Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 12
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR12 GÓÐ HÚSRÁÐ Hakk í frysti Hakkpönnukakan þiðnar hraðar 12 hagur heimilanna Notkun farsíma í löndum Evrópu verður ódýrari í kjölfar þrenging- ar á reglum ESB um þak á gjöld- um vegna símtala erlendis. Verð vegna vafurs á netinu og annarrar gagnaþjónustu í síma eða spjald- tölvu gæti einnig lækkað verði nýjar tillögur frá ESB samþykkt- ar. Þann 1. júlí síðastliðinn lækk- aði hámarksverð fyrir reikisím- tal sem hringt er innan Evrópu úr 0,39 evrum í 0,35 evrur, en það jafngildir lækkun úr um 65 krón- um í um 58 krónur á mínútu. Þá var hámarksgjald fyrir að taka á móti reikisímtali lækkað úr 0,15 evrum í 0,11 evrur, eða úr um 25 krónum í um 18 krónur á mínútu. Ísland er á grundvelli EES- samningsins aðili að regluverki ESB um fjarskipti en það er fram- kvæmdastjórn ESB sem setur þessar reglur. „Fæstir neyt- endur eru að velta því fyrir sér þegar síma- fyrirtæki er v a l i ð h v a ð besta verðið á símtölum til og frá Evrópu, eða þess vegna Taí- landi, er. Þess vegna setti ESB fyrir mörgum árum reglur um hámarksverð vegna talsímaþjónustu og nú á að gera slíkt hið sama vegna gagna- þjónustu,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjar- skiptastofnunar. Hrafnkell segir okurverðlagn- ingu á reikiþjónustu alþjóðlegt vandamál. Reglur ESB hafi þó stuðlað að því að verð fyrir slíka þjónustu í Evrópu sé mun lægra en til dæmis í Bandaríkjunum. „Það sem ESB gengur til pólit- ískt er að þegnar sambandsins geti hegðað sér í öðru heimsóttu sambandsríki eins og þeir væru heima hjá sér. Við það hefur náðst mikill árangur og við höfum notið þess líka í gegnum EES-samning- inn,“ segir Hrafnkell að lokum. Nú þegar er 50 evru, eða um 8.300 króna, kostnaðarþak til stað- ar vegna símnotkunar erlendis. Kostnaðarþakið gildir um sms- og mms-skilaboð og einnig um netnotkun erlendis. Verði nýju reglurnar að veru- leika verður hámarksgjald fyrir hvert megabæti gagna sem við- skiptavinur sækir 0,90 evrur, eða um 150 krónur, frá og með júlí á næsta ári. Hugmyndin er síðan að hámarksgjaldið lækki í 0,70 evrur árið 2013 og loks 0,50 evrur 2014. Í lok júní 2016 er svo gert ráð fyrir að reglurnar falli úr gildi. Um neytendaverndarreglur frá ESB gildir að reglurnar eru sett- ar og samræmdar af hálfu ESB en hvert ríki fyrir sig á EES-svæðinu ræður viðurlögunum við brotum í sínu ríki. magnusl@frettbladid.is Okur í símþjónustu erlendis liðin tíð ESB hefur þrengt reglur um þak á gjöldum vegna símtala erlendis. Þá verða að öllum líkindum settar reglur um hámarksverð vegna netvafurs og annarrar gagnaþjónustu í símum erlendis. Reglurnar gilda þó einungis á EES-svæðinu. HRAFNKELL V. GÍSLASON SNJALLSÍMI Gagnaflutningar í snjallsíma meðan dvalið er erlendis verða ódýrari verði tillögur ESB um hámarksverð að veruleika. Freyðivín er nú orðið vinsælla en áður og jókst salan á því um ellefu prósent á fyrstu sex mánuðum ársins, sé miðað við sama tíma í fyrra. Þá er einnig keypt meira af áfengum gosdrykkjum nú en áður. Salan á þeim jókst um rúm níu prósent á milli ára, en töluverður samdráttur hafði verið í þeim sölu- flokki undanfarin ár. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir vöruúrval meira en áður og því meiri breidd í verðum. Þó hafi sala áfengis í lítrum talið dregist saman um tæp þrjú prósent á milli ára, og þar geti veðrið átt þátt í máli. Nánast enginn munur er þó á sölunni í júní, en hafa ber í huga að hvítasunnan var í júní í ár en í maí í fyrra. Minna hefur selst af bjór, ókrydduðu brennivíni og vodka í verslunum ÁTVR það sem af er ári en á síðasta ári. ■ Áfengi Freyðivínið verður vinsælla Stundum getur verið gott að eiga hakk í frysti til að taka út með stuttum fyrirvara. Til að stytta þiðnunartíma hakksins svo um munar er best að taka hakkið úr upprunalegu umbúðunum áður en það er sett í frysti og setja í lofttæmanlegan poka. Fletjið svo út hakkið í pokanum í kringlótta pönnuköku, lokið og lofttæmið. Hakkið mun þannig þurfa margfalt styttri tíma til að þiðna. Slagorðið á kartöflupokum Grænmetispökk- unar Suðurlands gefur það í skyn að inni- haldið sé blandað húsdýraáburði. „Ræktaðar í hreinni mold – Blandaðar húsdýraáburði,“ segir á pokanum. Karl Ólafsson, eigandi Grænmetispökkunar Suðurlands, segist aldrei hafa leitt hugann að því að þessi misskilningur gæti átt sér stað. Vissulega sé það moldin sem sé blönduð húsdýraáburði, ekki kartöflurnar sjálfar. „Þetta er búið að vera svona í ellefu ár. Ég hef aldrei fengið ábendingu áður um að þetta gæti misskilist á þennan veg,“ segir Karl og bendir á að lengi hafi legið fyrir að breyta pakkningunum, en það verði gert í næsta mánuði. „Það er mælst til þess að breyta umbúðum á um það bil sjö ára fresti, þannig að það er kominn tími til,“ segir Karl. „Með nýju uppskerunni í haust koma nýjar umbúðir.“ ■ Grænmeti Kartöflur blandaðar húsdýraáburði Finnbogi Hermannsson, rithöfundur og fyrrverandi útvarpsfréttamaður, sat í gamla Bensinum sínum í Hnífsdal þegar Fréttablaðið hafði samband við hann og innti eftir bestu og verstu kaupum. Það fór vel á því vegna þess að Bensinn kemur þar nokkuð við sögu. En við byrjum á verstu kaupunum. „Þau gerði ég áður en ég fór í Þórs- merkurferð árið 1964,“ segir hann. „Ég drakk nú ekkert þarna en annars var þetta ægilegt fyllerí, ég man eftir spýjunum út um allt en hvað um það, ég keypti asíska klossa fyrir þessa ferð en svo kom upp úr dúrnum að þeir voru gerðir úr pappa þannig að þeir gáfust nú ekki vel og voru allir eftir þessa ferð. Eins gott að ég steig ekki í neina spýju.“ Það hýrnar heldur yfir Finnboga þegar hann er inntur eftir bestu kaupunum. „Ég sit nú bara í bestu kaupunum mínum, það er þessi sex sílindra Bens sem ég sit nú í. Hann er tuttugu og tveggja ára gamall og hefur aldrei slegið feilpúst. Ég keypti hann óséðan af manni frá Selfossi og sá hann fyrst er ég fór til Reykjavíkur á árshátíð RÚV, þá kom bróðir minn á bílnum til að taka á móti mér á flugvellinum. Ég sá strax að ég hafði ekki keypt köttinn í sekknum. Reyndar tók ég af honum númerið fyrir nokkru, þó það hafi ekki verið sársaukalaust en það er of dýrt að vera með þrjá skráða bíla á heimilinu. Nú bíð ég bara eftir því að hann verði 25 ára en þá verður hann kominn í flokk fornbíla.“ NEYTANDINN: FINNBOGI HERMANNSSON, RITHÖFUNDUR. Bíður eftir að Bensinn verði að fornbíl KRÓNUR kostar 33 cl flaska af Beck’s bjór í ÁTVR. Það er ríflega tvöfalt meira en árið 2006 þegar flaskan kostaði 159 krónur. Heimild: Hagstofa Íslands Ávaxta smoothie Hver ferna inniheldur allt að þrjá heila ávexti. Allar vörur frá Nestlé barnamat eru án viðbætts sykurs, rotvarnarefna eða annarra aukaefna. 100% náttúrulegt 100% ávextir C vítamín Holl og góð millimáltíð hvar og hvenær sem er! 339 Það sem ESB gengur til pólitískt er að þegnar sam- bandsins geti hegðað sér í öðru heimsóttu sambandsríki eins og þeir væru heima hjá sér. HRAFNKELL V. GÍSLASON FORSTJÓRI PFS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.