Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 Fimmtudagur skoðun 20 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Hollt og gott veðrið í dag 7. júlí 2011 156. tölublað 11. árgangur Veitingastaðurinn Nings fagnar tuttugu ára afmæli sínu um þessar mundir. Í tilefni afmælisins hefur veitingastaðurinn að Suðurlandsbraut 6 verið gerður upp og tekinn í gegn með skemmtilegri útkomu. „Við vorum að breyta staðnum okkar á Suðurlandsbraut og gerð-um eiginlega alveg nýjan stað,“ segir Hilmar Sigurjónsson, fram-kvæmdastjóri Nings, og bætir við að breytingarnar hafi verið gerð-ar í tilefni tuttugu ára afmælis Nings. „Við breyttum öllu, gólf-efnum, salernum, loftum lýsingu og hú við Gullinbrú og í Hlíðarsmára. „Á veitingahúsum Nings er lögð áhersla á að allt hráefni, kjöt, fisk-ur, krydd og grænmeti sé ferskt og eldað við mikinn hita á stutt-um tíma sem tryggir ferskleika og gæði,“ segir Hilmar og bætir við að við eldun séu eingöngu not-aðar kólesteróllausar hágæða matar olíur. Að sögn Hilmars hefur heilsu-matseðillinn breytt stefnu fyrir-tækisins mikið. „Í dag eyðum við mun meiri tíma í að þróa og bjóða heilsusamlegan mat sem er sniðinn fyrir fólk í aðhaldi, en þrátt fyrir það gleymum við aldrei þeim sem elska djúp t ikk Hilmar segir að sumarstemn-ing sé á Nings og meðal annars séu í boði sumartilboð. Hilm-ar upplýsir brosandi að Nings hafi alltaf lagt upp með að bjóða vöru sem endurspeglar markað-inn hverju sinni, auk þess að vera fyrstir með nýjungarnar. „Þessi markmið hafa gert Nings að því sem það er í dag.“Hilmar tekur fram að verðlagn-ing á réttum Nings sé mitt á milli skyndibitastaðar og betri veit-ingastaðar. „Þetta verðbil endur-speglast í betri þjónustu og vöúrv li Á „Núna er hægt að fá rétti af matseðli í tveimur stærðum,“ segir Hilmar Sigurjónsson, fram-kvæmdastjóri Nings. „Hingað til hefur ekki verið hægt að fá réttina af matseðli nema í einni stærð.“Hilmar lýsir hugmyndinni að baki þessari nýjung á þá leið:Við ki NÝJUNG Á NINGS Veitingastaðnum Nings var breytt á dögunum í tilefni tuttugu ára afmælis staðarins. MYND/HAG 20 ára og aldrei ferskari „Fyrir stuttu byrjuðum við með tvo nýja rétti,“ segir Hilmar Sigur-jónsson, framkvæmdastjóri Nings, og telur upp: „Það er orange-kjúk-lingur sem er vinsæll kjúklinga-réttur, sérstaklega í Ameríku. Svo vorum við líka að bæta réttinum kung pao við matseðilinn hjá okkur.“ Hilmar segir að réttirnir hafi mælst vel fyrir meðal viðskipta-vina Nings. „Það er líka af nægu að taka vegna þess að við erum með áttatíu rétti á matseðlinum okkar.“ NÝIR RÉTTIR Á MATSEÐLI NINGS Að sögn Hilmars var verið að bæta orange-kjúklingi á matseðil Nings. MYND/HAG Nú er hægt að fá rétti af matseðli í tveimur stærðum á Nings. HOLLT & GOTTFIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2011 Kynningarblað hollráð, grænmetisbændur, veitingahús, hráfæði, skyndibiti, sushi Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473Vinkonurnar Anika og Krista deila bæði íbúð og fötum. Samnýta fataskápa V inkonurnar Anika Laufey Baldurs-dóttir og Krista Sigríður Hall g nga óhikað í fataskápana hjá hvor annarri og segja það hið besta kreppu ráð. Þær hafa búið saman í miðbæ Reykjavíkur frá því í byrjun sum- ars og geta, með því að samnýta fataskápa, skartað „nýrri“ flík á nánast hverjum degi. Við vinnum báðar í Spútnik og segjum reglulega: „Þurfum við ekki að fá okkur svona,“ segir Krista. „Við erum líka me mjög svipaðan stíl,“ seg r Anika, „ erum báðar svolítið rokk- aðar.“ Vinkonurnar segja engin föt undanskil- in Það er ekke t Rafmögnuð stemning var á tískusýningu Christian Dior í París á dögunum en fyrirsæturnar áttu það sameiginlegt að vera með túberað hár sem stóð beint út í loftið. Fötin voru innblásin af tísku fyrri hluta áttunda áratugarins. teg 104850 - létt fylltur í BC skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.990,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14.Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur G L Æ S I L E G I R S U M A R L I T I R Ný kynslóð Rafskutlur -frelsi og nýir mögu Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 ÚTS OPIÐ TIL 21 Í KVÖLD E N N E M M / S ÍA / N M 4 7 4 12 H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Grillosturinn bráðnar betur en aðrir ostar og hentar því einstaklega vel á hamborgara eða annan grillaðan mat. alveg grillaður! BJART S- OG V-til Í dag verður NA-læg átt, víða 3-8 m/s. Bjart að mestu S- og V-til en annars hálf- skýjað. Líkur á þokubökkum við NA-ströndina. Hiti 7-18 stig, svalast NA-til. VEÐUR 4 11 16 12 10 9 Lokatónleikar á Nasa Hljómsveitin Quarashi hyggst enda feril sinn með tónleikum í Reykjavík. fólk 50 Þjóðlög alltaf heillað Kristín