Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 48
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR36 bio@frettabladid.is > ÁHÆTTULEIKARI SLASAST Tökum á Batman-myndinni The Dark Knight Rises var frestað eftir að áhættuleikari slasaðist alvarlega við tökur á fallhlífaratriði yfir Skot- landi. Leikarinn hrapaði til jarðar í sumar bústaðabyggð en hann ku ekki vera í lífshættu. Christian Bale leikur sem fyrr Bruce Wayne eða Leðurblökumanninn. Johnny Depp hefur augljóslega ekki fengið nóg af því að vera þvoglumæltur á hvíta tjaldinu. Samkvæmt bandarískum kvik- myndavefjum er leikarinn á góðri leið með að ná samkomulagi um að leika í fimmtu myndinni um Jack Sparrow og sjóræningja Karíba- hafsins. Hinar myndirnar fjórar hafa allar malað gull og On Stranger Tides fékk prýðilegar viðtökur hjá áhorfendum og gagnrýnendum. Jerry Bruckheimer, stórmynda- framleiðandinn, tjáði LA Times að hann langaði virkilega til að gera fimmtu myndina. „En það veltur auðvitað allt á handritinu. Það er verið að vinna í því núna og svo sjáum við til hvað Depp segir. Ég geri ekki aðra sjóræn- ingjamynd án hans og hann mun ekki gera myndina ef hann er ekki ánægður með handritið. Hann vill alls ekki valda aðdáendum sínum vonbrigðum,“ sagði Bruckheimer skömmu eftir frumsýninguna á On Stranger Tides í fyrra. Bruckheimer bætti því við að velgengni fjórðu myndarinnar hefði mikið um málið að segja en hún náði því um helgina að hafa þénað einn milljarð Bandaríkja- dala í miðasölu á heimsvísu. - fgg Johnny Depp gerir númer fimm Í SJÓRÆNINGJAGALLANN Johnny Depp gæti leikið Jack Sparrow í fimmtu myndinni. Leikkonurnar Angelina Jolie og Sarah Jessica Parker eru launahæstu leikkonurnar í Holly- wood samkvæmt útreikningum Forbes-tímarits- ins. Jolie hefur átt ágætu gengi að fagna á hvíta tjaldinu en kvikmyndirnar Salt og The Tourist nutu báðar mikillar hylli í miðasölu. Forbes heldur því fram að Jolie hafi þénað 30 milljón- ir dollara eða tæplega þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna frá því í maí á síðasta ári til maí á þessu ári. Sara Jessica Parker var með svipað í laun en hún græðir mest á því að þættirnir um Car- rie og vinkonur hennar í Beðmálum í borginni eru sýndir aftur og aftur og aftur í sjónvarpi út um allan heim. Þá komu ófáar krónur í kass- ann fyrir mynd númer tvö í Sex and the City- flokknum og leikkonan fékk dágóða summu fyrir samstarf sitt við tískuhúsið Halston. Í þriðja til fjórða sæti eru síðan Jenni- fer Aniston og Reese Witherspoon. Þær tvær voru með 28 milljónir dollara í laun á umræddu tímabili eða rúma þrjá milljarða. Í fimmta sætinu er loks Julia Roberts með 20 milljónir dollara í laun eða rúma tvo millj- arða en hún var lengi vel með hæsta launa- tékkann í Hollywood. -fgg Leikkonur loðnar um lófana MEÐ FULLA VASA FJÁR Angelina Jolie og Sarah Jessica Parker fengu báðar þrjá og hálfan milljarð í laun á einu ári samkvæmt útreikningum Forbes-tímaritsins. Þær eru því með bestu launin í Hollywood um þessar mundir. Reese Witherspoon hefur einnig gert það gott á árinu, hún var með rúma þrjá milljarða í árslaun. Danny Boyle er að safna liði fyrir kvikmynd sína Trance en leik- stjórinn hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár með kvik- myndum sínum Slumdog Million- aire og 127 Hours. Boyle var sagður hafa náð sam- komulagi við írska leikarann Michael Fassbender um að leika aðalhlutverkið í Trance en leikar- inn er nú búinn að draga sig út úr verkefninu. Boyle er því áhuga- samur um að fá Óskarsverðlauna- leikarann Colin Firth til að hlaupa í skarðið. Trance segir frá aðstoðarmanni hjá uppboðshúsi sem skipuleggur flókið rán á verðmætu málverki. Hann fær aðstoð hjá færum þjóf- um en verður fyrir höfuðhöggi og missir minnið. Hann er hins vegar sá eini sem veit hvar málverk- ið er niðurkomið og þá fara þjóf- arnir að gruna hann um græsku. Þeir ákveða því að fá unga konu til að vinna sér leið inn í heilabú aðstoðar mannsins með dáleiðslu. Firth er ekki