Fréttablaðið - 07.07.2011, Side 10

Fréttablaðið - 07.07.2011, Side 10
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR10 FRÉTTASKÝRING: Niðurstöður jarðvegsmælinga vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum Stilling hf. | Sími 520 8000 www.stilling.is | stilling@stilling.is Sjá nánar á: stil l ing.is/hjolafestingar ÞÚ SPARAR 2.595 TILBOÐ 11.400 VERÐ ÁÐUR 13.995 AFMÆLISTILB OÐ TAKMARKAÐ MAGN Hjólafestingar Niðurstöður jarðvegsmæl- inga Umhverfisstofnunar sýna að díoxín mælist ekki í svo miklu magni að það tak- marki nýtingu lands, kalli á hreinsun jarðvegs eða geti skapað hættu fyrir almenn- ing og lífríki. Mælingar í kjölfar Funamálsins Umhverfisstofnun ákvað í febrúar á þessu ári að kanna styrk díoxíns í jarðvegi til að fá skýra mynd af stöðu mála hvað varðar losun dí oxíns út í umhverfið á Íslandi. Ástæðan var svokallað Funamál sem hófst með því að díoxín mæld- ist í mjólk frá bænum Efri-Engi- dal í Skutulsfirði. Uppruni eiturs- ins reyndist vera sorpbrennslan Funi en mælingar sýndu tugfalt magn eitursins í útblæstri, í saman- burði við þær reglur sem nýrri sorpbrennslum er gert að vinna eftir. Þegar frá leið kom í ljós að sömu sögu var að segja um sorp- brennslur á Kirkjubæjarklaustri, í Vestmannaeyjum og Svínafelli í Öræfum. Umhverfisstofnun lagði til við umhverfisráðuneytið í byrjun janú- ar að eldri sorpbrennslum yrði gert að uppfylla hert skilyrði um losun mengandi efna sem giltu fyrir nýrri sorpbrennslur. Einnig var ákveðið að taka sýni í nágrenni við allar hugsanlegar uppsprettur díoxíns, eða sorpbrennslna, stóriðju og ára- mótabrenna. Var þetta einn þáttur víðtækra viðbragða sveitarfélaga og stofnana við endurskoðun mála er varða uppsprettur mengandi efna hér á landi og á stjórnsýslu þeim tengdum. Þá stóð sóttvarnalæknir fyrir víðtækri heilsufarsrannsókn vegna díoxínmengunarinnar sem fólst í blóð- og hársýnatöku íbúa nærri sorpbrennslum. 50 sýni Jarðvegssýni voru tekin eftir að frost fór úr jörðu í maí og þau send til útlanda til greiningar. Tekin voru 50 sýni úti um allt land, 27 í nágrenni sorpbrennsla bæði starfandi og aflagðra, tíu í nágrenni iðnfyrirtækja, fjögur sýni úr jarð- vegi í brennustæðum og níu við- miðunarsýni. Einnig var tekið sýni úr sjávarseti í Skutulsfirði, nálægt Funa, og úr sjávarseti í Álftafirði til viðmiðunar. Tína ber áhyggjulaust Umhverfisstofnun birti niður- stöður mælinganna í gær. Í grein- argerð stofnunarinnar kemur fram að þegar á heildina er litið sé niður- staðan sú að díoxín í jarðvegi er í öllum tilvikum undir þeim mörkum sem kalla á takmarkanir á nýtingu, hreinsun jarðvegs eða geta skapað hættu fyrir almenning og lífríki. „Almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur af því að rækta í jarðvegi, tína ber eða nýta aðrar náttúru- afurðir,“ segir í skýrslunni, sem ber þess vitni hversu alvarlega er litið á mengun af þessu tagi. Er þá rétt að hnykkja á þeirri staðreynd að díoxín er eitt eitraðasta efni sem finnst í náttúrunni. Umhverfismörk Við mat á niðurstöðum úr mæl- ingum á díoxíni í jarðvegi studd- ist Umhverfisstofnun við þýsk umhverfismörk, en ekki eru til umhverfismörk í íslenskum reglu- gerðum. Lægstu mörk eru við 5 píkógrömm (sjá skýringarmynd) en það var magn dí oxíns sem mæld- ist við Holtahverfi á Ísafirði 1,6 kílómetra frá Funa. Þegar díoxín mælist á bilinu 5-40 píkógrömm er brugðist við með því að finna upp- sprettu losunarinnar og takmarka losun frá henni en ekki er talin þörf á að takmarka nýtingu eða skipta um jarðveg. Mælist díoxín yfir 40 píkógrömmum er ráðlagt að forð- ast ræktun berja, grænmetis og plantna auk þess að takmarka hús- dýrahald. Ef díoxín mælist yfir 100 píkógrömmum þarf að hreinsa eða skipta um jarðveg á leiksvæðum barna. Díoxín og Funi Augu allra sem að þessu máli hafa komið hafa hvílt á sorpbrennslun- um og íbúum og umhverfi í næsta nágrenni. Hæsti styrkur díoxíns í rannsókn Umhverfisstofnun- ar mældist í sjávarseti í Skutuls- firði, í botni fjarðarins skammt frá sorpbrennslunni Funa eða 33 píkó- grömm (sjá skilgreiningu til hlið- ar). Ekki eru til sérstök mörk fyrir díoxín í seti, en að óbreyttu leggur Umhverfistofnun ekki til að