Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 4
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR4
SÓMALÍA Öflugustu samtök her-
skárra íslamista í Sómalíu hafa
aflétt banni við starfsemi erlendra
hjálparstofnana, nú þegar verstu
þurrkar til margra áratuga hrjá
landsmenn. Bannið var lagt á árið
2009 með þeim rökum að hjálpar-
stofnanirnar væru andsnúnar ísl-
amstrú.
Þurrkarnir í Sómalíu og
nágranna löndunum á Horni
Afríku, skaganum sem teygir sig
út í Indlandshaf, eru þeir verstu
sem komið hafa í sextíu ár. Í
Sómalíu hafa langvinn borgara-
stríðsátök gert illt verra og van-
burða stjórnvöld ráða ekkert við
vandann.
Milljónir manna hafa orðið illa
úti og streyma nú flóttamenn þús-
undum saman frá Sómalíu á hverj-
um einasta degi, flestir til Kenía
sem þó hefur einnig orðið illa úti
vegna þurrkanna.
Starfsmenn Sameinuðu þjóð-
anna segja að helmingur barna í
Sómalíu þjáist nú af vannæringu.
Óttast er að hungursneyðin, sem
nú þegar hrjáir fjölda fólks, verði
óviðráðanleg.
Alþjóðlegar hjálparstofnanir
hafa nú efnt til fjársöfnunar. Fjár-
þörfin nemur hundruðum milljóna
króna. Vonir standa þó til þess að
viðbragðskerfi, sem komið hefur
verið upp vegna reynslunnar af
fyrri hungursneyðum á þessum
slóðum, muni virka eins og til er
ætlast og voðinn verði því ekki
jafn mikill og stundum áður.
Fyrir utan Sómalíu er mikil þörf
fyrir aðstoð í Eþíópíu og Kenía.
Árum saman hefur úrkoma í
þessum heimshluta verið óvenju
lítil. Þúsundir manna eru á far-
aldsfæti að leita sér matar og nú
þegar hafa hundruð manna dáið úr
næringarskorti. Búfénaður er tek-
inn að falla úr hor.
Ofan á allt þetta hefur matvæla-
verð hækkað upp úr öllu valdi svo
jafnvel þegar fólki stendur mat-
vara til boða þá hefur það ekki efni
á henni. gudsteinn@frettabladid.is
Verstu þurrkar í sextíu ár
Óttast er að alvarleg hungursneyð sé yfirvofandi í austanverðri Afríku. Hjálparstofnanir þurfa hundruð
milljóna króna til að geta veitt nauðsynlega aðstoð. Flóttafólk streymir frá Sómalíu til nágrannaríkjanna.
Dadaab
Addis
Ababa
Djibouti
Naíróbí
Kampala
Mogadisjú
200 km
Tíu milljónir manna í hættu
Hjálparstofnanir hefja fjársöfnun til að geta brugðist við neyðarástandi
í norðaustur hluta Afríku, þar sem verstu þurrkar í 60 ár og hátt mat-
vælaverð hafa stefnt lífi milljóna manna í voða.
sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí
Styttri regntíð Langa þurrkatíðin Aðalregntíðin Styttri þurrkatíð
Dæmigerðar árstíðir
Þurrkarnir 2010-11
Regn í sveitahéruð-
um Sómalíu, Keníu
og Eþíópíu og
uppskerusvæðum
í suðaustanverðu
Kenía.
Þrengingatíð í sveita-
héruðum. Aðal-
uppskera ársins í
suðaustanverðu Kenía.
Minni uppskerutíð
ársins í Sómalíu.
Aðalregntíminn í
Eþíópíu, Sómalíu og
sveitahéruðum Kenía.
Minni regntíð í suð-
austanverðu Kenía.
Aðalupp-
skera ársins í
Sómalíu. Minni
uppskerutíð í
suðaustanverðu
Kenía.
Með mestu þurrkum
sögunnar. Annað eða
þriðja harðinda-
árið í röð á sumum
svæðum. Mjög léleg
afurðaframleiðsla.
Ástand búfénaðar
versnar. Uppskeru-
brestur á austur-
hluta svæðisins.
Aukinn skortur í
þrengingatíð.
Úrkoma innan við 30
prósent á sumum
svæðum. Dánartíðni
búfénaðar 15-30% í
sveitahéruðum – allt að
40-60% sums staðar.
Búist við lélegri
uppskeru en venju-
lega og hún verði
síðar á ferðinni.
Uppskerubrestur
líklega sums staðar
á jaðarsvæðum.
