Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 8
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR8 FRÉTTASKÝRING Er netbóla að blása út í annað skipti? Þegar netbólan svokallaða sprakk árið 2000 hrundi hlutabréfaverð þúsunda nýsköpunar- og tækni- fyrirtækja um allan heim eins og um spilaborg hefði verið að ræða. Óhófleg bjartsýni um vaxtar- möguleika internetfyrirtækja og breyttar forsendur í viðskiptum á 21. öldinni, hafði þrýst virði net- fyrirtækja langt upp fyrir það sem eðlilegt gat talist. En í mörg- um tilvikum voru fyrirtæki metin á hundruð milljóna Bandaríkja- dala þrátt fyrir nær ekkert tekju- streymi og í besta falli hugmynd sem hafði ekki sannað gildi sitt. Í áratug síðan hefur netbólunni verið stillt upp sem kennslubókar- dæmi um það hvernig hlutabréfa- markaðurinn getur villst af leið. Það kann því að koma mörgum á óvart að undanfarna mánuði hefur nokkur fjöldi sérfræðinga lýst því yfir að ný netbóla sé að blása út. The Economist fjallaði fyrir stuttu um málið og sagði kveikjuna að þessum áhyggjum vera skyndilega endurvakningu markaðarins fyrir hlutafjárútboð internetfyrirtækja en hann hefur því sem næst legið niðri í áratug. Nýlegt hlutafjárútboð við- skiptatengslasíðunnar LinkedIn, sem tvöfaldaðist í verði á fyrsta degi viðskipta, og skráning fjölda kínverskra og rússneskra net- fyrirtækja á markað í Banda- ríkjunum hefur vakið upp minnn- ingar um ofurbjartsýnina sem ríkti í kringum netfyrirtæki í lok tíunda áratugarins. Þetta er þó bara byrjunin, segja menn, bólan fer virkilega að blása út þegar Facebook fer á markað, sem talið er að gerist á næsta ári. Því verður í það minnsta ekki haldið fram að markaðurinn sé svartsýnn á vaxtarmöguleika „heitustu“ netfyrirtækjanna. Hópkaupasíðan Groupon hefur tilkynnt um hlutafjárútboð og er búist við því að hlutir í henni selj- ist á 15 milljarða dala, eða jafn- gildi 1.727 milljarða íslenskra króna. Þá er Facebook metið á 70 milljarða dala og Twitter, sem enn hefur ekki skilað hagnaði, á 10 milljarða dala. Fyrir þeim sem telja nýja bólu orðna til eru þetta upphæðir sem einfaldlega geta ekki staðist. Efa- semdamenn segja að þótt örfá netfyrirtæki hafi kannski inni- stæðu fyrir slíku verðmati þá virðist fjárfestar nú telja að allar nýjar vefsíður muni slá í gegn. Í Kísildal eru þó fæstir sam- mála þessu mati. Þar er bent á að enn hafi fá stór netfyrirtæki farið í hlutafjárútboð auk þess sem engar vísbendingar séu til stað- ar um að fjárfestar séu að missa sig, en til að mynda er NASDAQ- hlutabréfavísitalan enn langt undir því sem var þegar hún stóð hæst í mars árið 2000. Þá hefur fjöldi nettengdra vaxið gríðar- lega undanfarin tíu ár auk þess sem háhraðanettengingar hafa víða tekið við af þeim hægari sem eykur möguleika netfyrirtækja. Hvort um bólu sé að ræða eða einfaldlega eðlilega þróun í sí- vaxandi geira skal ósagt látið. Það verður hins vegar spenn- andi að sjá hvernig næstu hluta- fjárútboð netfyrirtækja ganga. Sé bóla að blása út eru án efa til staðar fjárfestingartækifæri til skemmri tíma í umtöluðustu net- fyrirtækjunum þótt hættan á því að brenna inni sé vitaskuld alltaf til staðar. magnusl@frettabladid.is milljarðar dala er andvirði Twitter, sem þó hefur enn ekki skilað hagnaði. 10 ÞÓR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI Sláttutraktorar Reyk j av í k : K r ó k h á l s 1 6 Á r m ú l a 1 1 S í m i 5 6 8 - 1 5 0 0 Aku r ey r i : L ó n s b a k k a S í m i 5 6 8 - 1 5 5 5 w w w. t h o r. i s 1. Hvar er nú unnið að gerð sjóvarnargarðs? 2. Hvað verður heildarþorskkvót- inn mikill á næsta ári? 3. Hvor handboltakappanna á bak við hárgelsfyrirtækið Silver er hættur? SVÖR: Sjá ýmsar vísbendingar um aðra bólu í tæknigeiranum Rúmum áratug eftir að netbólan sprakk óttast margir að sagan sé að endurtaka sig. Virði tengslasíðunnar LinkedIn tvöfaldaðist nýverið á fyrsta degi viðskipta eftir hlutafjárútboð og Facebook er á leið á markað. KÍSILDALUR Þótt efnahagslífið í Bandaríkjunum sé ekki eins og best verður á kosið ríkir bjartsýni hjá netfyrirtækjum. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Allar bendir nú til þess að Casey Anthony, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tæp þrjú ár grunuð um að hafa myrt tveggja ára dóttur sína, verði látin laus í dag þegar kveðinn verður upp dómur í máli hennar. Á þriðjudag sýknaði kviðdómur hana af morðákærunni en dæmdi hana seka um að hafa logið að lög- reglu um tildrög hvarfs dótturinn- ar. Líklegt er talið að Anthony fái fjögurra ára fangelsisdóm fyrir þau brot, en þar sem hún hefur þegar setið nærri þrjú ár í gæslu- varðhaldi er talið líklegt að sú refsing verði látin duga og hún því látin laus. Casey Anthony yfirgaf heim- ili sitt um leið og dóttirin hvarf. Næsta mánuðinn stundaði hún skemmtanalífið grimmt og lét engan vita af hvarfi dótturinnar. Hún var síðar þá handtekin og ákærð fyrir að hafa myrt barnið. Líkið fannst skammt frá heimili foreldra hennar í desember 2008. Anthony héldu því fram að dóttir henna hafi drukknað af slysförum í sundlaug foreldra hennar. Hún hafi þá fyllst örvilnan, falið líkið og forðað sér. - gb Kviðdómur sýknar bandaríska móður af ákæru um að hafa drepið dóttur sína: Bíður dóms fyrir minni glæpi CASEY ANTHONY EFTIR SÝKNUÚRSKURÐ KVIÐDÓMS Foreldrar hennar hafa ekkert talað við hana síðan hún var handtekin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUMÁL „Ég skil mjög vel þá kröfu sem Vest- firðingar setja fram um Dýrafjarðargöng og vega- bætur á Dynjandisheiði, að ógleymdum vegabótum á Suðurströndunum,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og ráðherra vegamála. Hann var einmitt á ferðinni yfir Dynjandisheiði þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. Hann sagði að ekki mætti þó gleyma þeim úr- bótum sem gerðar hefðu verið á Vestfjörðum undan- farin ár. „Við fórum í gær frá Hólmavík, yfir Stein- grímsfjarðarheiði og síðan allt Djúpið til Ísafjarðar og þar er vegur mjög góður enda slitlag alls staðar. Öðru máli gegnir um leiðina frá Ísafirði og suður fyrir í Dýrafjörð og Arnarfjörð,“ segir hann. Hann segir að þótt Vestfirðingar hafi sterkar skoðanir á vegakerfinu sé gott að ræða við þá um þessi mál þar sem þeir séu lausnamiðaðir. „Ann- ars fannst mér heimamenn hafa mestar áhyggjur af því að vegurinn yfir Dynjandisheiði væri með besta móti núna þegar við eigum leið um hann með rannsóknargleraugun á nefinu,“ sagði ráðherrann og játti því svo að augljóslega væri nýbúið að hefla veginn. Við svo kveðið slitnaði GSM-sambandið, sem er býsna skrykkjótt uppi á Dynjandisheiði. - jse Ráðherra vegamála kynnist vestfirskum malarvegum af eigin raun: Skilur vel kröfur Vestfirðinga FRÁ DYNJANDISHEIÐI Ráðherrann kvartaði ekki yfir útsýninu á Dynjandisheiði en vegirnir þar eru ekki jafn indælir þótt nýheflaðir séu. Þessi mynd er tekin af veginum þar. SAMGÖNGUR Fjölmiðlar og aðrir eru beðnir um að láta af óvæg- inni gagnrýni á ferðir Herjólfs í Landeyjahöfn í yfirlýsingu sem Eimskip sendi frá sér í gær. Þar segir að að allt tal um að Eimskipafélagið leggist gegn siglingum til Landeyjahafnar sé alrangt. Fréttablaðið hafði það eftir heimildum í vikunni að vilji væri fyrir því hjá Eimskipi að loka höfninni tímabundið í nokkra mánuði næsta vetur. Í yfirlýsingunni segir jafn- framt að aðeins fimm ferðir af 266 hafi fallið niður frá því höfn- in opnaði eftir nokkurt hlé þann 4. maí síðastliðinn. - sv Eimskip um ferðir Herjólfs: Fjölmiðlar láti af gagnrýninni HERJÓLFUR Herjólfur hefur aflýst fimm ferðum af 266 síðan Landeyjahöfn var opnuð í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON DÓMSMÁL Átján ára piltur hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Austurlands í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaði og fleiri afbrot. Ungi maðurinn braust, ásamt öðrum, inn í sumarbústaði, fyrir- tæki, geymslugám og hafnsögu- bátinn Vött. Þeir stálu fyrir á þriðju milljón króna. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að maðurinn játaði greiðlega og flestir mun- anna sem hann stal komust til skila. - jss Fjölmörg þjófnaðarbrot: 18 ára dæmdur fyrir þjófnað LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu upprætti kanna- bisræktun í einbýlishúsi í austur- borginni í fyrrakvöld og handtók ræktandann. Lögreglu barst ábending um sér- kennilega lykt frá húsinu og við rannsókn fundust áttatíu kannabis- plöntur í kjallara þess auk tveggja kílóa af tilbúnu kannabis. Hald var lagt á efnið og plönt- urnar, en manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Hann mun áður hafa verið staðinn að kanna- bisræktun, enda var faglega staðið að ræktuninni, sem fannst í fyrra- kvöld, að sögn lögreglu. - jss Lykt kom upp um ræktun: Var tekinn með efni og plöntur 1. við vík í mýrdal 2. 177 þúsund tonn 3. Logi Geirsson. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.