Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 44
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR32 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 7. júlí 2011 ➜ Tónleikar 12.00 Helga Þórdís Guðmunds- dóttir organisti Ástjarnarkirkju leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 20.00 Sæunn Þorsteinsdóttir selló- leikari heldur tónleika í Hömrum, Hofi. Miðaverð er kr. 2.000. Frítt inn fyrir 16 ára og yngri. 21.00 Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir með tónleika á Græna hattinum. Miðaverð er kr. 1.500. 21.00 Hljómsveitin Gang Related spilar á kreppukvöldi Bar 11. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Of Monsters and Men og Vigri koma fram á tónleikum á Norður- pólnum á Seltjarnarnesi. Miðaverð er kr. 1.500. 21.30 Brother Grass með tónleika í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Aðgangs- eyrir er kr. 1.000, aðeins reiðufé. 22.00 Eiríkur Hauksson verður gestur á Bítlakvöldi á Ob-La-Dí-Ob-La-Da. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Hópur fiðluleikara frá Kanada á aldrinum 11-18 ára með tónleika í Hafnarfjarðarkirkju. Lokatónleikar í ferð þeirra um landið. Aðgangur er ókeypis. ➜ Leiklist 18.00 Sirkus Íslands sýnir Ö-Faktor í Tjarnarbíói. Aðgangseyrir er kr. 1.900. ➜ Tónlistarhátíð 15.00 Þungarokkshátíðin Eistnaflug hefst í Neskaupstað. 36 hljómsveitir koma fram. Miðaverð er kr. 9.000. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, býður les- endum í ferð um landið í nýrri bók sinni Tíu fallegir staðir. Vilhelm hefur ferðast mikið um Ísland en myndirnar eru frá tíu stöðum sem eru honum einkar hjartfólgnir. „Ég vildi frek- ar hafa nokkrar myndir frá hverjum stað og sýna fjölbreyti- leika svæðisins en sýna myndir frá öllu landinu,“ segir Vil- helm, sem nýtir hverja lausa stund til ferðalaga um landið. Í bókinni eru myndir frá Gullna hringnum, Landmannalaugum, Þórsmörk, Skaftafelli, Jökulsárlóni, Borgarfirði eystri, Öskju, Jökulsárgljúfri, Mývatni og Snæfellsjökli og hér á síðunni gefur að líta nokkrar myndir úr bókinni sem Salka gefur út. FEGURÐ HINS STÓRA OG SMÁA SKAFTAFELL Vatnajökul ber við himin en Selið í Skaftafelli er hér í forgrunni. BORGARFJÖRÐUR EYSTRI Fuglalíf er fjölskrúðugt í Borgarfirði eystri, hér er lundi á ferð. MÝVATN Margt fallegt ber fyrir augu á Mývatni, til að mynda Skútustaðagíg. Kanadísku fiðluleikararnir Stellae Boreales halda tónleika í Hafnarfjarðarkirkju klukkan átta í kvöld. Hljómsveitina skipa tuttugu og tvö ungmenni á aldr- inum ellefu til átján ára og flytur hún ólík tónverk, allt frá Fiðlu- konserti í d-moll eftir Vivaldi til rómantísku verkanna Inter- mezzo og Ungverska dansins eftir Brahms. Hópurinn er frá höfuðborg Kanada, Ottawa, og hefur komið fram á helstu sviðum borgarinn- ar, oft með virtum hljóðfæraleik- urum á borð við Pinchas Zukerm- an. Sá síðarnefndi segir þau mjög hæfileikaríkan og metnaðarfull- an hóp. Fiðluleikararnir komu til landsins 30. júní og hafa haldið tónleika í Reykholtskirkju, Hall- grímskirkju og Bústaðakirkju. Einnig hafa þau nýtt ferðina í að hitta ýmsa fiðluleikara ásamt því að fræðast um íslenska menningu og tónlist. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og allir eru velkomnir. Stellae Boreales í Hafnarfjarðarkirkju FIÐLUHÓPUR Ungmennin í Stellae Boreales ásamt stjórnendum sínum. NORRÆNA HÚSIÐ KYNNIR: HÖFUNDA- KVÖLD #8 Sturlugata 5 101 Reykjavík S. 5517030 nh@nordice.is www.norraenahusid.is Fimmtudaginn 7. júlí kl. 20.00 Útúrdúr kynnir Ásmund Ásmundsson, Harald Jónsson og Pál Ivan frá Eiðum.Nýjasta útgáfa Útúrdúrs "Musical thought instigator volume 1" eftir Pál Ivan frá Eiðum kynnt til sögunnar. www.uturdur.blogspot.comAðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.