Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 24
24 7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR Í gegnum tíðina hef ég deilt göngu-stígum höfuðborgarsvæðisins með flóru vegfarenda stórum og smáum í mesta bróðerni. Nú hátt- ar svo til að annar hópur, ekki jafn velkominn fyrir mína parta, er að ryðja sér þar til rúms. Nefnilega ökuþórar svokallaðra rafmagns- vespa. Til upplýsingar er um að ræða 60 kg farartæki sem kemst upp í 25 km/h og gengur fyrir rafmagni eins og nafnið gefur til kynna en er að öðru leyti áþekk venjulegum vespum hvað varðar hæð, breidd og hjólhaf. Hvorki löggjafinn né fram- kvæmdarvaldið hafa séð ástæðu til að bregðast við tilkomu rafmagns- vespa á markað hér á landi. Ekki þarf því próf til að aka rafmagns- vespu og eru þær flokkaðar sem reiðhjól í skilningi umferðarlaga nr. 50/1987. Til samanburðar er venjulegt reiðhjól á bilinu 10-15 kg en eigin þyngd rafmagnsvespu er 60 kg eins og áður segir. Af þessu leiðir að rafmagnsvespur eru ekki skráningarskyldar og þarf ekki að vátryggja þær sérstaklega, svo sem gagnvart tjóni sem ökumaður kann að valda á munum eða líkama þriðja manns. Þetta er athyglisverð staða, ekki síst í ljósi þess að 60 kg hlut- ur á 25 km/h vegur í raun 600 kg ef hann rekst á kyrrstæðan hlut. Er þá aðeins gert ráð fyrir eigin þyngd vespunnar en til viðbótar henni hlýtur oftast að koma líkams- þyngd viðkomandi ökumanns. Ef við gefum okkur að ökumaður far- artækisins sé á bilinu 40-60 kg. (enda oftast um að ræða börn og unglinga) er höggið orðið á bilinu 1 til 1,2 tonn við árekstur. Er þá ótal- inn hraði og þyngd þess sem á móti kemur. Þá kemur enn fremur í ljós að réttarstaða einstaklings sem lend- ir í árekstri við rafmagnsvespu er mun lakari en þess sem lendir t.d. í árekstri við ótryggða bifreið. Það háttar nefnilega svo til að hérlendis eru starfrækt samtök Alþjóðlegra bifreiðatrygginga. Er kveðið á um skylduaðild vátryggingafélaga, sem taka að sér ábyrgðartryggingar skráningarskyldra vél knúinna öku- tækja í umferðarlögum. Hlutverk samtakanna er m.a. að ábyrgjast og annast uppgjör tjóna af völdum óvátryggðra ökutækja. Þetta þýðir að sá sem lendir í tjóni af völdum bifreiðar, sem einhverra hluta vegna er ekki vátryggð, á rétt á greiðslu bóta úr hendi samtakanna skv. reglugerð um lögmæltar öku- tækjatryggingar. Sá einstaklingur sem í göngu- túrnum sínum verður fyrir því óláni að vera keyrður niður af raf- magnsvespu þannig að af hlýst t.d. líkamstjón getur hins vegar ekki leitað til fyrrnefndra samtaka til greiðslu bóta enda ekki um skrán- ingarskylt ökutæki að ræða. Undir þeim kringumstæðum er ekki annað í stöðunni fyrir tjónþola en að leita í persónulegar trygging- ar ökumanns vespunnar, t.d. fjöl- skyldutryggingu ef svo heppilega vill til að henni sé til að dreifa. Að öðrum kosti þarf tjónþoli að halda rétti sínum til streitu gagnvart tjónvaldi upp á eigin spýtur og þá með rekstri skaðabótamáls fyrir dómstólum ef svo ber undir með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Svo er bara að krossa fingur og vona að tjónvaldur sé gjaldfær en ekki er svigrúm til að fjalla um þátt almannatrygginga í þessari grein. Við blasir að rafmagnsvespur eru ekki gæfulegir gestir á göngu- stígum og full ástæða til að grípa inn í með regluverki áður en slys ber að höndum. Það er ekki ein- ungis sjálfsagt heldur nauðsynlegt einkum með tilliti til öryggis ann- arra vegfarenda ef það er virkilega meiningin að láta þá deila göngu- stígum landsins með eklum raf- magnsvespa. Rafmagnsvespur á göngustígum Hinn 11. mars sl. var