Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 51
FIMMTUDAGUR 7. júlí 2011 39 TILBOÐ Á HÁRSNYRTIVÖRUM 25% AFSLÁTTUR .......til 15. júlí MARIA NILA - I CARE Frábærar hársnyrtivörur á mjög góðu verði. Fást í lyfjaverslunum um allt land Cheryl Cole er búin að krefjast þess að fá nýtt hús og fullkomið hljóðver frá fyrrverandi eigin- manninum, Ashley Cole, ef hann ætlar að vinna hana á sitt band á nýjan leik. Það var Ashley sem klúðraði málunum þegar hann átti vin- gott við fleiri stúlkur en eigin- konu sína og skildi hún við hann í kjölfarið. Cheryl hefur nú fyrir- gefið Ashley og er tilbúin að taka við honum að nýju, fallist hann á fyrrgreindar kröfur. „Ef Cheryl á að taka þeirri skömm sem fylgir því að taka aftur saman við Ashley verður hún að vita að hann sé tilbúinn að gera allt fyrir hana,“ sagði heimildarmaður. Cheryl er kröfuhörð VILL FÁ HÚS OG HLJÓÐVER Cheryl Cole setur Ashley afarkosti. Justin Timberlake og Jessica Biel hættu saman í mars en nú segja slúðurmiðlar vestanhafs að þau séu að taka saman aftur. „Þau eru að hittast á laun,“ sagði heim- ildarmaður og annar bætti við: „Þau hafa verið í sambandi alveg síðan þau hættu saman og ákváðu að gefa þessu annað tækifæri.“ Heimildarmaðurinn sagði einnig að það hefði verið Jessica sem vildi aftur samband við Justin, en að hann hefði einnig komist að því að piparsveinalífið væri ekki svo ljúft eftir allt saman. Justin finnur ástina á ný ENNÞÁ ÁSTFANGIN Justin Timberlake og Jessica Biel hófu að hittast árið 2007 en hættu saman í mars á þessu ári. „Við sáum svona innanhússafþreyingargarða fyrir börn þegar við bjuggum í Noregi og grip- um strax hugmyndina,“ segir Hrefna Björk Sverrisdóttir, en hún hefur opnað leiksvæðið Ævintýragarðinn ásamt kærasta sínum Bjarna Sigurðssyni. Ævintýragarðurinn er skemmtigarður fyrir börnin í bland við kaffihús fyrir foreldrana. „Okkur fannst vanta eitthvað í líkingu við þetta hingað heim til Íslands. Athvarf þar sem bæði foreldranir og börnin geta skemmt sér saman óháð veðri, enda er varla hægt að reiða sig á það hér á Íslandi,“ segir Hrefna Björk en þetta er í fyrsta sinn sem hún og Bjarni fara í rekstur á borð við þennan. Hrefna hefur verið að sjá um framleiðslu á gamanþáttum Steinda JR og Bjarni er gítarleikari rokksveitarinnar Mínus. „Við sérpöntuðum flott leiktæki frá Kína og erum með leiksvæði fyrir alla aldurshópa.“ Staðurinn skiptist í leiksvæði fyrir krakkana með hoppukastala, rennibrautum, boltalandi og fleiri leiktækjum. Einnig er kaffihús þar sem foreldrarnir geta slappað af og vafrað á netinu og 70 fm leiksvæði þar sem yngstu börnin geta leikið sér undir eftirliti foreldranna. Í Ævin- týragarðinum eru herbergi sem hægt er að panta fyrir afmælisveislur. „Við höfum trú á að þetta sé gaman fyrir alla. Undanfarna daga hafa vinir og vandamenn fengið að koma og skoða og allir ganga skæl- brosandi héðan út.“ Ævintýragarðurinn er staðsettur í Skútu- vogi 4 og hægt er að fá fleiri upplýsingar á vef- síðunni www.aevintyragardurinn.is. - áp Skemmtigarður fyrir börnin GAMAN FYRIR ALLA Hrefna Björk Sverrisdóttir og Bjarni Sigurðsson opna skemmtigarð fyrir börnin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.