Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 10
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR10 FRÉTTASKÝRING: Niðurstöður jarðvegsmælinga vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum Stilling hf. | Sími 520 8000 www.stilling.is | stilling@stilling.is Sjá nánar á: stil l ing.is/hjolafestingar ÞÚ SPARAR 2.595 TILBOÐ 11.400 VERÐ ÁÐUR 13.995 AFMÆLISTILB OÐ TAKMARKAÐ MAGN Hjólafestingar Niðurstöður jarðvegsmæl- inga Umhverfisstofnunar sýna að díoxín mælist ekki í svo miklu magni að það tak- marki nýtingu lands, kalli á hreinsun jarðvegs eða geti skapað hættu fyrir almenn- ing og lífríki. Mælingar í kjölfar Funamálsins Umhverfisstofnun ákvað í febrúar á þessu ári að kanna styrk díoxíns í jarðvegi til að fá skýra mynd af stöðu mála hvað varðar losun dí oxíns út í umhverfið á Íslandi. Ástæðan var svokallað Funamál sem hófst með því að díoxín mæld- ist í mjólk frá bænum Efri-Engi- dal í Skutulsfirði. Uppruni eiturs- ins reyndist vera sorpbrennslan Funi en mælingar sýndu tugfalt magn eitursins í útblæstri, í saman- burði við þær reglur sem nýrri sorpbrennslum er gert að vinna eftir. Þegar frá leið kom í ljós að sömu sögu var að segja um sorp- brennslur á Kirkjubæjarklaustri, í Vestmannaeyjum og Svínafelli í Öræfum. Umhverfisstofnun lagði til við umhverfisráðuneytið í byrjun janú- ar að eldri sorpbrennslum yrði gert að uppfylla hert skilyrði um losun mengandi efna sem giltu fyrir nýrri sorpbrennslur. Einnig var ákveðið að taka sýni í nágrenni við allar hugsanlegar uppsprettur díoxíns, eða sorpbrennslna, stóriðju og ára- mótabrenna. Var þetta einn þáttur víðtækra viðbragða sveitarfélaga og stofnana við endurskoðun mála er varða uppsprettur mengandi efna hér á landi og á stjórnsýslu þeim tengdum. Þá stóð sóttvarnalæknir fyrir víðtækri heilsufarsrannsókn vegna díoxínmengunarinnar sem fólst í blóð- og hársýnatöku íbúa nærri sorpbrennslum. 50 sýni Jarðvegssýni voru tekin eftir að frost fór úr jörðu í maí og þau send til útlanda til greiningar. Tekin voru 50 sýni úti um allt land, 27 í nágrenni sorpbrennsla bæði starfandi og aflagðra, tíu í nágrenni iðnfyrirtækja, fjögur sýni úr jarð- vegi í brennustæðum og níu við- miðunarsýni. Einnig var tekið sýni úr sjávarseti í Skutulsfirði, nálægt Funa, og úr sjávarseti í Álftafirði til viðmiðunar. Tína ber áhyggjulaust Umhverfisstofnun birti niður- stöður mælinganna í gær. Í grein- argerð stofnunarinnar kemur fram að þegar á heildina er litið sé niður- staðan sú að díoxín í jarðvegi er í öllum tilvikum undir þeim mörkum sem kalla á takmarkanir á nýtingu, hreinsun jarðvegs eða geta skapað hættu fyrir almenning og lífríki. „Almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur af því að rækta í jarðvegi, tína ber eða nýta aðrar náttúru- afurðir,“ segir í skýrslunni, sem ber þess vitni hversu alvarlega er litið á mengun af þessu tagi. Er þá rétt að hnykkja á þeirri staðreynd að díoxín er eitt eitraðasta efni sem finnst í náttúrunni. Umhverfismörk Við mat á niðurstöðum úr mæl- ingum á díoxíni í jarðvegi studd- ist Umhverfisstofnun við þýsk umhverfismörk, en ekki eru til umhverfismörk í íslenskum reglu- gerðum. Lægstu mörk eru við 5 píkógrömm (sjá skýringarmynd) en það var magn dí oxíns sem mæld- ist við Holtahverfi á Ísafirði 1,6 kílómetra frá Funa. Þegar díoxín mælist á bilinu 5-40 píkógrömm er brugðist við með því að finna upp- sprettu losunarinnar og takmarka losun frá henni en ekki er talin þörf á að takmarka nýtingu eða skipta um jarðveg. Mælist díoxín yfir 40 píkógrömmum er ráðlagt að forð- ast ræktun berja, grænmetis og plantna auk þess að takmarka hús- dýrahald. Ef díoxín mælist yfir 100 píkógrömmum þarf að hreinsa eða skipta um jarðveg á leiksvæðum barna. Díoxín og Funi Augu allra sem að þessu máli hafa komið hafa hvílt á sorpbrennslun- um og íbúum og umhverfi í næsta nágrenni. Hæsti styrkur díoxíns í rannsókn Umhverfisstofnun- ar mældist í sjávarseti í Skutuls- firði, í botni fjarðarins skammt frá sorpbrennslunni Funa eða 33 píkó- grömm (sjá skilgreiningu til hlið- ar). Ekki eru til sérstök mörk fyrir díoxín í seti, en að óbreyttu leggur Umhverfistofnun ekki til að gripið