Ólafsdóttir syngur lög af plötunni Íslensk þjóðlög á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. tímamót 26 Í hópi með þeim bestu Þórunn Árnadóttir vöru- hönnuður sýnir í einu stærsta lista- og hönnunarsafni heims. allt 4 FÓLK Bandaríski tónlistarmaður- inn Lenny Kravitz féll fyrir hönn- un Sruli Recht þegar ný herralína hans var frumsýnd í París fyrir skemmstu. Rokkarinn Kravitz festi kaup á þó nokk- uð af fatnaði og fylgihlutum úr línunni. Hann hyggst svo klæðast hönnun Srulis á tón- leikaferðalagi sínu um Evrópu og því verða viðskiptin vafalaust ein besta kynning sem hönnuður á Íslandi hefur fengið. Herralína Sruli Recht saman- stendur af hundrað hlutum og er innblástur sóttur í íslenska nátt- úru. Nýstárlegar nálganir hans við notkun á efnivið vekja jafnan eftirtekt og í nýju línunni er að finna leður úr hákarlaskrápi. - rve / sjá Allt í miðju blaðsins Sruli Recht gerir það gott: Kravitz féll í stafi yfir Sruli VIÐSKIPTI DB Schenker, dótturfélag þýska ríkisfyrir- tækisins sem rekur járnbrautir þar í landi og einn umsvifamesti vöruflutningamiðlari heims, hefur opnað skrifstofu hér á landi og hyggst bráðlega hefja vöruflutninga héðan á láði sem legi. Fyrirtækið er að setja á laggirnar flutnings- miðlun á frystum kjötvörum og sjávarfangi um heim allan og mun skrifstofan hér verða hluti af þeim hópi sem sinnir því, að sögn Helga Ingólfs- sonar, framkvæmdastjóra flug- og sjóflutningasviðs DB Schenker á Norðurlöndunum. Fyrirtækið flytur nú þegar mikið af ferskum eldislaxi frá Noregi til annarra landa. Það finnur hagstæðasta flutningsmátann hverju sinni en leigir flugvélar í einstaka tilvikum. Þá sinnir fyrirtækið flutningum fyrir verktaka í ýmsum heimsálfum. „Við erum ekkert að flýta okkur, ætlum að ná um tíu prósenta hlutdeild á markaðnum hér innan tveggja til þriggja ára,“ segir Helgi. Helstu keppinautar fyrirtækisins hér á landi eru Jónar Transport, flutningafyrirtæki Samskipa, og TVG Zimsen, fyrirtæki Eimskips. Eimskip var áður með umboð fyrir DB Schenker. - jab / sjá síðu 16 Þýski flutningamiðlunarrisinn DB Schenker hefur opnað skrifstofu í Reykjavík: Keppir við Eimskip og Samskip SAMGÖNGUMÁL Ekkert verður af áformum um byggingu nýrrar sam- göngumiðstöðvar í Vatnsmýri, sam- kvæmt drögum að samkomulagi Ögmundar Jónassonar innanríkis- ráðherra og Jóns Gnarr, borgar- stjóra í Reykjavík. Drögin, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, voru lögð fram á fundi borgarráðs fyrir tveimur vikum, en ekkert er minnst á það í fundargerð borgarráðs. Í drögunum segir að hefja eigi endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflug- velli sem fyrst og hraða deiliskipu- lagsgerð á svæði flugstöðvarinnar til að svo megi verða. Endur bætur á að hanna þannig að auðvelt verði að breyta þeim og flytja þær á brott. Þá er skýrt í drögunum að Reykjavíkur borg verði ekki bóta- skyld, þurfi að flytja byggingarnar af svæðinu. Gera á samning um land ríkisins í Vatnsmýri sem borgin hyggst skipu- leggja á komandi misserum. Þegar samningar liggja fyrir á að leggja af flugbrautina sem liggur frá norð- austri til suðvesturs og flytja flug- vallargirðinguna í kjölfarið. Ekki er kveðið á um það í drögunum að flug- völlurinn eigi að víkja í áföngum, eins og áður hafði verið ákveðið. Leitað verður eftir samkomulagi við Isavia um að fyrirtækið taki yfir rekstur og eignarhald flugstöðvar Flugfélags Íslands. Stofnaður hefur verið þriggja manna starfshópur með fulltrúum ráðherra, borgarstjóra og Isavia til að vinna að markmiðunum og á hann að skila tillögum sínum fyrir 1. desember næstkomandi. - sv Ríki og borg hætt við að reisa samgöngumiðstöð Ekkert verður af byggingu nýrrar samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri samkvæmt drögum að samkomulagi borgarstjóra og innanríkisráðherra. Hefja á vinnu við endurbætur á flugstöðinni í Vatnsmýri sem fyrst. SRULI RECHT Samkvæmt drögum að samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar skal allri umferð herflugvéla og flugs í þágu hertengdrar starfsemi um Reykjavíkur- flugvöll hætt. Undantekning er gerð þegar flugvöllurinn þjónar hlutverki sínu sem varaflugvöllur. Herflugvélar óvelkomnar í Reykjavík Valsmenn á toppinn Valur komst á topp Pepsi- deildar karla með góðum sigri á Þór á Akureyri. sport 42 ÞJÓÐ SINNI TIL SÓMA Ingólfstorg tók á sig þjóðlegan blæ í blíðunni í gær, en það voru hópar norsks tónlistarfólks og dansara sem sáu til þess. Norsk þjóðlagatónlist frá Vindfylla Spelemannslag fyllti loftið og við tónlistina dönsuðu félagar í norska þjóðdansafélaginu Nordbygda Spel- og Dansarlag. Hóparnir dvelja hér á landi næstu daga og skemmta landanum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.