Kornverð nálgast
eða fer yfir öll met.Heimildir: S.Þ., OCHA Ljósmynd: Getty ©Graphic News
Fjöldi í hættu
Djíbútí
120.000Matvælaöryggi
júlí-sept. 2011
Viðkvæmt
ástand
Erfitt ástand
Neyðarástand
Sómalía
2,5 milljónir
Eþíóþía
3,2 milljónir
Kenía
3,5 milljónir
Úganda
600.000
Flótta-
mannabúðir
Suður-Súdan
Sjálfstæði 9. júlí
Eystra-
Kongó
Rúanda
Búrúndí
Tansanía
Erítrea
Súdan
KOMIN Í FLÓTTAMANNABÚÐIR Hópur flóttamanna kominn til flóttamannabúða í
Kenía eftir margra daga göngu frá Sómalíu. NORDICPHOTOS/AFP
NÁTTÚRA „Við ráðleggjum fólki að
ganga ekki upp á Heklu eins og stend-
ur,“ segir Valgerður Brynjólfsdóttir,
sem rekur Heklusetrið á Leirubakka.
„En það eru þó ekki nema tveir, þrír
dagar síðan fólk var uppi á henni,“
bætir hún við.
Hreyfingar mældust við Heklu um
og fyrir síðustu helgi en þær hafa nú
að mestu gengið til baka. Gunnar B.
Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á
Veðurstofu Íslands, segir að hreyfing-
arnar hafi verið um 10 til 20 millimetr-
ar, sem getur ekki talist mikið. „En það
er einhver hreyfing þarna djúpt undir,“
segir hann. „Það má samt segja að hún
sé tilbúin að gjósa en hvort hún gerir
það á morgun eða eftir tuttugu ár, það
vitum við ekki,“ bætir hann við.
Hekla hefur venjulega gosið á tíu
ára fresti en síðast gaus hún árið 2000.
Gunnar segir að venjulega verði jarð-
skjálftar um einni eða tveimur klukku-
stundum áður en hún gýs, það væru þá
mun stærri skjálftar en mældust nú.
Valgerður segir afar varhugavert að
vera á fjallinu þegar það er að minna á
sig með þessum hætti, bæði vegna þess
að fyrirvarinn getur verið afar stuttur
og eins eru margir gígar á fjallinu og
óvíst úr hverjum þeirra eldhafið hæfist
á loft. - jse
Hekla tilbúin að gjósa en hreyfingar sem mældust við fjallið fyrir nokkru hafa að mestu gengið til baka:
Ferðafólki ráðið frá því að ganga á Heklu
HEKLUGOS Valgerður Brynjólfsdóttir segir alls óvíst úr hvaða gíg gos í
Heklu myndi koma.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
32°
28°
26°
23°
26°
28°
22°
22°
26°
18°
32°
30°
30°
23°
22°
22°
24°Á MORGUN
víða 3-8 m/s,
hvassara NV-til.
LAUGARDAGUR
víða 3-8 m/s,
hvassara NV-til.
11
10
16
11
12
13
10
7
99
3
4
2
2
7
3
3
45
9 2
13 10
9
9
10
14
11
8
8
10
2
KÓLNAR NA-TIL
Bjart að mestu S-
og V-til í dag en
þykknar svo upp
og verður skýjað
með köfl um næstu
daga. Stöku skúrir
S- og V-til. Kólnar
og verður dálítið
svalt NA-til á morg-
un og laugardag en
ætti að batna aftur
á sunnudag.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákveðið að áfrýja Exeter-máli sér-
staks saksóknara til Hæstaréttar.
Allir sakborningarnir þrír í mál-
inu voru sýknaðir í síðustu viku.
Þeir Ragnar Zophonías Guð-
jónsson, fyrrverandi sparisjóðs-
stjóri Byrs, og Jón Þorsteinn
Jónsson, fyrrverandi stjórnar-
formaður Byrs, voru sýknaðir af
ákæru um umboðssvik vegna eins
milljarðs láns til félagsins Exeter
Holding til að kaupa stofnfjárbréf
af þeim og öðrum starfsmönnum
Byrs. Styrmir Þór Bragason, fyrr-
verandi forstjóri MP banka, var
sýknaður af hlutdeild í brotinu og
peningaþvætti. - sh
Ríkissaksóknari áfrýjar:
Exeter-málið til
Hæstaréttar
REYKJAVÍK Nokkuð hefur borið
á því að umgengni við svæði
Ylstrandarinnar í Nauthólsvík að
kvöld- og næturlagi sé slæm.
Bálkestir hafa verið kveikt-
ir með naglaspýtum, sem þýðir
að eftir situr aska og ryðgaðir
naglar í sandinum. Þá hafa bjór-
og vodkaflöskur verið brotnar á
gangstéttum og í sandinum.
Í tilkynningu frá starfsfólki
er því þess vegna beint til kvöld-
og næturgesta að ganga vel um
svæðið. - mþl
Ylströndin í Nauthólsvík:
Umgengni við
Ylströnd slæm
NAUTHÓLSVÍK Ryðgaðir naglar og
brotnar bjórflöskur hafa tekið á móti
sumum gestum Ylstrandarinnar í sumar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
GENGIÐ 06.07.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
220,3006
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,01 115,55
184,10 185,00
164,89 165,81
22,103 22,233
21,217 21,341
18,117 18,223
1,4178 1,4260
183,17 184,27
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is