verði til aðgerða því mengunarvald- urinn, sorpbrennslan Funi, er hætt rekstri. Í fjórum jarðvegssýnum af níu í nágrenni við Funa mæld- ist styrkur díoxína rétt við lægstu aðgerðamörk sem eru fimm píkóg- römm. Fyrirsögn þessarar fréttaskýr- ingar vísar til þess að þrátt fyrir að niðurstöður mælinganna séu öllum gleðifréttir þá snertir málið fólk sem hefur misst mikið. Stein- grímur Jónsson, bóndi í Efri-Engi- dal, þurfti að skera allan sinn búpening; 20 nautgripi og 80 fjár. Heima hjá honum hófst málið og þó viss niðurstaða hafi fengist með jarðvegssýnatökunni þá vekur eftir farandi málsgrein úr greinar- gerð Umhverfis stofnunar athygli þar sem rætt er um mengun frá Funa: „Þar sem styrkur díoxína var mældur í jarðvegi undir slegnu túni og borinn saman við styrk í jarðvegi í afgirtum reit við hliðina, kemur í ljós að magn díoxína í jarð- vegi undir túnum er mun lægra. Ákomin mengun frá sorpbrennslu hefur verið fjarlægð með heyinu og má áætla að díoxínmengun sem mældist í heysýnum skýri að hluta lægri styrk í jarðvegi. Einnig gæti hluti skýringa á því hvers vegna lágur styrkur mælist í sumum sýnum í jarðveginum í nágrenni sorpbrennslustöðvar- innar, legið í því að þau hafi verið beitt.“ Með öðrum orðum: búpeningur- inn át eitrið í beit eða í fóðri svo það mælist ekki í jarðvegi. „Hver heldur þú að hafi étið skepnurnar?“ spyr Steingrímur í Efri-Engidal en díoxín í blóði hans var 60 prósent- um hærra en í viðmiðunarhópi sótt- varnalæknis í heilsufarsrannsókn hans. Eyjar og Klaustur Í nágrenni við sorpbrennsluna í Vestmannaeyjum mældist díoxín yfir lægstu aðgerðamörkum, eða 24,5 píkógrömm hæst. Díoxín í jarð- vegi í nágrenni við sorpbrennsluna á Kirkjubæjarklaustri og á Svína- felli í Öræfum mældist hins vegar langt undir mörkum. Stóriðja Ekkert af sýnum sem tekin voru í nágrenni við stóriðju reyndist vera með gildi yfir mörkum. Í einu sýni, úr Hnífsdal í nágrenni við aflagða sorpbrennslu á Skarfaskeri, var styrkur díoxíns yfir lægstu aðgerðamörkum (5 píkógrömm) en að mati Umhverfisstofnunar er ekki þörf á aðgerðum í ljósi þess að sorpbrennsla fer ekki lengur fram í nágrenninu. Steingrímur gæti hafið búskap á ný Píkógramm (pg/g) er einn billjónasti úr grammi. Lágmarkið er til vitnis um hversu alvarlegum augum díoxínmengun er litin. 1 pg/g jafngilda því að 1milli- gramm mælist í hverjum 1.000 tonnum af jarðvegi (þurrvigt). Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal í Skutulsfirði, tekur niðurstöðum jarðvegsmælinga Umhverfisstofnunar með fyrir- vara. Hann sér ekkert jákvætt við málið. Það eigi ekki síst við um þá niðurstöðu að díoxín finnist ekki í eins miklu magni í jarðvegi á hans landi eins og var óttast. Ástæðan er einföld, og Steingrímur vitnar í greinargerðina, eða að lítið díoxín í jarðvegi megi rekja til þess að skepnurnar hans átu það í beit eða með fóðri sem þeim var gefið, áður en það náði að setjast í svörð- inn. Steingrímur missti allan sinn búpening vegna díoxínmengunar sem í skepnunum mældist. Voru það 20 nautgripir og 80 fjár. „Það má vera að þetta sé jákvætt, en það sem ég les út úr þessu er að ég hreinsaði meng- unina upp jafn óðum. Þar sem var slegið og bitið er hreinna en landið í kring. Þetta kom því ekki í veg fyrir að ég og dýrin mín menguð- umst. Díoxín mælist 60 prósent yfir mörkum í mér og piltinum í stöðinni [starfsmaður sorpbrennsl- unnar Funa],“ segir Steingrímur. „Eftir að hafa kynnt mér hvern- ig þessi sýni voru tekin er svolít- ið vantraust í mér. En þetta eru sérfræðingarnir svo kannski á ég ekki að rengja þá.“ Bóndinn bætir því við að í raun sé eina sýnatakan sem skipti hann máli hafi verið blóð og mjólkur- sýni úr dóttur hans sem sýndi mun lægri tölur en hjá honum sjálfum. Hún var með barn á brjósti þegar hún bjó í foreldrahúsum. Þegar Steingrímur er spurður hvort hann hyggi á búskap á jörð- inni í framtíðinni segir hann allt of snemmt að svara nokkru um það. Hans réttindamál séu óljós og milljóna fjárfesting að koma sér upp bústofni að nýju. Bóndinn í Efri-Engidal óttast enn um framtíð sína: „Ég og skepnurnar átum þetta eitur“ STEINGRÍMUR JÓNSSON Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.