Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 6
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR6 LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi vinnur nú að rannsókn á öllum þáttum máls er upp kom um helgina þegar forstöðumaður Veiðisafnsins á Stokkseyri skaut úr skam- byssum við heimili sitt, sem jafnframt hýsir safnið. Þeir lögreglumenn sem fóru á vettvang og handtóku manninn hafa fengið áfallahjálp í kjölfarið. Rannsókn málsins beinist meðal annars að hótunum þeim og ógnunum sem maðurinn hafði í frammi við handtökuna, auk almanna- hættu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær handtók lögreglan á Selfossi forstöðu- mann safnsins á Stokkseyri um helgina eftir að skothvellir höfðu heyrst frá heimili hans. Héraðsdómur Suðurlands hafnaði síðan kröfu lögreglustjórans á Sel- fossi um gæsluvarðhald og geðrannsókn á manninum. Lögfræðingar og lögreglumenn héldu fund um framhald málsins í gær og ákvörðun héraðsdóms mun að líkindum ekki verða kærð til Hæstaréttar, þar sem rannsókn málsins hefur gengið fljótt og vel. Í yfirlýsingu sem Páll Reynisson sendi frá sér í gær kveðst hann hafa gert mis- tök, sem hann beri einn ábyrgð á. Hann biðji þá fyrirgefningar sem hann kunni að hafa hryggt eða valdið ótta og sé farinn í áfengismeðferð. - jss Forstöðumaður Veiðisafnsins biðst afsökunar en kærir ákvörðun um haldlagningu um níutíu skotvopna: Lögreglumenn í áfallahjálp eftir útkallið SÝRLAND, AP Mannréttinda- samtökin Amnesty Internation- al segja sýrlenskar öryggissveit- ir að öllum líkindum hafa framið glæpi gegn mannkyni í umsátri sínu um bæinn Talkalakh í maí síðast liðnum. Mótmælendur í bænum höfðu staðið fyrir mótmælum vikum saman gegn Bashar Assad forseta og krafist afsagnar hans. Á endan- um þoldi forsetinn ekki lengur við og sendi herinn á vettvang. Við tók blóðugt umsátur um bæinn, sem er skammt frá landa- mærum Líbanons. Talið er að tugir manna hafi látið lífið. Þús- undir flýðu yfir landamærin til Líbanons. Amnesty International hefur rætt við fjölmörg vitni, sem skýra frá því að fólk hafi látist í fanga- klefum, sætt pyntingum og hand- tökur hafi verið gerðar af handa- hófi. Frá þessu er skýrt í nýrri skýrslu samtakanna. Samtökin skora nú á Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að vísa mál- inu til Alþjóðlega sakadómstóls- ins í Haag, sem fjallar um stríðs- glæpi. Amnesty segir flest benda til þess að glæpir gegn mannkyni hafi verið framdir. „Frásagnir vitna sem við höfum hlýtt á frá þessum atburðum draga upp afar óviðkunnanlega mynd af kerfisbundnum og mark- vissum misþyrmingum til að berja niður andóf,“ segir Philip Luther, aðstoðar framkvæmdastjóri Mið- Austurlanda- og Afríkudeildar samtakanna. - gb Amnesty International sakar sýrlenska herinn um gróf mannréttindabrot: Kerfisbundnar misþyrmingar SÝRLENSKI HERINN Sakaður um gróft ofbeldi gegn íbúum landsins í maí. NORDICPHOTOS/AFP VEIÐISAFNIÐ Um níutíu byssur voru fjarlægðar úr Veiðisafninu á Stokkseyri. Safnið verður opið áfram. Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing ORKUMÁL Torfajökulssvæðið og Kerlingarfjöll tróna á toppi verndunar lista verkefnisstjórnar um rammaáætlun, undir stjórn Svanfríðar Jónasdóttur, sem skilaði skýrslu um annan áfanga áætlunar innar til iðnaðarráðherra í gær. Þau svæði eru talin búa yfir mestum náttúruverðmætum allra virkjunarkosta sem tekin var afstaða til. Alls komu 84 virkjanakostir á landinu til mats hjá verkefnis- stjórninni en suma faghópa henn- ar skorti forsendur til að meta nokkra kostina og því hefur 66 kostum nú verið raðað, annars vegar með tilliti til verndargildis og hins vegar nýtingarsjónarmiða. Þeir virkjanakostir sem þykja álitlegastir eru Hellisheiðin, en þar verður nýr áfangi gang settur í haust, Blönduveita, þar sem framkvæmdir eru þegar hafnar, og Reykjanesið, en sótt hefur verið um virkjanaleyfi fyrir það svæði. Næst á eftir koma stækkun Kröflu og Búðarhálsvirkjun. Þar liggja öll leyfi fyrir og fram- kvæmdir eru hafnar. Virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem mætt hafa mikilli andstöðu heimamanna og náttúruverndar- samtaka, myndu hins vegar ekki hafa ýkja slæm áhrif á umhverfið að mati skýrsluhöfunda. Þannig sitja Holtavirkjun og Hvamms- virkjun í 15. og 16. sæti yfir svæði sem æskilegt væri að virkja, og Urriðafossvirkjun, sem mest- ur styr hefur staðið um, í því 28. Allt er þetta fyrir ofan miðju. Enn fremur eru virkjanakostirnir allir á neðri hluta verndunarlistans. Aðrir kostir sem verma sæti ofarlega á verndunarlistanum eru Vonarskarð, sem þykir vera verð- mætt lífríki hitakærra örvera, og Skaftárvirkjun og Hólmsár- virkjun. Í tveimur síðastnefndu tilvikunum er frumhönnun lokið, en kostirnir skarast hins vegar við aðra. Listanum er ætlað að verða grunnur að endanlegri flokkun svæðanna og verður hann notað- ur til að undirbúa nýja þingsálykt- unartillögu um hvernig nýta skuli og vernda virkjanakosti á Íslandi. Sú tillaga fer í opið umsagnarferli. stigur@frettabladid.is Vernda ber Torfajökul en virkja á Hellisheiði Hellisheiði, Blönduveita og Reykjanes eru álitlegustu virkjanakostir landsins, segir í drögum að rammaáætlun. Mikilvægt er að vernda Torfajökulssvæðið, Kerlingarfjöll og Vonarskarð. Ekki umhverfisslys að virkja í neðri hluta Þjórsár. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur ákveðið að útgáfu rannsóknarleyfa vegna fyrirhugaðra vatnsafls- og jarðvarmavirkjana, sem verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur fjallað um, skuli frestað þangað til þingsályktunar- tillaga um um áætlunina hefur verið afgreidd á Alþingi, eða í síðasta lagi til 1. febrúar 2012. Tilmælum þess efnis hefur verið komið til Orkustofnunar. Katrín frestar útgáfu rannsóknarleyfa NÁTTÚRUPERLA Torfajökulssvæðið er jarðfræðilega einstakt á heimsvísu, að því er segir í skýrslunni, og með almikilvægustu og verðmætustu svæðum landsins vegna ferðaþjónustu og útivistar. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN AÐALSTEINN Hefur þú trú á grasa- lækningum? Já 72% Nei 28% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú breytt trúfélags- skráningu þinni á liðnu ári? Segðu skoðun þína á visir.is. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.