Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 22
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR Undanfarnar vikur hefur mikið verð rætt og ritað um læknaskort á Íslandi, afleiðingar hans og hvernig bregðast skuli við. Fram hefur komið að um 165 lækna vanti til starfa hér á landi að mati formanns Læknafélags Íslands. Læknum á aldrinum 35-39 ára hefur fækkað úr 120 í 50 á síðustu þremur árum. Um þriðjungur íslenskra lækna starf- ar erlendis, en vert er að geta þess að kostnaður við menntun hvers læknanema í Háskóla Íslands er yfir 10 milljónir króna. Erfiðlega hefur gengið að manna stöður lækna, sérstaklega í heilsugæslunni, á Sjúkrahúsinu á Akureyri og öðrum heilbrigðis- stofnunum á landsbyggðinni. Hvað er til ráða? Til að bregðast við læknaskort- inum hefur helst verið bent á að fjölga læknanemum, hækka laun lækna og bæta starfsaðstöðu þeirra. Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og fyrrverandi landlæknir, hvetur þó til þess í nýlegu viðtali á visir.is að menn hugsi sig „tvisvar um áður en við förum að mennta fleiri lækna til útflutnings.“ Sigurður telur að þess í stað þurfi hugsanlega að breyta uppbyggingu heilbrigðis- þjónustunnar frá grunni. Hann segir orðrétt: „Að tefla meira fram öðrum stéttum en læknum í ýmiss konar verk sem núna eru fyrst og fremst á höndum lækna, til dæmis hjúkrunarfræðinga og fleiri, þetta er alþekkt í öðrum löndum, hjúkrunarfræðingar eru mun öflugri til dæmis í heilsu- gæslu heldur en hér og ýmis störf inni á sjúkrahúsunum eru í höndum hjúkrunarfræðinga sem er síður hér, þetta er eitthvað sem þarf að hugsa og beinir spjót- unum ekkert síður að okkur sem sjáum um menntun heilbrigðis- stétta.“ Þetta eru sannarlega orð í tíma töluð hjá yfirmanni menntunar- mála heilbrigðisstétta hjá HÍ. Að nýta þekkingu hjúkrunar- fræðinga Grundvöllur þess að fagstéttir taki að sér ný og ábyrgðarmeiri verkefni innan heilbrigðisþjónust- unnar er aukin menntun. Mennt- un hjúkrunarfræðinga hefur fleygt fram á síðustu áratugum. Síðustu 25 árin hefur hjúkrunar- fræði eingöngu verið kennd í háskólum hér á landi, sem er ein- stakt í heiminum, en námið tekur fjögur ár. Yfir helmingur hjúkr- unarfræðinga hefur auk þess formlega viðbótar menntun, flest- ir tveggja ára meistaranám. Stór hluti hjúkrunarfræðinga hefur því lokið sex ára háskólanámi. Rúmlega 60 hjúkrunarfræðingar hafa sérfræðileyfi í sérgreinum hjúkrunar, skv. reglugerð um sér- fræðileyfi í hjúkrun frá 2003. Þekking og færni hjúkrunarfræð- inga er því mikil og mikilvægt að hún sé nýtt til hagsbóta fyrir skjólstæðingana. Sigurður nefnir sérstaklega þá staðreynd að víðast annars staðar, þar sem grunnnám hjúkrunar- fræðinga er þó ekki jafnlangt og hér á landi, bera hjúkrunarfræð- ingar ábyrgð á mun viðameiri verkefnum í heilsugæslunni en hér tíðkast. Hjúkrunarfræðingar hafa víða sjálfstæða móttöku, sjá um slysamóttöku þegar um minni háttar slys er að ræða, sjá um eftirlit með einstaklingum með langvinna sjúkdóma og hafa sums staðar leyfi til endurnýjunar lyf- seðla og jafnvel leyfi til að ávísa lyfjum svo sem getnaðarvörnum. Það