Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGHollt & gott FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 20112 Hráfæði er aðferð til að matreiða grænmeti og ávexti, hnetur og fræ, þara og spírur á fjölbreyttan hátt. Hráefnið er ekki hitað upp fyrir 47°C svo að ensím í matvælunum skemmist sem minnst. Því er hald- ið fram að fólk sem þjáist af ýmsum kvillum finni mikinn mun á heils- unni eftir að hafa skipt yfir í hrá- fæði. Þá nota sumir þetta fæði til að grenna sig enda inni heldur hrá- fæði ekki mjólkurvörur, ruslfæði, brasaðan mat og djúp steiktan, gos- drykki og sælgæti. Þeir sem neyta hráfæðis borða þannig einungis úr þremur fæðu- flokkum af sex úr fæðuhringnum. Það er ávexti, grænmeti og hnetur og fræ. Fæðið er því einhæfara en ráðlagt er sem eykur hættu á nær- ingarskorti. Til að forðast hann er nauðsynlegt að neyta vítamín- og steinbættra matvæla, til dæmis kalkbættar jurtavörur. Auk þess þarf að huga að prótíninntöku þar sem prótín úr fæðu nýtast til upp- byggingar og viðhalds fyrir líkam- ann og veita einnig orku. Þeir sem ekki neyta prótíns úr dýraríkinu þurfa því að borða jurtaprótín. Matreiðsluaðferðir í hráfæði eru sérstakar þar sem maturinn er ekki hitaður upp fyrir 47°C. Á heimasíðu Matvælastofnunar má finna ráðleggingar um mat- reiðsluaðferðir en ýmsar hættu- legar bakteríur og veirur finnast í matvælum og hreinlæti og hita- stig skiptir miklu máli við með- höndlun og eldun svo sjúkdóms- valdandi örverur valdi ekki skaða. Því er talið mikilvægt að einstak- lingar með skert ónæmiskerfi ráð- færi sig við fagfólk í heilbrigðis- kerfinu ef þeir íhuga að borða hráfæði vegna aukinnar hættu á matarsýkingum. Heimild: Vísindavefur.is og heilsubankinn.is Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462 og Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is s. 512 5447. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. NOKKUR HOLLRÁÐ Manneldisráð og Landlæknisembættið gefa hollráð á vefsíðu sinni: - Sósan gerir oft gæfumuninn. Í einni mat- skeið af hamborgarasósu eru jafnmargar hitaeiningar og í fimm matskeiðum af súrsætri sósu, átta matskeiðum af brúnni sósu ef hún er ekki uppbökuð, eða tuttugu matskeiðum af salsasósu. - Hægt er að borða tvær brauðsneiðar í staðinn fyrir eina með því að smyrja þunnt eða nota sinnep í staðinn fyrir þykkt lag af smjöri, smjörva eða majonessósu. - Fimm hundruð grömm af grænmeti og ávöxtum á dag minnka líkurnar á hjartasjúkdómum og mörgum krabbameinum. Hráfæði hefur orðið vinsælt hin síðari ár. Fólk sem haldið er ýmsum kvillum segist finna mikinn mun á heilsunni eftir að hafa skipt yfir í hráfæði. NORDICPHOTOS/GETTY Hráefnið ekki hitað upp fyrir 47 gráður HOLLT LOSTÆTI Japanski rétturinn sushi á sér meira en þúsund ára sögu. Þykir hann hið mesta lostæti um heim allan og einstaklega hollur að auki. Fiskurinn sem er notaður í sushi inniheldur joð og D-vítamín og ákveðnar fisktegundir, eins og síld og sardínur, eru auk þess auðugar af omega-3 fitusýrum. Sjávarþangið inniheldur prótein og A, B1, B2, B6 og C vítamín, va- sabi er ríkt af C vítamíni og edikið talið örva meltingu og styrkja ónæmiskerfið. Þeir eru eldrauðir í gegn og stútfullir af andoxunar efnum heilsutómatarnir sem Guðjón Birgisson og Sigríður Helga Karlsdóttir hafa ræktað síðustu ár í garðyrkjustöðinni Melum á Flúðum. „Við erum með tómata á 5.000 fer- metrum og gúrkur á 1.000,“ segir Guðjón, sem er með rúmlega þriggja áratuga reynslu í ræktun tómata. „Svo sáum við til hálfrar milljónar kálplantna á ári og ræktum þær úti á 11 hekturum. Þar ber mest á blóm- káli, spergilkáli og kínakáli.“ Guðjón segir tómatræktunina hafa verið bundna við eina tegund í fyrstu. „Svo fórum við að fjölga af- brigðum og auk þess algengasta ræktum við nú konfekttómata og heilsutómata sem innihalda þre- falt meira Licopen-litarefni en þeir venjulegu. Við tínum þá eldrauða og þeir eru þannig að innan líka sem gerir þá mun hollari, því Licopen er andoxunar efni sem er bæði gott fyrir hjartað og vinnur gegn krabba- meini,“ lýsir hann og segir heilsu- tómatana hafa verið á markaðinum í fimm ár. „Við byrjuðum smátt en eftirspurnin hefur aukist mikið og við reynum að anna henni.“ Melar er vistvæn garðyrkjustöð sem skilar um 16 ársverkum að sögn Guðjóns. „Við erum ellefu sem vinnum hér yfir hávetrartímann en förum allt upp í tuttugu yfir sum- arið.“ Hann segir vorið í ár eitt það erfið asta sem hann muni eftir í úti- ræktun, bæði kalt og þurrt. „Hér á Flúðum er yfirleitt þurrviðrasamt og í þessari þrálátu norðanátt hefur ekk- ert rignt en við bregðumst við bara við því og vökvum og fyrsta kínakálið er að koma í verslanir nú í vikunni.“ Eldrauðir í gegn og eftir því hollir Freistandi konfekttómatar á grænum greinum er glæný söluafurð hjónanna í Friðheimum í Blá- skógabyggð, þeirra Helenu Hermundardóttur garðyrkjufræðings og Knúts Rafns Ármanns hestafræðings. „Við ræktum í mold og erum með vistvæna vott- un enda reynum við eftir bestu getu að hafa tóm- atana ferska, holla og bragðgóða,“ segir Knútur Rafn sem flutti ásamt konu sinni að Friðheimum fyrir sextán árum. „Okkur langaði að vinna bæði við garðyrkjuna og hrossin og garðyrkjan er okkar aðalbúgrein. Vorum fyrst að rækta tómata, papriku og agúrkur en fyrir tíu árum ákváðum við að sérhæfa okkur í tómötum og rækta þá allt árið um kring. Í dag erum við með þrjár tegundir, þessa sem er algeng- ust á Íslandi og einnig plómutómata sem við erum ein með. Síðan ræktum við litla tómata, svokall- aða konfekttómata sem við seljum í öskjum og í sumar byrjuðum við með þá skemmtilegu nýjung að selja þá á greininni. Þar fá þeir að fullroðna og eru rosalega sætir og góðir. Svo geymast þeir leng- ur á greininni þó fólk eigi reyndar aldrei að kaupa sér tómata til að geyma þá!“ Á GRÆNUM GREINUM Sigríður Birgisdóttir og Guðjón Birgisson hafa áratuga reynslu í ræktun tómata. Vistvæn og hollir heilsutómatar í vexti. Helena og Knútur Rafn á Friðheimum búa bæði með tómata og hesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.