Fréttablaðið - 07.07.2011, Síða 44

Fréttablaðið - 07.07.2011, Síða 44
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR32 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 7. júlí 2011 ➜ Tónleikar 12.00 Helga Þórdís Guðmunds- dóttir organisti Ástjarnarkirkju leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 20.00 Sæunn Þorsteinsdóttir selló- leikari heldur tónleika í Hömrum, Hofi. Miðaverð er kr. 2.000. Frítt inn fyrir 16 ára og yngri. 21.00 Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir með tónleika á Græna hattinum. Miðaverð er kr. 1.500. 21.00 Hljómsveitin Gang Related spilar á kreppukvöldi Bar 11. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Of Monsters and Men og Vigri koma fram á tónleikum á Norður- pólnum á Seltjarnarnesi. Miðaverð er kr. 1.500. 21.30 Brother Grass með tónleika í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Aðgangs- eyrir er kr. 1.000, aðeins reiðufé. 22.00 Eiríkur Hauksson verður gestur á Bítlakvöldi á Ob-La-Dí-Ob-La-Da. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Hópur fiðluleikara frá Kanada á aldrinum 11-18 ára með tónleika í Hafnarfjarðarkirkju. Lokatónleikar í ferð þeirra um landið. Aðgangur er ókeypis. ➜ Leiklist 18.00 Sirkus Íslands sýnir Ö-Faktor í Tjarnarbíói. Aðgangseyrir er kr. 1.900. ➜ Tónlistarhátíð 15.00 Þungarokkshátíðin Eistnaflug hefst í Neskaupstað. 36 hljómsveitir koma fram. Miðaverð er kr. 9.000. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, býður les- endum í ferð um landið í nýrri bók sinni Tíu fallegir staðir. Vilhelm hefur ferðast mikið um Ísland en myndirnar eru frá tíu stöðum sem eru honum einkar hjartfólgnir. „Ég vildi frek- ar hafa nokkrar myndir frá hverjum stað og sýna fjölbreyti- leika svæðisins en sýna myndir frá öllu landinu,“ segir Vil- helm, sem nýtir hverja lausa stund til ferðalaga um landið. Í bókinni eru myndir frá Gullna hringnum, Landmannalaugum, Þórsmörk, Skaftafelli, Jökulsárlóni, Borgarfirði eystri, Öskju, Jökulsárgljúfri, Mývatni og Snæfellsjökli og hér á síðunni gefur að líta nokkrar myndir úr bókinni sem Salka gefur út. FEGURÐ HINS STÓRA OG SMÁA SKAFTAFELL Vatnajökul ber við himin en Selið í Skaftafelli er hér í forgrunni. BORGARFJÖRÐUR EYSTRI Fuglalíf er fjölskrúðugt í Borgarfirði eystri, hér er lundi á ferð. MÝVATN Margt fallegt ber fyrir augu á Mývatni, til að mynda Skútustaðagíg. Kanadísku fiðluleikararnir Stellae Boreales halda tónleika í Hafnarfjarðarkirkju klukkan átta í kvöld. Hljómsveitina skipa tuttugu og tvö ungmenni á aldr- inum ellefu til átján ára og flytur hún ólík tónverk, allt frá Fiðlu- konserti í d-moll eftir Vivaldi til rómantísku verkanna Inter- mezzo og Ungverska dansins eftir Brahms. Hópurinn er frá höfuðborg Kanada, Ottawa, og hefur komið fram á helstu sviðum borgarinn- ar, oft með virtum hljóðfæraleik- urum á borð við Pinchas Zukerm- an. Sá síðarnefndi segir þau mjög hæfileikaríkan og metnaðarfull- an hóp. Fiðluleikararnir komu til landsins 30. júní og hafa haldið tónleika í Reykholtskirkju, Hall- grímskirkju og Bústaðakirkju. Einnig hafa þau nýtt ferðina í að hitta ýmsa fiðluleikara ásamt því að fræðast um íslenska menningu og tónlist. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og allir eru velkomnir. Stellae Boreales í Hafnarfjarðarkirkju FIÐLUHÓPUR Ungmennin í Stellae Boreales ásamt stjórnendum sínum. NORRÆNA HÚSIÐ KYNNIR: HÖFUNDA- KVÖLD #8 Sturlugata 5 101 Reykjavík S. 5517030 nh@nordice.is www.norraenahusid.is Fimmtudaginn 7. júlí kl. 20.00 Útúrdúr kynnir Ásmund Ásmundsson, Harald Jónsson og Pál Ivan frá Eiðum.Nýjasta útgáfa Útúrdúrs "Musical thought instigator volume 1" eftir Pál Ivan frá Eiðum kynnt til sögunnar. www.uturdur.blogspot.comAðgangur ókeypis og allir velkomnir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.