Fréttablaðið - 25.06.2011, Page 34

Fréttablaðið - 25.06.2011, Page 34
25. júní 2011 LAUGARDAGUR2 og að launum miklum mun digr- ara veski. Því má segja að Ban- arnir séu í algjörum plús á meðan Assassin er í algjörum mínus, og borgar því brúsann og plötugerð- ina fyrir Assassin,“ segir Daníel kátur. Daníel starfar sem kaffibar- þjónn hjá Te og kaffi í Eymunds- son á Skólavörðustíg og lærir félagsfræði við Háskóla Íslands á veturna. „Ég vil hafa sem mest fyrir stafni en finnst líka dásamlegt að sofa og fylgjast með pólitík þegar tími gefst,“ segir Daníel sem öll laugardagskvöld rennir austur í Þorlákshöfn til að knúsa mömmu sína og köttinn, áður en hann tekur við stjórnartaumum partí- vaktarinnar á útvarpsstöðinni Suðurland FM 96,3 á Selfossi, frá klukkan 21 til 1 eftir miðnætti. „Ég er því sjaldan á djamm- inu sjálfur en sé um að skemmta öðrum í útvarpinu. Það er ómæld gleði og mikið hringt inn úr kaup- stöðum Suðurlands og sveitabæj- um, en ekki síst þéttri sumarhúsa- byggð Grímsnessins,“ segir Daníel sem stundum er líka pantaður sem plötusnúður í einkasamkvæmi að útvarpsþætti loknum. „Það er virkilega ánægjulegt og mikil mannlífsstúdía, eins og starfið á kaffihúsinu, sem á örugg- lega eftir að nýtast vel í félags- fræðináminu,“ segir Daníel hress, og örugglega öllum skemmtileg samfylgd um Suðurland í útvarp- inu á laugardagskvöldum. thordis@frettabladid.is Daníel segir Banana spara gullsmíðar Assassin á sveitaböllum sínum, en halda uppi rosa stuði. Þeir verða næst á 800 Bar á Selfossi 2. júlí. Framhald af forsíðu Náttúra, menning og dýralíf sem eiga varla sinn líkan, ævintýraleg upplifun í einstöku umhverfi. Eyjan sem Sinbað sæfari og Marco Polo heimsóttu á ferðum sínum. Við kynnumst framandi en heillandi heimi sem tekur á móti ferðalöngum með opnum örmum. Hin fagra og forna Albanía 25 sept. - 5 okt. Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðafæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Kortaklúbburinn, 2 í herbergi verð 241.000 kr. á mann. Þú sparar 25.000 kr. á mann, 50.000 fyrir tvo. Almennt verð, 2 í herbergi verð 266.000 kr. á mann. Kortaklúbburinn, 2 í herbergi verð 339.990 kr. á mann. Þú sparar 30.000 kr. 60.000 fyrir tvo. Almennt verð, 2 í herbergi verð 364.990 kr. á mann. Einstök ferð 5.-17. október tkápur á 19.900 Yfirhafnir, bolir og peysur í miklu úrvali. Toppvö rur toppþjó nusta. Nýjar vörur Næg bílastæði Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið Sveitamarkaður verður í Reykholti í dag frá klukkan 11 til 17. Á boð- stólum eru afurðir úr héraði, auk kynninga á ýmiss konar starfsemi sem þrífst í uppsveitum Borgarfjarðar. Freyjukórinn sér um kaffisölu og ýmislegt verður í boði fyrir börnin. „Sýningin Extreme Laugardagur er svakalega sýning þar sem allir bestu BMX- og hjólabrettagaur- ar landsins mæta í eitt flottasta „park“ sem hefur verið sett upp hér,“ segir Alexander Kárason eða Lexi eins og hann er jafnan kall- aður, en hann heldur utan um sýn- inguna í dag. Hápunkturinn verður þegar erlendir ofurhugar, á borð við Martin Snellström og Micke Gull- strand, sýna listir sínar í háloft- unum á mótókrosshjólum en þeir ætla meðal annars að stökkva yfir bíla. „Pallurinn verður lengdur frá lendingu eftir því sem líður á sýninguna og við fáum að sjá hvað hægt er að stökkva yfir marga bíla,“ segir Lexi. Martin „Flap“ Snellström frá Stokkhólmi er einn þeirra „free- style“ ökumanna sem sýna listir sínar í Galtalæk. Martin er 24 ára og var ekki nema 6 ára þegar hann settist fyrst á mótókrosshjól. Síð- ustu átta ár hefur hann tekið þátt í FMX sýningum um allan heim. En hvað er eiginlega FMX? „FMX er „Freestyle“ mótó- krosssport sem þróaðist úr mótókrosskeppnum. Í stað þess að keyra í braut, þá tjáum við okkur í stórum stökkum og gerum „trikk“ til að heilla áhorfend- ur,“ segir Martin og er hvergi banginn. Spurður hvort það fljúgi aldrei í gegnum huga hans í loftinu að þetta verði hans síðasta stökk hristir hann hausinn. „Nei, þú verður að hafa sjálfsöryggið í botni til að stunda FMX, ef þú efast, þá munt þú krassa! Við reynum alltaf að vera jákvæðir og hafa gaman af þessu,“ segir hann og lofar áhorf- endum góðri skemmtun. „Bæði ég og Micke ætlum sannarlega að gera okkar besta til að hrífa áhorfendur með okkur í svaka- legri sýningu. Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og við ætlum að skemmta okkur og gera allt brjálað fyrir áhorfendur,“ segir Martin. Sýningin hefst í dag klukkan 13 og stendur til klukkan 18. Frítt er fyrir 14 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum en 18 ára aldurs- takmark er á hátíðina. heida@frettabladid.is Með sjálfsöryggið í botni Ungir ofurhugar munu fjúga um loftin á mótorhjólum, BMX hjólum og hjólabrettum í Galtalæk í dag en þar stendur nú yfir útihátíðin Galtalækur 2011. Meðal atriða verður stökk á mótókrosshjólum yfir bíla. Martin „Flap“ Snellström verður ekki í vandræðum með að stökkva yfir nokkra bíla í dag. Hér hendist hann frá einum palli á annan yfir vatn. Micke Gullstrand á flugi. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.