Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 16
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR16
Umsjón: nánar á visir.is
„Ætlunin er að skrifstofan á Íslandi
verði hluti af teyminu sem vinn-
ur með flutningsmiðlun á fryst-
um kjötvörum og sjávarfangi um
allan heim,“ segir Helgi Ingólfs-
son, framkvæmdastjóri flug- og
sjóflutningasviðs þýska vöruflutn-
ingamiðlunarinnar DB Schenker á
Norðurlöndunum.
DB Schenker stofnaði dóttur-
fyrirtæki hér á landi í maí og setti
skrifstofu á laggirnar í Ármúlan-
um í Reykjavík fyrir mánuði. Fjór-
ir vinna á skrifstofunni en stefnt er
að því að þeir verði á bilinu átta til
tíu þegar fram líða stundir. Eim-
skip var áður umboðsaðilar fyrir
flutningamiðlun DB Schenker.
DB Schenker er í eigu þýsku
járnbrautanna og þar með í eigu
þýska ríkisins. Fyrirtækið varð til
upp úr uppstokkun á dótturfélögum
járnbrautanna undir lok árs 2007.
DB Schenker er með umsvifa-
mestu flutningafyrirtækjum í
heimi en er að ýta úr vör flutninga-
miðlun sem sérhæfir sig í flutning-
um á ferskum kjötvörum og sjávar-
fangi heimshorna á milli, svo sem
frá Síle og Kanada. Nú þegar flytur
fyrirtækið mikið magn af ferskum
laxi frá Noregi.
Þjóðverjar stofna
fyrirtæki á Íslandi
Þýski flutningarisinn DB Schenker ætlar bráðlega að hefja hér vöruflutninga-
miðlun á láði og legi í samkeppni við dótturfyrirtæki Eimskips og Samskipa.
Skrifstofan hér mun sjá um flutninga með ferskt sjávarfang um allan heim.
Hjá DB Schenker starfa í kringum níutíu þúsund manns í rúmlega 130
löndum.
Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri DB Schenker hér á landi, rak fyrir-
tækið Temp Logistics og tók að sér ráðgjafastörf fyrir þýska fyrirtækið um
nokkurra mánaða skeið. DB Schenker keypti fyrirtæki Valdimars og tók við
viðskiptavinum hans.
Helgi Ingólfsson vinnur á skrifstofu DB Schenker í Gautaborg í Svíþjóð.
Fleiri Íslendingar vinna hjá fyrirtækinu, svo sem í Hollandi, Þýskalandi og í
Síngapúr.
DB Schenker í hnotskurn
Alþjóðlegu matsfyrirtækin brugð-
ust seint við þegar halla tók undan
fæti í efnahagslífinu hér haust-
ið 2008. Eins hafa þau van metið
styrk efnahagslífsins nú eftir
kreppuna.
Moody‘s hélt lánshæfiseinkunn-
um Íslands í flokknum Aaa þar til
fimm mánuðum fyrir hrun bank-
anna og er eina fyrirtækið sem
hefur fært lánshæfi ríkissjóðs í
ruslflokk. Lánshæfið er einu haki
ofar að mati fyrirtækjanna Fitch
og Standard & Poor‘s.
Bloomberg-fréttaveitan
greindi frá því í gær að alþjóð-
legir fjárfestar séu ekki sammála
lánshæfis einkunnum matsfyrir-
tækjanna og bendir á að eftirspurn
eftir ríkisskuldabréfum í Banda-
ríkjadölum í vor hafi verið tvöfalt
meiri en framboðið.
Paul Rawkins, sérfræðingur
Fitch, segir í samtali við Bloom-
berg óvissu í efnahagslífinu. Dragi
úr henni geti verið að lánshæfis-
einkunnir batni.
Valdimar Ármann, hagfræð-
ingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu
GAMMA, bendir hins vegar á að
skuldabréfaútboðið hafi gengið
vel. Ljóst sé að alþjóðlegir fjár-
festar horfi ekki aðeins á lánhæfis-
horfur matsfyrirtækjanna heldur
meti fjárfestingarkosti eftir eigin
gögnum. - jab
Fjárfestar horfa ekki á lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs:
Brugðust seint og
illa við kreppunni
EIN AF LESTUM ÞÝSKU JÁRNBRAUTANNA Vöruflutningamiðlunarrisinn DB Schenker sér tækifæri hér á landi þrátt fyrir samkeppni
frá flutningarisum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Við erum ekkert að
flýta okkur, ætlum að
ná um tíu prósenta hlutdeild
á markaðnum.
HELGI INGÓLFSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI HJÁ DB SCHENKER
Árgjöld sem fyrirtæki á Aðal-
markaði greiða Kauphöllinni eru
einungis þriðjungur til helming-
ur af því sem tíðkast í kauphöll-
um í hinum Norðurlandaríkjun-
um. Munurinn getur orðið allt að
sexfaldur fyrir fyrirtæki á First
North-markaðnum. Allt fer þetta
eftir stærð fyrirtækjanna, sam-
kvæmt upplýsingum frá Kaup-
höllinni.
Í Markaðnum, viðskipta-
blaði Fréttablaðsins, sagði í
gær að á meðal þess sem tefji
fyrir nýskráningum fyrirtækja
á hlutabréfamarkað hér sé hár
kostnaður miðað við kauphallir
annars staðar á Norðurlöndunum.
Því henti betur stærri fyrirtækj-
um að leita á hlutabréfamarkað
en litlum.
Kauphöllin vísar þessu á bug
og bendir á að hér sé kostnaður-
inn hvað lægstur á meðal nor-
rænu kauphallanna.
Miðað við verðskrá greiðir
fyrir tæki sem skráð er á Aðal-
markaði 825 þúsund krónur á ári
auk breytilegs gjalds sem miðast
við markaðsverðmæti viðkom-
andi fyrirtækis.
Árgjald fyrirtækja á First
North-markaðnum er meira en
helmingi lægra, 375 þúsund krón-
ur. Við það bætist sami breytilegi
kostnaður og á Aðalmarkaði. - jab
HÖNDLAÐ MEÐ HLUTABRÉF Að viðbættu árgjaldi greiða skráð fyrirtæki gjald sem
miðast við markaðsverðmæti þeirra hverju sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ársgjald Kauphallarinnar lægra hér en í Skandinavíu:
Verðmunurinn getur
orðið allt að sexfaldur
Ekki liggur fyrir hvenær flutn-
ingar á vegum fyrirtækisins hefj-
ast hér bæði á lofti sem láði en
búist er við að það gerist fljótlega.
Helstu samkeppnisaðilar fyrirtæk-
isins eru TVG Zimsen, dótturfyrir-
tæki Eimskips, og Jónar Transport,
fyrirtæki Samskipa. Miðlun DB
Schenker felst í því að fyrirtækið
finnur hagstæðasta flutningskost-
inn hverju sinni hvort heldur er á
lofti eða láði. Í einstaka tilvikum
leigir fyrirtækið flugvélar fyrir
flutningana. Þá hefur fyrirtækið
tekið að sér sérstaka flutninga, svo
sem fyrir verktaka víða um heim.
„Við erum ekkert að flýta okkur,
ætlum að ná um tíu prósenta hlut-
deild á markaðnum hér innan
tveggja til þriggja ára,“ segir
Helgi. jonab@frettabladid.is
67,6 PRÓSENT ER FJÖLGUN þinglýstra kaupsamninga á fasteignamarkaði á höfuðborgar-svæðinu í síðasta mánuði miðað við júní í fyrra. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var
28,5 milljónir króna samanborið við 26,2 milljónir króna í fyrra.