Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 62
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR50 BESTI BITINN Í BÆNUM Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, tekur sæti dómara í nýjum raun- veruleikaþætti sem hefst um áramótin á Stöð 2. Þátt- unum hefur verið gefið nafnið Hannað fyrir Ísland og eru runnir undan rifjum Sigurjóns Sighvatssonar, kvikmyndaframleiðanda og eiganda útivistarmerkis- ins 66 gráður norður. Þættirnir eiga að gefa ungum, íslenskum hönnuðum tækifæri til að koma sjálfum sér á framfæri. „Og það er engin leið betri til þess en í gegnum sjónvarp,“ segir Sigurjón. Byrjað verður að auglýsa eftir þátttakendum í næsta mánuði. 66 gráður norður leikur stórt hlutverk í þáttunum, keppendur eiga að hanna flíkur fyrir fyrirtækið og sigurvegarinn fær að lokum starf hjá því. „Við erum auðvitað að taka nokkra áhættu því 66 gráður norður er með gott orðspor og við leggjum það undir.“ Yfir- hönnuður fyrirtækisins, hinn sænski Jan Davidson, verður dómari en svo reiknar Sigurjón með því að þriðja hjólið verði gestadómari, allt eftir því hver verkefni hönnuðanna verða í hverjum þætti. „Það verður einhver sem hefur sérþekkingu í notkun á hverri flík fyrir sig.“ Sigurjón bendir á að allir fremstu hönnuðir heims vinni með sínar rætur og sinn grunn. Og með keppn- inni gefist keppendum tækifæri til að tengjast þeim. „Þetta verður blanda af raunveruleikaþáttagerð og heimildarmynd því hönnuðirnir geta ekki bara setið inni á saumastofu og hannað flík, þeir verða að fara út í þær aðstæður sem hönnunin á að vera notuð í.“ - fgg LEITAÐ AÐ HÖNNUÐI ÍSLANDS Linda Björk Árnadóttir verður væntanlega dómari í nýjum raunveruleikaþætti sem Sigurjón Sighvatsson og útivistarmerkið hans 66 gráður norður kemur að. Auglýst verður eftir þátttakendum í næsta mánuði. Þorvaldur Davíð Kristjánsson leik- ari hefur tekið upp nýtt lag sem verður gefið út með haustinu. Þor- valdur er sjálfur farinn til Los Angeles en félagi hans Sólmundur Hólm, skemmtikraftur og rithöf- undur, aðstoðaði Þorvald við texta- smíð í laginu, sem ekki hefur fengið neitt nafn. „Þorvaldur var búinn að semja þetta lag og vildi gera eitthvað meira úr því. Þess vegna ákvað hann að taka það upp áður en hann færi út,“ segir Sólmundur, sem eyddi öllum miðvikudeginum í stúdíó Geimsteini í Keflavík ásamt Þorvaldi. „Við brun- uðum til Keflavíkur dag- inn áður en hann fór út og tókum upp hljóðfæraleik en svo ætlar hann að syngja það inn úti,“ segir Sóli en Björgvin Ívar Baldurs- son úr hljómsveitinni Lifun stjórnaði upptökum. Sólmundur og Þorvaldur eru æsku- vinir og er þetta ekki í fyrsta sinn sem félag- arnir stilla saman strengi sína en þeir sendu frá sér smellinn Sumarsaga fyrir tveimur árum. „Þetta lag er ekkert „júhú- búmmbarambei“ heldur svífur meiri angurværð yfir vötnum í þetta sinn.“ Eins og kunnugt er hefur Þor- valdur Davíð verið staddur hér á landi í nokkra mánuði við tökur á íslensku myndinni Svartur á leik en hann útskrifaðist frá hinum virta leiklistarskóla Juilliard í vor. Þessa dagana er hann að flytja frá New York til Los Angeles ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Karlsdóttur, en Þorvaldur landaði samningi við virta umboðsskrifstofu í mekka kvikmyndaiðnaðarins og ætlar að láta reyna á stóra drauminn. Spilamennskan er því í aukahlutverki hjá Þorvaldi en greinilegt að fleira togar í hann en leik- listin. - áp Nýtt lag á leiðinni frá Þorvaldi Davíð TÓK UPP NÝTT LAG Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson skellti sér í stúdíó og tók upp lag áður en hann hélt á vit ævintýranna í Los Angeles. „Logi er ekki alveg hættur, ég er bara búinn að kaupa hans hlut og er því einn eigandi fyrirtækisins. Logi verður áfram stjórnarfor- maður og andlit fyrirtækisins,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta og snyrtivörumógúll. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Logi Geirsson væri hætt- ur afskiptum af Silver-hárvöru- fyrirtækinu sem landsliðsfélag- arnir stofnuðu eftir glæsilegan árangur landsliðsins á Ólympíu- leikunum í Peking. Logi staðfesti það í samtali við Fréttablaðið og sagðist ekki hafa haft tíma til að sinna verkefninu sem skyldi. Björgvin vill þó meina að skyttan úr FH hafi enn hlutverki að gegna. Markvörðurinn var staddur í brúðkaupsferð sinni þegar Frétta- blaðið náði tali af honum og hann upplýsti að von væri á nýjum vörum innan skamms; sturtusápu fyrir konur og karla. „Við erum að fara af stað með auglýsingaherferð á næstunni þar sem Aron Pálmars- son verður í aðalhlutverki,“ segir Björgvin og bætir því við að fleiri vörur séu í þróun. „Við höfum haft hægt um okkur að undanförnu en ætlum að setja þetta í gang á næstu vikum.“ Leikmaðurinn skipti nýverið um félag og heldur til Magdeburg í Þýskalandi. Félagið hefur þegar óskað eftir því að fá að selja Silver- gelið í búðinni sinni og Björgvin er himinlifandi með viðtökurnar við gelinu hér á landi, það hafi selst betur en hann hafi þorað að vona. „Við vorum búnir að selja þrjá- tíu þúsund dósir síðast þegar við gáðum,“ segir Björgvin en það þýðir sölu upp á tæpar 45 milljón- ir ef miðað er við verð á netinu. - fgg Sturtusápa væntanleg frá Silver BOÐAR NÝJAR VÖRUR Björgvin Páll Gústavsson hefur keypt eignarhlutinn af Loga Geirssyni og boðar sturtusápu frá Silver á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Linda Björg í nýjum raunveruleikaþætti „Allir góðir hlutir verða einhvern tíma að enda,“ segir Höskuldur Ólafsson, rappari í hljómsveitinni Quarashi. Allra síðustu tónleikar Quarashi verða haldnir á Nasa laugardaginn 16. júlí. Eftir tónleikana leysist hljómsveitin aftur upp eftir stutta endurkomu, en í þetta skipti til frambúðar. „Mamma kemst ekki á Bestu útihátíðina, þannig að okkur fannst við hæfi að halda tónleika í bænum svo hún komist,“ segir Höskuldur. Endurkoma Quarashi hefur ekki farið fram hjá neinum, en hljóm- sveitin kemur einnig fram á Bestu útihátíðinni á Gaddstaðaflötum um helgina. 8.500 miðar hafa selst á hátíðina segja aðstandendur, en hljómsveitir á borð við Gus Gus, XXX Rottweiler og SSSól koma einnig fram. Höskuldur segir Quarashi höfða til eldri hóps með lokatónleikunum í Reykjavík. „Við erum að stíla inn á aldurshópinn 50 til 73 ára,“ segir hann léttur. „Það er ekki fólk- ið sem er að fara á Bestu, en vill koma og sjá Quarashi. Við viljum sinna þessum aldurshópi, enda fær hann lítið að gera í skemmtanalífi borgarinnar.“ En telurðu að meðlimir Quarashi öðlist innri frið eftir tónleikana í Reykjavík, þegar frekara tónleika- hald hefur verið útilokað? „Ég vona allavega að ég þurfi ekki að svara fleiri kommbakk- símtölum eftir þetta. Þau hafa verið einu sinni í mánuði frá því að við hættum,“ segir Höskuldur. Kvöldið fyrir tónleikana á Nasa verður haldið sérstakt kveðjuhóf á Sódómu. Hljómsveitin kemur þar fram í einhverri mynd ásamt fjölda annarra listamanna. Miðinn á lokatónleikana gildir inn, en þó aðeins á meðan húsrúm leyfir. En hvernig stendur röddin sig? „Ég er búinn að vera í námi í Englandi í tvö ár og hef ekkert sungið, ekki einu sinni karókí,“ segir Höskuldur. „Á fyrstu æfing- unni byrjaði ég að öskra um leið og var voðalega hissa á því að verða rámur. Ég er á steratöflum og líður eins og Axl Rose. Við sáum hann einu sinni spila í Japan. Eftir hvert lag stökk hann baksviðs og fékk sterasprautu í hálsinn. Ég vona að það komi ekki til þess.“ atlifannar@frettabladid.is HÖSKULDUR ÓLAFSSON: ER Á STERATÖFLUM OG LÍÐUR EINS OG AXL ROSE Hinsta kveðja Quarashi verður á tónleikum á Nasa SAMEINAÐIR Meðlimir Quarashi í sólinni í gær. Hljómsveitin kveður með tónleikum á Nasa 16. júlí en kemur einnig frá á Gadd- staðaflötum um helgina. Frá vinstri eru þeir Hössi, Tiny, Steini, Ómar og Sölvi. „Það er klárlega matseðillinn á Prikinu. Þar er hægt að fá sér góða hamborgara og steikur.“ Emmsjé Gauti tónlistarmaður Sérsmíðaðir Hnakkar 15. til 20. júlí verða hér í heimsókn enskir söðlasmiðir. Þeir taka mát af hestum sem þurfa sérsmíðaða hnakka. Upplýsingar veittar í síma 566 8045 eða 698 5799 Netfang: valditryggva@simnet.is FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. ÞÚ ERT MEÐ FRÆGA FÓLKIÐ Í VASANUM MEÐ VÍSI m.visir.is Fáðu Vísií símann! TEXTASMIÐURINN Sólmundur Hólm og Þorvaldur eru æskuvinir en Sólmundur skrifaði textann við nýja lagið. Fyrir tveimur árum gáfu félagarnir út lagið Sumar- saga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.