íbúum í Túnahverfi boðið til kynningar- fundar vegna deiliskipulags í Túna- hverfi. Bæjarstjórn Garðabæjar sá sig nauðbeygða að fara í skipu- lagsmál vegna deilumála sem upp hafa komið bæði í Túnahverfi og á Arnar nesi. Á fundinum voru íbúum Túnahverfis kynntar hugmyndir að nýju deiliskipulagi. Helsta breyting- in sem fram kom á þessum fundi var sú, að áður skipulagt svæði, Silfurtún – Hofstaðamýri, myndi falla undir skipulag Túnahverfis. Á fundinum komu fram hugmyndir um stækkun á skátaheimilinu sem þar er. Íbúar gerðu strax athuga- semdir við þá hugmynd. Hinn 8. maí barst íbúum við Faxatún ásamt íbúum við Engimýri, grenndar- kynning vegna stækkunar á leik- skólanum Bæjarbóli, sem sett yrði á áður skipulagt svæði Silfurtún – Hofstaðamýri. Íbúar við Faxatún gerðu allir athugasemd við þessa skipulagsbreytingu. Rök íbúanna eru þessi: Svæðið er í deiliskipulagsvinnu fyrir Túnahverfið og ekki grund- völlur að taka einn lið úr skipu- lagsvinnunni. Starfsemi á svæðinu er þegar of mikil, leikskóli, skáta- heimili, með virka skátastarfsemi og útleigu á sal. Hjálparsveit skáta í Garðabæ, smíðavöllur, skólagarðar og ævintýranámskeið. Gögn sem bárust vegna grenndar- kynningar voru ófullnægjandi. Í grenndarkynningu kemur ekki fram hæðarlega hússins og hver aukning verður á starfsemi á leik- skólalóðinni, en samkvæmt mati verður hér um 30% aukningu að ræða. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að hunsa allar athugasemdir, sem bárust vegna grenndarkynning- ar. Svo virðist sem stjórnendur Garðabæjar hafi gleymt settum markmiðum eða er lýðræðisstefna Garðabæjar aðeins stafir á blaði og gott að draga upp við hátíðleg tæki- færi? Eftir setu á bæjarstjórnar- fundum höfum við fengið staðfest að lýðræðis stefna Garðabæjar er aðeins fyrir suma. Ónæði vegna byggingaframkvæmda inni í íbúð- arhverfi var mikið áhyggjuefni full- trúa Samfylkingar, en málefni íbúa við Túnin voru tekin upp til mála- mynda og þótti ekki vert að fá niður- stöðu um þeirra mál. Á bæjarstjórnarfundi hinn 19. maí kom fram að bæjarstjóri væri á förum til Norðurlandanna til að kynna sér skipulagsmál varðandi samgöngur. Markmiðið: að bæta lífsgæði okkar á höfuðborgar- svæðinu. Sami bæjarstjóri stóð í pontu á bæjarstjórnarfundi hinn 16. júní sl. og upplýsti að fólk vildi hafa leikskóla nærri sínu heimili. Því spyrjum við af hverju eru ekki leikskólar í Flatahverfi og á Arnar- nesi? Ágæti bæjarstjóri, hvað með lífsgæði okkar íbúa í Túnahverfi? Á bæjarstjórnarfundi hinn 16. júní var rætt um bréf íbúa á Arnar- nesi varðandi frágang lóðar og umferð reiðhjóla við Hegranes og Súlunes og áhyggjur íbúa um verð- mæti eigna sinna vegna þessa. Bæjar fulltrúar Garðabæjar deildu þessum áhyggjum íbúans. Hvað með verðmæti eigna okkar sem búum í Túnahverfi? Á sama fundi gerði formaður skipulagsnefndar, Stefán Konráðs- son, grein fyrir ástæðum fyrir vali á stækkun við Bæjarból. Sam- kvæmt útreikningum er ódýr- ast að flytja húsið þangað. Stefán sagði að tekið hefði verið tillit til íbúa, aðgangur að húsinu yrði ekki af göngustíg heldur um lóð leik- skólans. Þessi göngustígur sem um ræðir liggur með íbúðarhúsum við Engimýri, ekki komu athugasemdir frá íbúum þar. Hver er þá ástæðan fyrir því að tekið er tillit til þeirra sem þar búa? Er það vegna fjöl- skyldutengsla bæjarstjóra við íbúa þar? Svo virðist sem þetta leikskóla- mál sé hugarfóstur bæjar stjórans. Valdastrúktúr bæjar stjórnar Garðabæjar virðist eitthvað vera úr lagi genginn. Ef menn átta sig ekki á því þá er bæjarstjóri ráð- inn til starfa, hann er ekki kosinn bæjar