eini leikarinn sem Boyle hefur áhuga á því Scarlett Johansson var orðuð við mynd- ina á Twitter-síðum í gær. Ekkert hefur þó verið stað- fest í þeim efnum en Boyle hyggst byrja á myndinni eftir að hann hefur leik- stýrt opnunaratriðinu fyrir Ólympíuleikana í London á næsta ári. - fgg Boyle hefur augastað á Firth GÓÐUR HÓPUR Danny Boyle vill fá Colin Firth til að leika þjóf í sinni nýjustu mynd, Trance. Scar- lett Johansson kemur sterklega til greina í aðalkvenhlutverkið. Það er alltaf pláss fyrir þéttvaxna ameríska brandara karla á hvíta tjaldinu, kannski af því að Bandaríkjamenn eru meðal feitustu þjóða heims. Og húmorinn er fremur einfald- ur; hann gengur út á át, búk- hljóð og líkamsbygginguna. Kevin James er nýjasta viðbótin í hóp feitra stuðkarla. Kvikmynd hans, Zookeeper, verður frum- sýnd um helgina en hún segir frá dýragarðsverðinum Griffin Keyes sem segir starfi sínu lausu til að ganga í augun á drauma- stúlkunni. Dýrin í dýragarð- inum eru ákaflega óánægð með þessa ákvörðun Keyes, enda þykir hann nokkuð fær í sínu starfi, og ákveða í sam- einingu að uppljóstra leyndar- máli sínu; þau geta talað. Feiti, fyndni karlinn hefur verið til í kvikmyndasögunni frá dögum þöglu myndanna. Lau- rel og Hardy voru skarpar and- stæður; Stan Laurel grannur og veiklulegur en Oliver Hardy þétt- vaxinn, sterkur og yfirleitt gír- ugur til annað hvort matar eða peninga. Hiklaust er hægt að setja John Belushi í þennan flokk, hann notaði holdafar sitt til gam- anleiks á áttunda og níunda ára- tug síðustu aldar. Belushi stundaði það meðan á tökum á SNL-þáttun- um stóð að mæta óboðinn heim til fólks í nágrenni við tökustaðinn og éta úr ísskáp þess. Hann fannst síðan iðulega sofandi í ókunnugum húsum. Belushi nýtti sér þessa hegðun sína í „skets“ fyrir SNL en hann lést aðeins 33 ára aldri eftir að hafa tekið of stóran skammt af „speedball“, lífshættulegri blöndu af kókaíni og heróíni. John Candy barðist alla tíð við aukakílóin, var 150 kíló og gerði sjálfum sér engan greiða með því að reykja heilan pakka af sígar- ettum á dag. Hann lést úr hjarta- áfalli aðeins 54 ára að aldri. Candy náði engu að síður miklum frama í kvikmyndaleik; lék í mörgum af fyndnustu kvikmyndum níunda áratugarins, þar á meðal hinum ógleymanlegu Planes, Trains & Automobiles, Uncle Buck, Who‘s Harry Crumb og Spaceballs. Chris Farley kom í kjölfarið á Candy og flestir virtust sam- mála um að hann ætti framtíð- ina fyrir sér í gamanleik. Kvik- myndir á borð við Black Sheep, Beverly Hills Ninja og Almost Heroes skutu leikaranum upp á stjörnuhimininn og þótt gagnrýn- endur væru ekki hrifnir elskaði Ameríkaninn Farley. Hann þjáð- ist hins vegar af mikilli minni- máttarkennd vegna þyngdarinn- ar og tjáði vinum sínum að hann vildi ekki vera feiti náunginn sem alltaf væri að detta. Farley lést af of stórum skammti af eiturlyfj- um, aðeins 33 ára að aldri. Jonah Hill er á hraðri uppleið eftir kvik- myndirnar Superbad og Forgett- ing Sarah Marshall en þar hefur mikið verið leikið sér með þyngd- ina á leikaranum. Kevin James tókst hins vegar að taka sitt líf í gegn; hann fór í strangt aðhald eftir að hann varð yfir 150 kíló og lét hafa eftir sér í spjallþætti David Letterman: „Ofþyngd er handan við hornið á næsta veit- ingastað.“ freyrgigja@frettabladid.is FEITU FYNDNU KARLARNIR FEITIR OG FYNDNIR Oliver Hardy, John Candy, John Belushi, Kevin James og Jonah Hill hafa allir náð langt þrátt fyrir að vera ekki gæddir hinum dæmigerða kvikmynda- stjörnuvexti. OFFITA Í SJÓNVARPI Feitu fyndnu gæjarnir eru ekki bara til á hvíta tjaldinu; Hómer Simpson er auðvitað hinn eini sanni Bandaríkjamaður með stóra, mjúka vömb, sídrekkandi og ropandi, og svo auðvitað Peter Griffin í Family Guy sem stundum er svolítið komplexaður yfir þyngd sinni. Ekki má heldur gleyma Cartman úr South Park en þessir þættir eiga það sam- eiginlegt að vera sterk ádeila á amerískt þjóðfélag og neyslu- venjur. Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.