Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 18
18 7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR S igmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar- flokksins, hefur farið fram á skyndifund í utanríkismála- nefnd Alþingis til að ræða ummæli Össurar Skarphéðinsson- ar utanríkisráðherra við upphaf formlegra aðildarviðræðna við Evrópusambandið í Brussel. Össur sagðist þar ekki telja að Ísland þyrfti undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópu- sambandsins. Þetta telur Sigmundur Davíð ekki samrýmast samn- ingsviðmiðum um sjávarútvegsmál í áliti meirihluta utanríkismála- nefndar um aðildarumsókn Íslands. Þarna er formaður Fram- sóknar flokksins kominn í mót- sögn við sjálfan sig, vegna þess að í eigin minnihlutaáliti um aðildar- umsóknina gagnrýndi hann harð- lega að engin skýr samningsskil- yrði væru í meirihlutaálitinu og engar ófrávíkjanlegar kröfur. Enda er í áliti meirihlutans ekkert talað um undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins, heldur um þau markmið í sjávarútvegsmálum sem þurfi að leitast við að uppfylla með aðildarsamningi, þar á meðal forræði Íslendinga á stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu sem byggð sé á ráðgjöf íslenskra vísindamanna. Það er ekkert nýtt að utanríkisráðherrann tali eins og hann gerði í Brussel. Rétt eins og meirihluti utanríkismálanefndar hefur hann lagt áherzlu á sérlausnir í samningum við ESB fremur en undan- þágur frá sáttmálum þess og vísað þar til fordæmisins um heim- skautalandbúnað, sem var sérlausn innan gildandi stefnu ESB, smíðuð með tilliti til hagsmuna norðlægra aðildarríkja. Í ræðu á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB í Brussel í júlí í fyrra, þegar ákveðið var að hefja aðildarviðræður, undirstrikaði Össur þannig sérstöðu Íslands, sem fælist í staðbundnum fiskistofnum og að efnahagslögsagan lægi hvergi að lögsögu núverandi ESB-ríkja. Forræði Íslands á eigin fiskveiðum mætti tryggja með því að skil- greina íslenzku lögsöguna sem sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði þar sem íslenzk stjórnvöld bæru áfram ábyrgð á stjórn fiskveiða. Sama afstaða kom fram í skriflegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar við sama tækifæri og þar var ekkert talað um undanþágur. Hugmyndin um að búa þannig um hnúta að Íslendingar geti sætt sig við sjávarútvegsstefnu ESB með því að gera lögsöguna að sér- stöku fiskveiðistjórnarsvæði er reyndar ekki ný af nálinni. Hún var fyrst sett fram í ræðu þáverandi utanríkisráðherra Íslands í Berlín 14. marz 2002. Sá ráðherra hét Halldór Ásgrímsson og var formaður Framsóknarflokksins. Tilefnislaus og ómálefnaleg upphlaup á borð við það sem Sig- mundur Davíð stendur nú fyrir verða áreiðanlega fleiri í aðildar- viðræðunum sem í hönd fara. Þau munu ekki verða til þess að staða Íslands verði sterkari og að við náum betri samningi við Evrópu- sambandið, því að sennilega verða þau flest eins og þetta; til þeirra efnt af fólki sem í raun vill engar viðræður og engan samning sem þjóðin getur tekið afstöðu til. Gömul Framsóknarhugmynd kemur formanni Framsóknarflokksins í opna skjöldu: Ógagnleg upphlaup Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Fjarskiptamarkaðurinn og sérstaklega farsímamarkaðurinn er á töluvert mik- illi hreyfingu þar sem nýjar áskriftir koma fram oft á ári og verð áskriftarleiða og mínútuverð taka örum breytingum. Þetta gerir markaðinn ógegnsæjan og neytendur sem vilja fylgjast með því hvaða þjónustu- leið er ódýrust og hentar best fyrir þá hafa þurft að hafa talsvert fyrir því að afla sér upplýsinga til að bera saman verð á þessum markaði. Auk stöðugra breytinga á þjónustuleiðum bætast fyrirtæki við og á síðustu mánuðum hafa ný fyrirtæki komið inn á markað netþjónustu, heimasíma og farsíma. Reiknivél PFS (www.reiknivél.is) sem opnuð var á síðasta ári gjörbreytti aðstöðu neytenda til að fylgjast með og bera saman verð á fjarskiptaþjónustu. Reiknivélin er vefur á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar sem reiknar út verð fyrir þrjár algengustu tegundir fjarskiptaþjónustu; heimasíma, farsíma og ADSL-nettengingar, út frá for- sendum sem notandi velur í hvert sinn sem reiknað er. Reiknivélin tekur ekki tillit til persónu- bundinna sérkjara svo sem vinaafsláttar, né heldur pakkaafsláttar, heldur er gengið út frá uppgefnu einingaverði á hverri teg- und þjónustu. Ástæða þess að ekki er tekið tillit til pakkaafsláttar í reiknivélinni er að samsetning pakka er mjög fjölþætt og illa samanburðarhæf. Neytendur sem eru að huga að því hvað hentar þeim best ættu því að skoða notkun sína á einstökum þáttum fjarskiptaþjónustu, t.d. hversu mikil heima- símanotkunin er, hve mikil og hvernig far- símanotkunin er og hversu mikið gagna- magn er raunverulega verið að nota. Síðan má nota reiknivélina til að reikna út hag- kvæmasta verð á hverjum þætti fyrir sig. Algengt er t.d. að fólk kaupi þjónustuleið fyrir ADSL-nettengingu með inniföldu gagnamagni sem er ýmist of mikið eða of lítið fyrir hina raunverulegu notkun heim- ilisins. Neytendur eru hvattir til að skoða reikn- inga sína fyrir fjarskiptaþjónustu og kynna sér hvernig hin raunverulega notkun þeirra er og hvort sú áskriftarleið sem verið er að nota sé sú sem er hagkvæmust. Í þessu sambandi skal þó tekið fram að ekki er hægt að nota Reiknivél PFS til að sann- reyna einstaka símareikninga. Til þess eru of margir þættir í þjónustu og notkun pers- ónubundnir einstökum notendum. Ég hvet íslenska neytendur til að kynna sér það góða verkfæri sem Reiknivél PFS er og nota það sér til hagsbóta þegar hugað er að vali á fjarskiptaþjónustu. Hefurðu kíkt á reiknivélina? Neytenda- mál Guðmann Bragi Birgisson sérfræðingur hjá Póst- og fjarskiptastofnun NJÓTTU SUMARSINS TILBOÐSDAGAR Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is ÆGIR TJALDVAGN 1.279.000. *Afsláttur -200.000. Verð kr. 1.079.000. með fortjaldi PALOMINO COLT 2.559.000. *Afsláttur -369.000. Verð kr. 2.190.000. með fortjaldi KÍKTU VIÐ OG GERÐU GÓÐ KAUP Góð yfirlýsing Páll Reynisson byssusafnari sendi frá sér óvenjulega hreinskilna og bljúga yfirlýsingu í gær vegna fréttaflutnings af handtöku hans á Stokkseyri um liðna helgi. Í stað hortugheita brást hann skynsamlega við: Ég gerði mis- tök og ætla í meðferð, var inntakið. Fjölmiðlar hafa síðustu tvö og hálft ár sagt nokkuð margar fréttir af hand- tökum kunnra manna. Yfir- lýsingarnar sem stundum hafa fylgt í kjölfarið hafa verið á einn veg: Þetta er misskilningur. Vond yfirlýsing Til að fylgja fordæm- inu hefði Páll þurft að harma fjölmiðlasirkus embættis lögreglunnar á Selfossi, skothríð hans á almannafæri hefði verið slitin úr samhengi og að hann hygðist vinna með lögreglunni að því að upplýsa málið. Hann myndi segja af sér sem forstöðumaður Veiðisafnsins, ekki vegna þess að hann hefði ekki lengur byssuleyfi heldur til að skapa frið um starfsemina. En það hefði ekki verið trúverðugt. Reykvísku aura- sálirnar Ögmundur Jónasson vill hafa flugvöll í Vatnsmýri. Gott og vel, það er skoðun margra. Ögmundur rök- styður hana hins vegar á nýstárlegan hátt í viðtali við Morgunblaðið: „Þetta [flugvöllur á Hólmsheiði] er galin hugmynd sem var á teikniborðinu á meðan peningarnir fengu að ráða,“ segir hann. Látum vera að þessi galna auðhyggjuhugdetta sé meðal annars komin frá núverandi samherjum hans í þingflokki VG. Það hefur nefnilega verið reiknað út að það kosti Reykvíkinga fjóra milljarða á ári að stækka borgina í austur- átt frekar en að þétta hana með byggð í Vatnsmýri. Að mati Ögmundar eru þeir aurasálir sem vilja komast hjá því. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.