fulltrúi, hann tilheyrir stjórn- sýslunni. Bæjar fulltrúar verða að axla sína ábyrgð. Þeir hafa rétt til að taka ákvarðanir, þeir voru kosnir til þess. Það eru réttindi okkar íbúa að hafa áhrif á ákvarðanir bæjar- fulltrúa og það er skylda bæjar- stjóra að vinna að og koma þeim ákvörðunum í verk. Framkoma Áslaugar Huldu Jóns- dóttur í ræðustól, viðhorf hennar til leikskólans Bæjarbóls og okkar íbúa við Faxatún kom mjög á óvart. Með vísan til orða bæjarstjóra um að leikskólar ættu að vera sem næst heimilinu, þá hefði Áslaug átt að fara fram á að leikskóli yrði reistur á Arnarnesi. Á fundi bæjarstjórnar 16. júní var hjúkrunarheimilið Holtsbúð til umræðu. Það fór fyrir brjóstið á bæjarfulltrúum að málið hefði ratað í fjölmiðla. Ágætu bæjarfulltrúar við íbúar höfum lagt okkur í líma við að halda okkar málum innan Garðabæjar. Það hefur ekki skilað okkur neinu. Framganga bæjaryfirvalda í Garðabæ og einbeittur vilji þeirra að koma málum í gegn með stjórn- sýsluklækjum og að fólk í launuðu starfi vinni markvisst gegn okkar hagsmunum er óviðeigandi. Mótmæli íbúa vegna starfsemi á umræddu svæði byrjaði 2009, vegna gegndarlausra veisluhalda í skátaheimili. Það sem við upplifum núna er vilji bæjaryfirvalda til að auka verulega við starfsemi á svæð- inu sem nú þegar er fullmettað af hávaðamengun auk sjónmengunar. Almennt viðhald svæðisins er lélegt, húsum hent niður eftir geðþótta og ekkert hugsað um útlit eða sam- ræmi byggðar. Það sem við íbúar förum fram á: ■ Að starfsemi á svæðinu verði ekki aukin. ■ Að íbúar í Garðabæ eins og í öllum öðrum samfélögum njóti sömu réttinda og hafi sömu skyldur, þar sem þeim kostum og göllum, sem fylgja því að búa í bæjarfélagi sé skipt eðlilega á íbúa. Gæta verður meðalhófs þegar samfélagslegri starfsemi er dreift niður á hverfi sveitarfélaga. ■ Að jafnræðis sé gætt í ákvarðana- tökum í bænum. ■ Að bæjarfulltrúar tali við okkur með virðingu. ■ Að tekið verði tillit til athuga- semda okkar og þeim svarað skriflega. Opið bréf til bæjar- stjórnar Garðabæjar Fréttir af barnaníðingum eru að verða daglegt brauð í íslensku samfélagi. Það er á sama tíma gott og slæmt. Gott því að með upplýs- ingu getum við varið okkur betur með því að fræða börnin okkar, slæmt vegna þess að það gerir okkur döpur og reið og staðfestir vitneskjuna um að saklaus börn geti verið í hættu. Við getum sem foreldrar eða forráðamenn aldrei fyrirbyggt að fullu að börnin okkar verði fyrir kynferðislegri misnotkun enda er yfirleitt um brot á trausti að ræða. Oftar en ekki er einstak- lingur að verki sem við treystum. Hins vegar eigum við að grípa til ákveðinna ráðstafa til að tor- velda aðgang að börnunum okkar. Aðhald, eftirlit og aðgengi. Þessi atriði eru á okkar ábyrgð og við ættum alltaf að hafa þau ofarlega í huga. Barnaníðingar eru m.a. þekktir fyrir að skapa sér öruggan grund- völl áður en þeir láta til skarar skríða gagnvart barni eða börnum sem þeir hafa valið sér sem fórn- arlömb. Oft koma þeir sér fyrir á nýjum stöðum þar sem enginn þekkir þá og taka sér marga mán- uði upp í nokkur ár að byggja upp traust í samfélaginu áður en þeir fara að misnota það traust. Þeir eru viðkunnanlegir, oft og tíðum „alltof“ hjálpsamir og alltaf reiðu- búnir að líta eftir börnum. Við erum flest öll meðvituð um þær hættur sem stafa af barna- níðingum og reynum að fræða börnin um aðstæður sem þarf að forðast og hvetja þau til að segja frá ef einhver snertir einkastað- ina þeirra eða ef fullorðið fólk vill eiga leyndarmál með þeim. En eru einhver börn í meiri hættu en önnur? Nýlega héldu samtökin „Blátt