Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 46
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR34 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Justin Simmons var að senda frá sér plötuna I Need My Disco Fix. Það er bandaríska útgáfan Eighth Dimension Music sem gefur út, en hún hefur m.a. á sínum snærum listamenn eins og Q-Burns Abst- ract Message og Pimp Daddy Nash. Áhangendur íslenskrar raftón- listar sperra eyrun væntanlega við þessar fréttir, að minnsta kosti ef þeir vita að Justin Simmons er eitt af listamannsnöfnum Þórhalls Skúlasonar, sem eitt sinn rak Thule útgáfuna og sem hefur lengi kallað sig DJ Thor. Ég frétti af útgáfu I Need My Disco Fix á nýrri íslenskri tón- listarfréttaveitu, www. raftonar.is, en hún er búin að vera starfrækt í nokkrar vikur. Það eru þrír félagar á íslensku raftónlistarsenunni sem standa á bak við ratonar. is, Jónas Þór Guðmunds- son (Ruxpin), Anton Kal- dal Ágústsson (Tonik) og Fannar Ásgrímsson sem er annar helmingur dúós- ins Plastik Joy. Það hefur verið mikil gróska í íslenskri raf- tónlist undanfarin ár, en margar af þeim útgáfum sem Íslendingarnir senda frá sér koma út hjá erlendum fyrirtækjum og eru, að minnsta kosti í upphafi, ein- göngu fáanlegar sem niðurhal. Þess vegna fer ekki endilega mikið fyrir þeim hér heima. Raftonar.is er sett á laggirnar til þess að auðvelda áhugamönnum um íslensku senuna að fylgjast með. Að sögn aðstandendanna er ætlunin að einbeita sér að því að segja frá útgáfum, en einnig verður fjallað um tónleika. Þeir hvetja tónlistar- menn og áhugafólk til þess að senda sér upplýsingar og jafnvel efni til birtingar. Á meðal þess sem lesa má um á raftonar.is eru nýjar útgáfur frá Einóma, Synthedelia, Subminimal og Worm is Green, en plata þeirra síðastnefndu, Glow, er nú komin út á geisladisk í Japan. Þá er einnig sagt frá samstarfi íslenska dúósins Stereo Hypnosis og ítalska tón- listarmannsins Pulse. Fréttir af íslenskri raftónlist NÝ FRÉTTAVEITA Á raftonar.is er sagt frá útkomu þessarar nýju plötu sem Þórhallur Skúlason stendur á bak við. Noel Gallagher, rólegi Gallagher-bróðirinn, sendir frá sér sólóplötuna Noel Gallagher‘s High Flying Birds í október. Platan inniheldur fyrstu lögin frá Gallagher frá því að hann hætti í Oasis í fússi í ágúst árið 2009, en hljómsveit- in hætti í kjölfarið. Platan var tekin upp í London og eftirvinnslan fór fram í Los Angeles í fyrra. Platan inniheldur tíu lög, en upptökum stýrði hann sjálfur ásamt Dave Sardy. Liam Gallagher, æsti Gallagher- bróðirinn, fer sem kunnugt er fyrir hljóm- sveitinni Beady Eye, sem sendi frá sér plötu fyrr á árinu. Liam hefur ekkert tjáð sig um væntanlega plötu bróður síns, en búast má við að hann láti gamminn geisa innan tíðar. Plata frá Noel Gallagher EINN Á FERÐ Sólóplata er væntanleg frá Noel Gallagher, sem er rólegi Gallagher-bróðirinn. > Í SPILARANUM Jóhann Jóhannsson - The Miners‘ Hymns Vigri - Pink Boats Helgi Björns og reiðmenn vindanna - Ég vil fara upp í sveit Jón Jónsson - Wait For Fate Beirut - The Rip Tide JÓHANN JÓHANNSSON BEIRUT TÓNLISTINN Vikuna 30. júní - 6. júlí 2011 LAGALISTINN Vikuna 30. júní - 6. júlí 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Coldplay ..........................Every Teardrop Is a Waterfall 2 Lady Gaga ...........................................The Edge of Glory 3 GusGus ......................................................................... Over 4 Steven Tyler ............................................It Feels so Good 5 Rihanna ............................................California King Bed 6 Bubbi Morthens.................................Blik augna þinna 7 FM Belfast ........................ I Don’t Want to Sleep Either 8 Bruno Mars .......................................................Lazy Song 9 BlazRoca, Friðrik Dór og fleiri. .......Reykjavíkurnætur 10 Aloe Blacc............................................... I Need a Dollar Sæti Flytjandi Plata 1 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 2 Bubbi ..............................................................Ég trúi á þig 3 Helgi Björns & reiðmenn... .......Ég vil fara uppí sveit 4 Ýmsir ................................................................. Pottþétt 55 5 Ýmsir ......................... Miklu meira veistu hver ég var? 6 FM Belfast .......................................Don’t Want to Sleep 7 Apparat Organ Quartet ....................................Pólýfónía 8 Valdimar ............................................................Undraland 9 Ýmsir ................................................100 íslensk 90’s lög 10 Adele .................................................................................. 21 Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: Von er á sjöundu breiðskífu Incubus í næstu viku en liðsmenn hljómsveitarinn- ar segja plötuna allt öðru- vísi en það sem áður hefur komið frá bandinu. Bandaríska hljómsveitin Incubus sendir frá sér plötuna If Not Now, When? hinn 12. júlí, en sex ár eru síðan hljómsveitin gaf út síðustu plötu sína, Light Grenades. Gítar- leikari Incubus, Mike Einzinger, sagði í nýlegu viðtali að platan yrði töluvert frábrugðin fyrri breiðskífum Incubus og að hljóm- sveitin sé ekki lengur jafn rokk- uð og hún var. Einzinger bætti því einnig við að þeir væru að biðja aðdáendur sína um mikið; þeir væru að biðja þá um að hlusta á eitthvað sem þeir hafa ekki áður heyrt frá hljómsveitinni. Incubus var stofnuð árið 1991 af söngvaranum Brandon Boyd, gítar leikaranum Mike Einzinger og trommuleikaranum Jose Pasil- las, en þeir voru þá menntaskóla- félagar í Kaliforníu, en fengu seinna til liðs við sig bassaleik- arann Ben Kenny og hljómborðs- leikarann Chris Kilmore. Fyrsta breiðskífa Incubus kom út árið 1995 og hét Fungus Amongus, en hljómsveitin gaf síðar út stutt- skífu þar sem mátti finna nokk- ur lög Fungus Amongus í nýrri og breyttri útgáfu. Eftir að önnur breiðskífa Incubus, S.C.I.E.N.C.E., kom út árið 1997, fór hljómsveitin að hita upp fyrir Korn á tónleika- ferðalagi um Evrópu og síðar fyrir þungarokksveitina System of a Down. Þegar ferðalaginu lauk, tók bandið sér tveggja ára hlé en gaf síðan út þriðju breiðskíf- una, Make Yourself, árið 1999 og kom platan sveitinni í hóp stærstu rokksveita heims, en hún seldist í rúmlega milljón eintökum. Lög eins og „Drive“ og „Pardon Me“ fengu mikla spilun og hljómsveit- in fór fljótlega að vinna að fjórðu breiðskífunni, Morning View, sem kom út árið 2001. Á árunum 2003- 2008 komu út tvær breiðskífur með Incubus, A Crow Left of the Murder ... og Light Grenades, en á þeim plötum rötuðu þrjú lög í efsta sæti Billboard-listans, lögin „Megalomaniac“, „Anna Molly“ og „Love Hurts“. Sjöunda breiðskífa Incubus kemur út í næstu viku og verð- ur forvitnilegt að sjá hvort aðdá- endur hljómsveitarinnar kunni að meta þá stefnubreytingu sem liðsmenn Incubus segja að skíni í gegn á plötunni. „Við höfum lengi reynt að gera eitthvað nýtt og öðruvísi. Við ákváðum að If Not Now, When?, okkar sjöunda breið- skífa, yrði akkúrat svoleiðis,“ sagði söngvarinn Brandon Boyd. kristjana@frettabladid.is Öðruvísi efni frá Incubus STEFNUBREYTING HJÁ INCUBUS Sjöunda breiðskífa Incubus kemur út í næstu viku og segja liðsmenn hljómsveitarinnar að platan sé allt öðruvísi en það sem áður hefur heyrst frá bandinu. > PLATA VIKUNNAR Hnotubrjótarnir - Leiðin til Kópaskers ★★★ „Gamli Reflex-söngvarinn snýr aftur á skemmtilegri plötu.“ - TJ Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 – www.asbyrgi.is í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.