gripið verði til aðgerða því mengunarvald- urinn, sorpbrennslan Funi, er hætt rekstri. Í fjórum jarðvegssýnum af níu í nágrenni við Funa mæld- ist styrkur díoxína rétt við lægstu aðgerðamörk sem eru fimm píkóg- römm. Fyrirsögn þessarar fréttaskýr- ingar vísar til þess að þrátt fyrir að niðurstöður mælinganna séu öllum gleðifréttir þá snertir málið fólk sem hefur misst mikið. Stein- grímur Jónsson, bóndi í Efri-Engi- dal, þurfti að skera allan sinn búpening; 20 nautgripi og 80 fjár. Heima hjá honum hófst málið og þó viss niðurstaða hafi fengist með jarðvegssýnatökunni þá vekur eftir farandi málsgrein úr greinar- gerð Umhverfis stofnunar athygli þar sem rætt er um mengun frá Funa: „Þar sem styrkur díoxína var mældur í jarðvegi undir slegnu túni og borinn saman við styrk í jarðvegi í afgirtum reit við hliðina, kemur í ljós að magn díoxína í jarð- vegi undir túnum er mun lægra. Ákomin mengun frá sorpbrennslu hefur verið fjarlægð með heyinu og má áætla að díoxínmengun sem mældist í heysýnum skýri að hluta lægri styrk í jarðvegi. Einnig gæti hluti skýringa á því hvers vegna lágur styrkur mælist í sumum sýnum í jarðveginum í nágrenni sorpbrennslustöðvar- innar, legið í því að þau hafi verið beitt.“ Með öðrum orðum: búpeningur- inn át eitrið í beit eða í fóðri svo það mælist ekki í jarðvegi. „Hver heldur þú að hafi étið skepnurnar?“ spyr Steingrímur í Efri-Engidal en díoxín í blóði hans var 60 prósent- um hærra en í viðmiðunarhópi sótt- varnalæknis í heilsufarsrannsókn hans. Eyjar og Klaustur Í nágrenni við sorpbrennsluna í Vestmannaeyjum mældist díoxín yfir lægstu aðgerðamörkum, eða 24,5 píkógrömm hæst. Díoxín í jarð- vegi í nágrenni við sorpbrennsluna á Kirkjubæjarklaustri og á Svína- felli í Öræfum mældist hins vegar langt undir mörkum. Stóriðja Ekkert af sýnum sem tekin voru í nágrenni við stóriðju reyndist vera með gildi yfir mörkum. Í einu sýni, úr Hnífsdal í nágrenni við aflagða sorpbrennslu á Skarfaskeri, var styrkur díoxíns yfir lægstu aðgerðamörkum (5 píkógrömm) en að mati Umhverfisstofnunar er ekki þörf á aðgerðum í ljósi þess að sorpbrennsla fer ekki lengur fram í nágrenninu. Steingrímur gæti hafið búskap á ný Píkógramm (pg/g) er einn billjónasti úr grammi. Lágmarkið er til vitnis um hversu alvarlegum augum díoxínmengun er litin. 1 pg/g jafngilda því að 1milli- gramm mælist í hverjum 1.000 tonnum af jarðvegi (þurrvigt). Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal í Skutulsfirði, tekur niðurstöðum jarðvegsmælinga Umhverfisstofnunar með fyrir- vara. Hann sér ekkert jákvætt við málið. Það eigi ekki síst við um þá niðurstöðu að díoxín finnist ekki í eins miklu magni í jarðvegi á hans landi eins og var óttast. Ástæðan er einföld, og Steingrímur vitnar í greinargerðina, eða að lítið díoxín í jarðvegi megi rekja til þess að skepnurnar hans átu það í beit eða með fóðri sem þeim var gefið, áður en það náði að setjast í svörð- inn. Steingrímur missti allan sinn búpening vegna díoxínmengunar sem í skepnunum mældist. Voru það 20 nautgripir og 80 fjár. „Það má vera að þetta sé jákvætt, en það sem ég les út úr þessu er að ég hreinsaði meng- unina upp jafn óðum. Þar sem var slegið og bitið er hreinna en landið í kring. Þetta kom því ekki í veg fyrir að ég og dýrin mín menguð- umst. Díoxín mælist 60 prósent yfir mörkum í mér og piltinum í stöðinni [starfsmaður sorpbrennsl- unnar Funa],“ segir Steingrímur. „Eftir að hafa kynnt mér hvern- ig þessi sýni voru tekin er svolít- ið vantraust í mér. En þetta eru sérfræðingarnir svo kannski á ég ekki að rengja þá.“ Bóndinn bætir því við að í raun sé eina sýnatakan sem skipti hann máli hafi verið blóð og mjólkur- sýni úr dóttur hans sem sýndi mun lægri tölur en hjá honum sjálfum. Hún var með barn á brjósti þegar hún bjó í foreldrahúsum. Þegar Steingrímur er spurður hvort hann hyggi á búskap á jörð- inni í framtíðinni segir hann allt of snemmt að svara nokkru um það. Hans réttindamál séu óljós og milljóna fjárfesting að koma sér upp bústofni að nýju. Bóndinn í Efri-Engidal óttast enn um framtíð sína: „Ég og skepnurnar átum þetta eitur“ STEINGRÍMUR JÓNSSON Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.