu áhugamál/hvað ger- irðu í frístundum þínum? Ég æfi fimleika og ég leik mér við vinkonur mínar. Eftirlætissjónvarpsþáttur: Enginn sérstakur. Besti matur? Ýsa. Eftirlætisdrykkur? Vatn. Hvaða námsgrein er í eftir- læti? Margföldun. Skemmtilegasti dagurinn og af hverju? Mér finnst allir dagar skemmtilegir! Eftirlætistónlistarmaður/ hljómsveit? Bruno Mars. Uppáhaldslitur? Blár, rauður og hvítur (fánalitirnir okkar). Hvað gerir þú í sumar? Nú er ég á námskeiði hjá skátunum og það er rosa gaman. Svo fer ég í sumarfrí með pabba og mömmu. Skemmtilegasta bók sem þú hefur lesið? Galdrakarlinn í Oz. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin/n stór? Lögfræð- ingur (eins og mamma). Sólveig Marý Einarsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.