Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 42
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR30 30
menning@frettabladid.is
Þrátt fyrir ungan aldur
hefur rússneski fiðluleikar-
inn Maxim Vengerov verið
einn virtasti og eftirsótt-
asti fiðluleikari heims um
langt skeið. Hann fékk sig
fullsaddan af fiðluleik á
tímabili og skipti boganum
út fyrir tónsprota en segist
hafa nú endurheimt ástríð-
una fyrir fiðlunni.
Tónleikar rússneska fiðlusnillings-
ins Maxíms Vengerov í Eldborgar-
sal Hörpu annað kvöld eru hvalreki
fyrir unnendur klassískrar tónlist-
ar. Þar leiða þau Maria Joao Pires
píanóleikari saman hesta sína í
fyrsta sinn. Það segir sína sögu
um vinsældir Vengerovs að hann
er bókaður fimm ár fram í tímann.
„Þetta er líklega í fjórða sinn
sem ég kem hingað, tvisvar til
að spila og tvisvar til að ferðast,“
segir Vengerov, sem hefur verið
hér á landi síðan 1. júlí. „Mér
finnst yndislegt að koma til Íslands
og þegar mér gafst þetta tækifæri
stökk ég á það.“
Vengerov hefur verið í fremstu
röð fiðluleikara frá unglingsaldri.
Hann hefur hins vegar lítið leikið
á fiðluna á tónleikum undanfarin
þrjú ár eða svo en snúið sér að tón-
listarstjórnun í auknum mæli.
„Satt að segja fannst mér ég
vera farinn að standa í stað,“ segir
hann. „Ég fann ekki fyrir sömu
ástríðunni og áður og fannst nauð-
synlegt að breyta til. Þetta er eins
og með mat; ef þú borðar það sama
í hvert mál verða jafnvel dýrindis
krásir hversdagslegar.“
Vengerov segir að breytingin
hafi gert sér gott og gert honum
kleift að enduruppgötva sjálfan sig
sem tónlistarmann og áhuga sinn
á fiðlunni.
„Nú er ég farinn að finna aftur
fyrir ástríðunni og spennunni
þegar ég kem fram með fiðluna
og það er dásamleg tilfinning. Það
er nauðsynlegt að fá það á tilfinn-
inguna að maður sé að þróast sem
listamaður.“
Vengerov fæddist í Novosibirsk
í Síberíu í Rússlandi, sem honum
fannst vera á hjara heimsins á upp-
vaxtarárunum. Það hafi hins vegar
verið honum mikil gæfa að margir
hæfileikaríkir tónlistarmenn hafi
sest þar að í lok seinni heimsstyrj-
aldar og ílengst þar.
„Ég held að það sé hæfileika-
fólk alls staðar, þetta er allt spurn-
ing um tækifæri til að fá að rækta
þá. Ég var svo heppinn að í Novo-
sibirsk var frjósamur jarðvegur
fyrir tónlistariðkun og ég naut
góðs af því að það voru góðir kenn-
arar til staðar.“
Sjálfur hlaut Vengerov prófess-
orsstöðu við Royal Academy of
London 2005 og kennir þar stöku
sinnum sem gestakennari. „Mér
finnst mjög mikilvægt að miðla
þekkingu minni og reynslu, þannig
verður framþróun í tónlist. Og ég
hef ekki síður lært mikið af nem-
endum mínum þannig að í viss-
um skilningi er ég líka nemandi
þeirra.“
Vengerov kveðst mjög spenntur
fyrir tónleikunum annað kvöld í
Hörpu, enda sé Eldborg tónleika-
salur á heimsmælikvarða.
„Ég lék í Háskólabíói á sínum
tíma og þetta er algjör bylting.
Tónlistarhúsið er framúrskarandi
gott og á eftir að laða til sín mikið
af hæfileikafólki. Ég skil vel að
sumir hafi verið tvístígandi í ljósi
árferðisins en Harpa á eftir að
reynast heillaskref til lengri tíma.“
ENDURHEIMTI ÁSTRÍÐUNA
MAXIM VENGEROV Einn færasti fiðluleikari heims tók hlé frá fiðluleik á tímabili en
hefur tekið fiðluna fram aftur, endurnærður og tvíefldur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
20.30 Rannveig Káradóttir sópran og Birna Hallgrímsdóttir píanóleikari verða
með tónleika í Reykholtskirkju. Aðgangseyrir er kr. 1.500, ókeypis fyrir börn.