er kominn tími til að stjórn- völd brjóti upp þá úreltu hugmynd að heilsugæsla sé aðeins lækna- móttaka. Í heilsugæslunni starfar, auk lækna, fjöldi fagstétta sem öllum er hagur að að fái aukin verkefni og sjálfstæði til starfa. Hjúkrunarfræðingar geta einn- ig tekið að sér aukin verkefni á sjúkrahúsum. Nú eru tæplega 30 klínískir sérfræðingar í hjúkrun starfandi á Landspítala. Þó ekki hafi verið gerð formleg rannsókn á árangri starfa þeirra má þó full- yrða að hann sé mikill, bæði fag- lega og fjárhagslega. Sem dæmi má nefna dagþjónustu fyrir sjúk- linga með lungnasjúkdóma sem sérfræðingur í hjúkrun stýrir. Innlögnum vegna þessara sjúk- dóma hefur fækkað um 70% frá því að dagþjónustan tók til starfa. Það efast líklega enginn um aukin lífsgæði einstaklinganna við þess- ar breytingar en þær eru einnig mjög fjárhagslega hagkvæmar því dýrasta úrræði heilbrigðis- þjónustunnar eru innlagnir á hátæknisjúkrahús. Stefna stjórn- enda Landspítalans er að auka dag- og göngudeildarþjónustu. Hjúkrunarfræðingar geta og ættu þar að vera í lykilhlutverki. Breytinga er þörf Endurskoðun skipulags heilbrigðis þjónustunnar kemur alla jafna til vegna aukinnar tækni, betri menntunar heil- brigðisstarfsfólks eða breytinga í fjármögnun og rekstri. Hér á landi hefur hið síðasttalda verið ráðandi, þ.e. skipulagi hefur verið breytt til að minnka kostnað. Nú er hins vegar lag að breyta skipulagi með hliðsjón af aukinni menntun hjúkrunarfræðinga. Stjórnvöld og stjórnendur heil- brigðisstofnana þurfa að skoða hver gerir hvað í heilbrigðisþjón- ustunni, til að tryggja að sá heil- brigðisstarfsmaður sem hefur þá menntun sem þarf til að fást við ákveðið verkefni, sinni því verk- efni. Það skilar bestum árangri og er fjárhagslega hagkvæmast. Endurskipulagning heilbrigðisþjónustunnar Þegar við förum í grunnskóla þá fáum við kennslu í fræðum sem við eigum að geta nýtt okkur yfir ævina. Okkur er kennt að margfalda og deila, skrifa og lesa og svo framvegis en okkur er ekki kennt hvernig og hvað við eigum að borða og af hverju það er mikil- vægt. Heilsufarsvandamál tengd mataræði eru að færast í vöxt ár hvert í okkar samfélagi og mér finnst það skylda okkar að nýta skólakerfið þar sem við getum náð til allra barna til þess að fræða þau. Það þýðir ekki að segja við krakka að borða salat og svo þegar hann spyr „af hverju?“ að þá sé svarið „því það er hollt“. Þetta er ekki fræðsla. Við þurfum að útskýra af hverju og hvers vegna. Við eigum að bera ábyrgð á ákveðnu upplýsingaflæði til krakkanna. Okkur ber skylda til að segja þeim og kenna þeim afleiðingar af óhollu mataræði og hreyfingarleysi. Mín hugmynd er eftirfarandi og mér þætti vænt um ef þetta yrði okkar „hug- mynd“ og við myndum fram- kvæma hana í sameiningu. Ein vika þar sem krakkar í ákveðnum árgangi fara út á land í einhverja náttúruperlu og verja þar einni viku í að kynn- ast HVAÐAN maturinn sem þau borða kemur og HVERS VEGNA við borðum hann. HVAÐA efni inniheldur hann og HVERS KONAR hreyfing er mikilvæg/ nauðsynleg fyrir líkamlega og ekki síst andlega vellíðan. Lærðir næringafræðingar