áfram“ ráðstefnu þar sem dr. Carla van Dam réttarsálfræðing- ur flutti fyrirlestur um bók sína „Identifying child molestors“ (Að bera kennsl á barnaníðinga). Í bók- inni kemur m.a. fram að börn ein- stæðra mæðra eru í áhættuhópi hvað misnotkun varðar. Það er vegna þess að barnaníðingar eru útsmognir í því að finna leiðir að börnum. Einstæðar mæður eru háðar því að einhver gæti barna þeirra meðan þær vinna, sinna félagsstörfum eða fara út á lífið. Oft eru þær mjög þakklátar fyrir hjálpsemina og átta sig ekki á hvað er í vændum. Með því að fara í sambúð með einstæðum mæðrum komast barnaníðingarnir að börn- um þeirra enda áhuginn á börn- unum tilgangur sambúðarinnar í upphafi. Bók van Dam er m.a. byggð á frásögnum barnaníðinga um þær aðferðir sem þeir beita til að komast að börnum. Þeir sækja í störf þar sem aðgangur að börnum er auðveldur eins og við kennslu og æskulýðsstörf, á frístunda- heimilum og í íþróttafélögum, alls staðar þar sem börn eru og for- eldrarnir telja að þau eigi að vera óhult. Nýlega var bandarískur barnalæknir til að mynda dæmd- ur fyrir barnaníð en sá hafði mis- notað yfir 100 börn á 12 árum. Barnaníðingar velja sér fórnar- lömb í því umhverfi sem þeir hafa komið sér fyrir, þeir finna út hvaða barn er eftirlitslaust, hvaða barn hefur lágt sjálfsmat, hvaða barn er einmana, hver eru van- rækt og sýna þess merki að vanta væntumþykju og hlýju. Þessi börn geta skorið sig úr og verið inn í sig á einhvern hátt sem þeir eru fljótir að skynja. Þeir velja þessi börn því að það er auðvelt að vinna traust þeirra og vináttu og minni hætta á að þau segi frá ef þeir leyfa sér að snerta þau. Oft gera þeir var- færnislegar tilraunir til að byrja með og athuga hvort börn segi frá. Geri þau það eru þeir tilbúnir með afsakanir og láta sem um misskilning sé að ræða. Þau börn sem segja frá verða látin í friði, hin sem þegja verða fórnarlömb þeirra. Þess vegna er svo mikil- vægt að við upplýsum börn okkar og hvetjum þau til að segja frá slíkum snertingum eða leyndar- málum. Hvort sem við búum á höfuð- borgarsvæðinu eða á landsbyggð- inni þurfum við að fylgjast með því hvar börnin okkar eru. Frjáls- ræðið er meira úti á landi en í Reykjavík og næsta nágrenni. Frelsið sem fylgir því að ala upp barn á landsbyggðinni er að sjálf- sögðu yndislegt. Hins vegar eru fréttir af kynferðisbrotum orðnar of algengar til þess að við getum fellt okkur við að þau séu eftirlits- laus allan daginn. Það á ekki leng- ur við. Við berum ábyrgð á börnun- um okkar og aðgengi annarra að þeim. Með því að hafa reglur og setja börnunum mörk torveldum við aðgang barnaníðinga að þeim. Barnaníðingar fyrirfinn- ast því miður í flestöllum sam- félögum. Við vitum að þeir leita uppi staði þar sem aðgangur að börnum er auðveldur. Þar sem nú er sumar og skólar og leikskólar í sumarfríum eru börnin úti nán- ast allan daginn og gleyma sér í leik. Það er því brýnt að foreldr- ar fylgist með börnum sínum og veiti þeim aðhald, viti hvar þau eru niður komin og treysti ekki um of á góðmennsku annarra. Í slíkri varúðarráðstöfun felst alls engin vænisýki. Hún er sjálfsögð í nútímasamfélagi. Áður héldum við að börnin væru örugg. Nú vitum við einfaldlega betur. Aðgangur að börnum Barnavernd Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri Stranda- og Reykhólahrepps Skipulagsmál Sóley Björg Færseth íbúi í Faxatúni Hrefna Geirsdóttir íbúi í Faxatúni Samgöngumál Alma R. R. Thorarensen lögfræðinemi Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Jura kaffivélar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.