VENGEROV Í HNOTSKURN
Maxim Vengerov fæddist 1974 í Síberíu í Rússlandi. Foreldrar hans voru
mjög tónlistarhneigðir og byrjaði hann í fiðlunámi fimm ára gamall.
Vengerov reyndist búa yfir undraverðum hæfileikum. Tíu ára gamall fylgdi
hann ásamt móður sinni kennara sínum, Zakhar Bron, til Royal Academy of
Music (RAM) í London og aftur til Lübeck síðar.
Sigurganga Vengerovs hófst snemma á tíunda áratugnum eftir að hann
sigraði í alþjóðlegri tónlistarkeppni í London aðeins 16 ára gamall. Hann
hefur til þessa dags leikið á nærri hundrað hljómplötum og sópað að sér
verðlaunum, til dæmis bæði hlotið Gramophone- og Grammy-verðlaun.
Árið 1997 var hann sendiherra tónlistar fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna. Hann bindur ekki trúss sitt eingöngu við klassískan fiðluleik heldur
leikur einnig á raffiðlu, djassfiðlu, auk þess sem hann stjórnar hljómsveitum
og dansar tangó.
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Sokkaprjón
Guðrún S. Magnúsdóttir
Ævintýri góða dátans Svejks
Jaroslav Hasek
Ég man þig - kilja
Yrsa Sigurðardóttir
Nemesis - kilja
Jo Nesbø
Það sem aldrei gerist - kilja
Anne Holt
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
29.06.11 - 05.07.11
Íslenskar lækningajurtir
Arnbjörg L. Jóhannesdóttir
Fimbulkaldur
Lee Child
Rauðbrystingur - kilja
Jo Nesbø
Risasyrpa - Svarti skuggi
Walt Disney
Bollakökur Rikku
Friðrika Hjördís Geirsdóttir
Gallerí Klósett nefnist nýtt
sýningar rými á Hverfisgötu 61, sem
hefur þá sérstöðu að vera staðsett
inni á klósetti.
Að sýningarýminu standa nokkr-
ir listamenn sem eru með vinnu-
stofur á Hverfisgötu 61 en salernis-
aðstaðan hýsti áður Lúllabúð og
fótaaðgerðastofu þar á undan.
„Okkur þótti þessi aðstaða hrein-
lega of góð til að nýta aðeins undir
grunnþarfir mannsins,“ segir Rakel
McMahon, einn af listamönnunum
sem standa að sýningarrýminu.
Opnunarsýning Klósettsins
nefnist Garður, og eru verkin eftir
myndlistarmanninn Pál Hauk
Björnsson. Sýningin verður opnuð
annað kvöld en þar er rýnt í hug-
myndir fólks um náttúru og land.
Rakel segir fleiri sýningar með
framsæknum listamönnum hafa
verið skipulagðar í Galleríi Kló-
setti fram á haust. En hvað með
sýningar tíma? „Við ákváðum að
hafa þá í anda rýmisins: afslapp-
aða,“ segir Rakel. „En formlega er
það aðeins opið þegar ný sýning er
opnuð.“ - bs
Klósettmenning á Hverfisgötu
Nýtt tölublað Andvara er komið út.
Ritið er að þessu sinni helgað Jóni
Sigurðssyni í tilefni af tvö hundr-
uð ára afmæli hans.
Í ritinu eru níu greinar sem
fjalla um Jón með einum eða
öðrum hætti. Meðal höfunda eru
Guðjón Friðriksson, Gunnar Karls-
son, Sverrir Jakobsson, Þorvaldur
Gylfason, Margrét Gunnars dóttir
og Jón Karl Helgason.
Í formála Gunnars Stefánssonar
ritstjóra segir að vel fari á því á
þessum tímamótum að efla skiln-
ing á því sem Jón hafði fram að
færa. „Hátíðarhöld í minningu for-
ingja og merkismanna eru góðra
gjald verð. […] En virðingin ein
dugar ekki til að gæða þá lífi í vit-
und þjóðarinnar. Þekking og skiln-
ingur á ævistarfa slíkra manna er
enn betri.“
Andvari kominn út
Á NÁÐHÚSI LISTARINNAR Garður eftir Pál Hauk Björnsson nefnist opnunarsýning
Gallerís Klósetts sem verður opnuð á salernisaðstöðunni Hverfisgötu 61 á morgun.