gætu kennt krökkunum að elda og útskýrt hversu mikilvægt það er að borða ákveðin næringarefni svo að líkaminn nái að vera í topp- formi. Hérna er hægt að kenna krökkum að gera uppáhalds- skyndibitann sinn heima og jafn- vel að hafa hann hollann. Almenn fræðsla um matreiðslu. Fólk frá félögum eins og Boot- camp, Crossfit og Mjölni gæti komið og haft prufutíma þar sem útskýrðar eru aðaláherlsurnar. Sumir einblína á snerpu og styrk, aðrir á uppbyggingu vöðvamassa og svo framvegis. Uppskera hefur fylgt mannin- um frá örófi alda. Athöfnin að sá fræjum og sjá svo afraksturinn. Leyfa þeim aðeins að óhreinka sig. Krakkarnir á undan geta sáð fræj- um og hópurinn sem kemur á eftir þeim sér svo afraksturinn. Hugleiðsla, mikilvægur hlut- ur sem virðist oft gleymast. Við erum mjög andlegar verur og þurfum að rækta okkar andlegu hlið, sérstaklega í samfélagi sem verður hraðskreiðara með hverj- um deginum. Læknar geta verið með fyrir- lestur og útskýrt allar þær hætt- ur sem tengjast of feitum mat og hversu mikilvægt það er að hreyfa sig. Krakkar eru enn að byrja að reykja, læknirinn getur komið inn á það ásamt því að útskýra hættur áfengis og hversu mikilvægt það er að passa upp á heilann í sér á meðan hann er að þroskast. Mjög mikilvægt er samt sem áður að hafa engan hræðslu- áróður. Krakkar í dag hafa enga þolinmæði fyrir slíku, þú segir barninu þínu að eitthvað sé óhollt, það fer á netið og finnur út að það er skaðlaust, þá byrjar það efast um allt sem þú segir. Það er engin þolinmæði fyrir kjaftæði hjá krökkum í dag. Sem er gott. Sniðugast væri líklegast að hafa ungt fólk til að sjá um þetta því líklegra er að þau nái til þeirra en ásamt því þá býður þetta upp á fullt af flottum gestafyrirles- urum. Um að gera að nýta okkur allt þetta sprenglærða unga fólk sem við eigum. Hægt er að sýna þeim sniðugar myndir um mat, t.d. Food Inc, Supersize Me og fleira. Hafa þetta spennandi og skemmtilegt. Því að „fullorðið“ fólk vill oft útskýra fyrir börn- um út frá sínu eigin sjónarmiði. Það hefur ekki reynst alltof vel. Á þessum stað er reynt að nálgast börnin út frá þeirra sjónarmiði og einfaldlega útskýra fyrir þeim af hverju það er mikilvægt að borða hollt og hreyfa sig. Ekki neyða þau til neins heldur einungis opna huga þeirra fyrir því að þau þurfa að hugsa sig um tvisvar áður en þau panta sér næstu hamborgara- máltíð eða allavega viti afleiðing- arnar. Hversu yndislegt væri það ef barnið kæmi heim úr þessum heilsubúðum og tæki snakkskál- ina úr fanginu á mömmu sinni og segði „veistu hvað þú ert að setja ofan í þig?“ Ábyrgðin er okkar að fræða krakkana um hætturnar í samfélaginu. Við erum að bregð- ast. Gerum þetta í sameiningu fyrr en seinna. Heilsubúðir Heilbrigðismál Herbert Mckenzie áhugamaður um heilbrigði Heilbrigðismál Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga SKÓAÐU FERÐALAGIÐ FYRIR ÞIG UPP Íþróttaskór st. 36-46 6.990kr Gönguskór st. 36-46 6.999kr Gönguskór st. 36-47 14.999kr Plastskór st. 36-41 1.990kr Gúmmískór st. 20-46 verð frá 2.299kr Ekta leður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.